Efi Árna Páls Michel Sallé skrifar 13. mars 2015 07:00 Það, að stjórnmálaforingi skuli hafa efasemdir og og gangast við því er of sjaldgæft, það er hið besta mál. Því miður eru ekki svona stjórnmálamenn í Frakklandi! En þá þarf efinn, og síðan ákvarðanir sem eru teknar, að hvíla á staðreyndum en ekki á misskilningi. Nú er helst hægt að líkja umræðum Íslendinga um ESB við Excel-töflu yfir kosti og galla, oft eftir því hvað menn vilja lesa af henni hverju sinni. Og ég varð hissa að sjá að sjálfur formaður þess flokks sem er hlynntastur ESB skuli rökræða þannig: „Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana.“ Árni Páll, ESB er pólitísk uppbygging sem sér auðvitað um efnahagslega þróun meðlima þess, en það er ekki bara fríverslunarsvæði. Líttu á sögu þess: Sex Evrópulönd ákváðu að stofna bandalag til að aldrei yrði aftur stríð á milli þeirra, lönd Suður-Evrópu slógust í hópinn til að styrkja nýfengið lýðræði sitt, lönd Austur-Evrópu og við Eystrasalt til að sleppa frá URSS. Einmitt vegna þessa, til að vega á móti pólitískri uppbyggingu Evrópu, ákvað Bretland að slást í hópinn, og dró með sér flest lönd Fríverslunarsamtaka Evrópu. Þetta skýrir geðklofahegðun Bretlands í dag.Í stöðugri þróun Árangurinn getur vissulega verið svolítið ruglandi, því að ESB er auðvitað í stöðugri þróun, verður aldrei fullkomið, sameiginlegt ævintýri sem allir meðlimir þess eru að byggja upp, hver með sínum múrsteini. Efnahagsuppbygging hefur skipað stórt sæti vegna þess að stofnendur álitu að þeir ættu að byrja á henni. Taktu eftir að þau lönd sem hafa virkilega hagnast á inngöngunni eru þau sem hafa getað notað sambandið til að umbylta efnahagsmynstri þeirra. Grikkland er dæmi um hið gagnstæða. Ákvörðunin um að taka upp evru var gerð í þeim anda: sameiginleg mynt á að krefja löndin um enn meiri samvinnu í vali þeirra á sviði stjórnmála og félagsmála. Núverandi erfiðleikar eru komnir til vegna erfiðleika við að stíga það skref, nú, er utanaðkomandi hættur hafa farið minnkandi. Fyrir Íslendinga er því hér virkilega um trúaratriði að ræða; pólitískt val sem inniheldur efnahagsþróun og spurningar um varanleika núverandi efnahagsstefnu, og líka varnarmál, þjóðmál, menningu, o.s.frv. Mér sýnist aðeins einn maður, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa hingað til komist að hreinni og endanlegri niðurstöðu: Evrópubandalagið er of lítið fyrir Ísland. Í raun og veru, séð utan frá, líkist Ísland jöklafaranum sem er lamaður af hræðslu fyrir framan hyldjúpa en þrönga sprungu. Að mínu áliti hefur landið þegar valið Evrópu, hvað sem hver segir, en hikar að stíga síðasta sporið, og verður því að hlýða lögum hennar en má ekki taka þátt í mótun hennar. Er þetta það að vera sjálfstæður?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið «Islande» í desember 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það, að stjórnmálaforingi skuli hafa efasemdir og og gangast við því er of sjaldgæft, það er hið besta mál. Því miður eru ekki svona stjórnmálamenn í Frakklandi! En þá þarf efinn, og síðan ákvarðanir sem eru teknar, að hvíla á staðreyndum en ekki á misskilningi. Nú er helst hægt að líkja umræðum Íslendinga um ESB við Excel-töflu yfir kosti og galla, oft eftir því hvað menn vilja lesa af henni hverju sinni. Og ég varð hissa að sjá að sjálfur formaður þess flokks sem er hlynntastur ESB skuli rökræða þannig: „Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana.“ Árni Páll, ESB er pólitísk uppbygging sem sér auðvitað um efnahagslega þróun meðlima þess, en það er ekki bara fríverslunarsvæði. Líttu á sögu þess: Sex Evrópulönd ákváðu að stofna bandalag til að aldrei yrði aftur stríð á milli þeirra, lönd Suður-Evrópu slógust í hópinn til að styrkja nýfengið lýðræði sitt, lönd Austur-Evrópu og við Eystrasalt til að sleppa frá URSS. Einmitt vegna þessa, til að vega á móti pólitískri uppbyggingu Evrópu, ákvað Bretland að slást í hópinn, og dró með sér flest lönd Fríverslunarsamtaka Evrópu. Þetta skýrir geðklofahegðun Bretlands í dag.Í stöðugri þróun Árangurinn getur vissulega verið svolítið ruglandi, því að ESB er auðvitað í stöðugri þróun, verður aldrei fullkomið, sameiginlegt ævintýri sem allir meðlimir þess eru að byggja upp, hver með sínum múrsteini. Efnahagsuppbygging hefur skipað stórt sæti vegna þess að stofnendur álitu að þeir ættu að byrja á henni. Taktu eftir að þau lönd sem hafa virkilega hagnast á inngöngunni eru þau sem hafa getað notað sambandið til að umbylta efnahagsmynstri þeirra. Grikkland er dæmi um hið gagnstæða. Ákvörðunin um að taka upp evru var gerð í þeim anda: sameiginleg mynt á að krefja löndin um enn meiri samvinnu í vali þeirra á sviði stjórnmála og félagsmála. Núverandi erfiðleikar eru komnir til vegna erfiðleika við að stíga það skref, nú, er utanaðkomandi hættur hafa farið minnkandi. Fyrir Íslendinga er því hér virkilega um trúaratriði að ræða; pólitískt val sem inniheldur efnahagsþróun og spurningar um varanleika núverandi efnahagsstefnu, og líka varnarmál, þjóðmál, menningu, o.s.frv. Mér sýnist aðeins einn maður, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa hingað til komist að hreinni og endanlegri niðurstöðu: Evrópubandalagið er of lítið fyrir Ísland. Í raun og veru, séð utan frá, líkist Ísland jöklafaranum sem er lamaður af hræðslu fyrir framan hyldjúpa en þrönga sprungu. Að mínu áliti hefur landið þegar valið Evrópu, hvað sem hver segir, en hikar að stíga síðasta sporið, og verður því að hlýða lögum hennar en má ekki taka þátt í mótun hennar. Er þetta það að vera sjálfstæður?Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út bók sem ber heitið «Islande» í desember 2013.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun