Heilsubótarefnin umdeild Sigmundur Guðbjarnason skrifar 13. mars 2015 07:00 Umræðan um heilsubótarefni úr lækningajurtum er oft fjörleg og eru þá mjög skiptar skoðanir. Ef neytandinn telur sig hafa gagn af slíkri vöru þá kaupir hann vöruna áfram, annars hættir hann notkuninni. Afstaða margra lækna er að bíða eftir að klínísk rannsókn sýni gagnsemi meðferðarinnar en aðrir eru fúsir til að taka þátt í rannsóknum á lífvirkni efna og hugsanlegri gagnsemi. Hlutverk lækna er að greina sjúkdóma og meðhöndla með þekktum aðferðum. Í læknanámi víða erlendis hafa nemendur fengið upplýsingar um lífvirkni náttúruefna og hvernig slík efni gætu komið að gagni. Í Þýskalandi er þekking á lækningamætti náttúruefna hluti af eðlilegu námsefni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO telur að um 80% manna í heiminum noti náttúruefni til heilsubótar eða 5-6 milljarðar manna. Lyfjaiðnaðurinn þróaðist þegar menn fóru að rannsaka einstakar virkar lækningajurtir og að einangra lífvirk efni úr þessum jurtum og gefa sjúklingum skilgreint magn af þessum virku efnum. Síðan fóru menn að búa til efni sem höfðu áþekka byggingu og virku náttúruefnin og gátu þá fengið einkaleyfi á slíkum efnum en almennt fá menn ekki einkaleyfi á náttúruefnum. Hvers vegna er vaxandi áhugi á Vesturlöndum á neyslu náttúruefna úr lækningajurtum til að bæta heilsuna? Ástæður eru annars vegar auknar rannsóknir á náttúruefnum og gagnsemi þeirra til að styrkja forvarnir gegn sjúkdómum. Hins vegar er vaxandi ótti við skaðlegar aukaverkanir lyfja sem hafa komið í ljós. Lyf eru ekki alltaf hættulaus og eru dæmi um slíkt vel þekkt. Nýlegt dæmi um varasamt lyf er Vioxx sem var notað við liðagigt og verkjum. Lyfið fór í hefðbundna klíníska rannsókn og síðan út á almennan markað og olli miklum skaða. Um 60 þúsund manns dóu af völdum þessa lyfs, fengu hjartaáfall eða slag. Þá má nefna að ákveðin algeng lyf, svokölluð andkolinerg lyf valda minnistapi við lengri notkun. Franskir vísindamenn gerðu athugun á fólki sem hafði engin einkenni um heilabilun. Tilraunahópurinn fékk slík andkolinerg lyf og eftir nokkur ár þá var minni þeirra mun lakara en hjá viðmiðunarhópi sem ekki hafði fengið þessi lyf, en sjúklingarnir voru ekki með Alzheimers-sjúkdóm. Lyf þessi valda mun lakari boðflutningum í heila en það skerðir minnið. Vísindamenn telja nú að algengasta orsök fyrir skertu minni sé einmitt óæskileg notkun slíkra lyfja.Þekking liðinna kynslóða Ýmis lyf og náttúruefni hafa verið notuð til að bæta minnið t.d. hjá öldruðum og sjúklingum með heilabilun. Eitt af þremur algengustu lyfjunum gefin Alzheimer-sjúklingum er náttúruefni (galantamin). SagaMemo inniheldur efni með samskonar virkni og hafa niðurstöður tvennskonar rannsókna á SagaMemo verið birtar í alþjóðlegum vísindaritum. Jurtaveigin sem myndar SagaMemo dregur úr virkni ensíms, sem er í heila sem annast niðurbrot boðefna í heilanum. Með því að hindra niðurbrot boðefna þá eykst magn boðefna og styrkir það minnið. Sú rannsókn var birt 2007 (Inhibition of acetylcholinesterase by extracts and constituents from Angelica archangelica and Geranium sylvaticum. Sigurdsson S, Gudbjarnason S. Z Naturforsch C. 2007 Sep-Oct;62(9-10):689-93). Önnur rannsókn var gerð á tilraunadýrum með stöðluðum viðurkenndum aðferðum og sýndu þær að jurtaveigin bætir minni tilraunadýranna. Þessar rannsóknir voru birtar árið 2013: (Effect of oral imperatorin on memory in mice.Sigurdsson S, Gudbjarnason S. Biochem Biophys Res Commun. 2013 Nov 15;441(2):318-20). 318-20). Íslenska flóran hefur margar áhugaverðar lækningajurtir sem formæður okkar hafa notað allt frá landnámi. Þekkjum við fjallagrösin, vallhumal, ætihvönn, blóðberg og margar fleiri. Náttúrulækningar eru ekki nýjar og voru eðlilegur þáttur í lífi manna fyrr á öldum. Með þróun nútíma læknisfræði á síðustu öld og notkun sýklalyfja þá minnkaði áhugi á náttúrulækningum. Það var fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar, læknis á Sauðárkróki, að áhugi á náttúrulækningum var endurvakinn. Jónas boðaði aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum og var þá langt á undan þeim sem nú hvetja til neyslu á heilnæmu fæði. Jónas hlaut hins vegar háð starfsbræðra sinna en hann hélt ótrauður áfram og stofnaði Náttúrulækningafélag á Sauðárkróki og síðar Náttúrulækningafélag Íslands í Reykjavík. Heilsustofnunin í Hveragerði tók til starfa 1955 og starfar í anda Jónasar.Lokaorð: Vaxandi áhugi er á notkun lífvirkra náttúruefna til að efla forvarnir gegn ýmsum algengum sjúkdómum. Þessi heilsubótarefni eru fyrir hendi í grænmeti, ávöxtum og lækningajurtum. Menn styðjast bæði við reynsluþekkingu liðinna kynslóða og vísindalega þekkingu sem aflað er með rannsóknum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um heilsubótarefni úr lækningajurtum er oft fjörleg og eru þá mjög skiptar skoðanir. Ef neytandinn telur sig hafa gagn af slíkri vöru þá kaupir hann vöruna áfram, annars hættir hann notkuninni. Afstaða margra lækna er að bíða eftir að klínísk rannsókn sýni gagnsemi meðferðarinnar en aðrir eru fúsir til að taka þátt í rannsóknum á lífvirkni efna og hugsanlegri gagnsemi. Hlutverk lækna er að greina sjúkdóma og meðhöndla með þekktum aðferðum. Í læknanámi víða erlendis hafa nemendur fengið upplýsingar um lífvirkni náttúruefna og hvernig slík efni gætu komið að gagni. Í Þýskalandi er þekking á lækningamætti náttúruefna hluti af eðlilegu námsefni. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO telur að um 80% manna í heiminum noti náttúruefni til heilsubótar eða 5-6 milljarðar manna. Lyfjaiðnaðurinn þróaðist þegar menn fóru að rannsaka einstakar virkar lækningajurtir og að einangra lífvirk efni úr þessum jurtum og gefa sjúklingum skilgreint magn af þessum virku efnum. Síðan fóru menn að búa til efni sem höfðu áþekka byggingu og virku náttúruefnin og gátu þá fengið einkaleyfi á slíkum efnum en almennt fá menn ekki einkaleyfi á náttúruefnum. Hvers vegna er vaxandi áhugi á Vesturlöndum á neyslu náttúruefna úr lækningajurtum til að bæta heilsuna? Ástæður eru annars vegar auknar rannsóknir á náttúruefnum og gagnsemi þeirra til að styrkja forvarnir gegn sjúkdómum. Hins vegar er vaxandi ótti við skaðlegar aukaverkanir lyfja sem hafa komið í ljós. Lyf eru ekki alltaf hættulaus og eru dæmi um slíkt vel þekkt. Nýlegt dæmi um varasamt lyf er Vioxx sem var notað við liðagigt og verkjum. Lyfið fór í hefðbundna klíníska rannsókn og síðan út á almennan markað og olli miklum skaða. Um 60 þúsund manns dóu af völdum þessa lyfs, fengu hjartaáfall eða slag. Þá má nefna að ákveðin algeng lyf, svokölluð andkolinerg lyf valda minnistapi við lengri notkun. Franskir vísindamenn gerðu athugun á fólki sem hafði engin einkenni um heilabilun. Tilraunahópurinn fékk slík andkolinerg lyf og eftir nokkur ár þá var minni þeirra mun lakara en hjá viðmiðunarhópi sem ekki hafði fengið þessi lyf, en sjúklingarnir voru ekki með Alzheimers-sjúkdóm. Lyf þessi valda mun lakari boðflutningum í heila en það skerðir minnið. Vísindamenn telja nú að algengasta orsök fyrir skertu minni sé einmitt óæskileg notkun slíkra lyfja.Þekking liðinna kynslóða Ýmis lyf og náttúruefni hafa verið notuð til að bæta minnið t.d. hjá öldruðum og sjúklingum með heilabilun. Eitt af þremur algengustu lyfjunum gefin Alzheimer-sjúklingum er náttúruefni (galantamin). SagaMemo inniheldur efni með samskonar virkni og hafa niðurstöður tvennskonar rannsókna á SagaMemo verið birtar í alþjóðlegum vísindaritum. Jurtaveigin sem myndar SagaMemo dregur úr virkni ensíms, sem er í heila sem annast niðurbrot boðefna í heilanum. Með því að hindra niðurbrot boðefna þá eykst magn boðefna og styrkir það minnið. Sú rannsókn var birt 2007 (Inhibition of acetylcholinesterase by extracts and constituents from Angelica archangelica and Geranium sylvaticum. Sigurdsson S, Gudbjarnason S. Z Naturforsch C. 2007 Sep-Oct;62(9-10):689-93). Önnur rannsókn var gerð á tilraunadýrum með stöðluðum viðurkenndum aðferðum og sýndu þær að jurtaveigin bætir minni tilraunadýranna. Þessar rannsóknir voru birtar árið 2013: (Effect of oral imperatorin on memory in mice.Sigurdsson S, Gudbjarnason S. Biochem Biophys Res Commun. 2013 Nov 15;441(2):318-20). 318-20). Íslenska flóran hefur margar áhugaverðar lækningajurtir sem formæður okkar hafa notað allt frá landnámi. Þekkjum við fjallagrösin, vallhumal, ætihvönn, blóðberg og margar fleiri. Náttúrulækningar eru ekki nýjar og voru eðlilegur þáttur í lífi manna fyrr á öldum. Með þróun nútíma læknisfræði á síðustu öld og notkun sýklalyfja þá minnkaði áhugi á náttúrulækningum. Það var fyrir tilstuðlan Jónasar Kristjánssonar, læknis á Sauðárkróki, að áhugi á náttúrulækningum var endurvakinn. Jónas boðaði aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum og var þá langt á undan þeim sem nú hvetja til neyslu á heilnæmu fæði. Jónas hlaut hins vegar háð starfsbræðra sinna en hann hélt ótrauður áfram og stofnaði Náttúrulækningafélag á Sauðárkróki og síðar Náttúrulækningafélag Íslands í Reykjavík. Heilsustofnunin í Hveragerði tók til starfa 1955 og starfar í anda Jónasar.Lokaorð: Vaxandi áhugi er á notkun lífvirkra náttúruefna til að efla forvarnir gegn ýmsum algengum sjúkdómum. Þessi heilsubótarefni eru fyrir hendi í grænmeti, ávöxtum og lækningajurtum. Menn styðjast bæði við reynsluþekkingu liðinna kynslóða og vísindalega þekkingu sem aflað er með rannsóknum um allan heim.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun