Að vera dæmdur fyrir að vinna vinnuna sína – og vinna hana vel! Lúðvík E. Gústafsson skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Hvernig má það vera? Hver gerir svona? Stundum gerast greinilega undarlegir hlutir og það jafnvel í dómum felldum af dómstólum. Nýlega var byggðasamlagið Sorpa dæmt til að greiða 45 milljóna króna sekt vegna misnotkunar á „markaðsráðandi stöðu“. Í lögum um úrgang nr. 55 frá árinu 2003 segir að sveitarfélög skuli sjá um að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir allan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Heimilt er að gera það í samvinnu við önnur sveitarfélög og einmitt þess vegna var Sorpa stofnuð fyrir um 25 árum. Sorpa hefur sinnt þessari lögbundnu skyldu fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru nú sjö, eftir sameiningu sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar. Í úrgangslögum er ekki minnst á samkeppni, heldur er einu stjórnvaldi, sveitarfélögum, gert að stofna og reka þjónustufyrirtæki. Þessu hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur þessarar þjónustu sé sem hagkvæmastur, þjónustuþegum til hagsbóta. Það er því eðlilegt að eigendur þessarar þjónustuveitu, sveitarfélög, njóti bestu kjara. En sveitarfélög, það erum við, íbúar þessa lands. Við höfum kosið að hafa þetta skipulag. Meðhöndlun úrgangs er ekki bara einhver þjónusta, heldur grunnþjónusta, sem allir þurfa á að halda. Löggjafinn hefur staðfest hlutverk sveitarfélaga með ábyrgðarákvæðum í áðurnefndum lögum um úrgang. Svo kom allt í einu Samkeppniseftirlitið og taldi að Sorpa bryti lög um samkeppni með því að veita eigendum sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega gerði Sorpa athugasemdir við þessa skoðun og var málinu skotið til dómstóla. Samkeppni hvað? Ef einum aðila er gert að veita tiltekna þjónustu, hvar er samkeppnin? Samkeppni og markaður ríkja þar sem það á við, og er það vel. Á Íslandi og reyndar víða í veröldinni er sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs.Misskilningur Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi, hafa menn reynt að hafa meðhöndlun t.d. heimilisúrgangs „á markaði“ eins og það heitir. Hver sem hafði áhuga gat þá keppt við aðra um að fá að taka úrgang og nýta sér til hagsbóta. Það leiddi til ringulreiðar og verri þjónustu fyrir íbúa og var því breytt og sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin, var sorphirðuþjónustan boðin út, en í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu að veita hana og gerir það enn. Í þessu ljósi er það undarlegt svo ekki sé meira sagt, að samkeppnisyfirvöld og nú dómstóll hér á landi hafi séð samkeppni þar sem hún er ekki fyrirhuguð og hafi úrskurðað að hefta eigi eðlilegar og hagkvæmar vinnuaðferðir. Eigum við, íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði Sorpu, að borga fyrir misskilning þessara aðila, ekki bara með dýrari þjónustu heldur með sektargjöldum í ofanálag? Ég vona að þessi skilningur á samkeppni og markaðshugsun breiðist ekki út á kostnað hagkvæmni. Það verður að leiðrétta þennan misskilning sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Hvernig má það vera? Hver gerir svona? Stundum gerast greinilega undarlegir hlutir og það jafnvel í dómum felldum af dómstólum. Nýlega var byggðasamlagið Sorpa dæmt til að greiða 45 milljóna króna sekt vegna misnotkunar á „markaðsráðandi stöðu“. Í lögum um úrgang nr. 55 frá árinu 2003 segir að sveitarfélög skuli sjá um að starfræktar séu söfnunar- og móttökustöðvar fyrir allan úrgang sem fellur til í sveitarfélaginu. Heimilt er að gera það í samvinnu við önnur sveitarfélög og einmitt þess vegna var Sorpa stofnuð fyrir um 25 árum. Sorpa hefur sinnt þessari lögbundnu skyldu fyrir átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru nú sjö, eftir sameiningu sveitarfélagsins Álftaness og Garðabæjar. Í úrgangslögum er ekki minnst á samkeppni, heldur er einu stjórnvaldi, sveitarfélögum, gert að stofna og reka þjónustufyrirtæki. Þessu hlýtur að fylgja sú krafa að rekstur þessarar þjónustu sé sem hagkvæmastur, þjónustuþegum til hagsbóta. Það er því eðlilegt að eigendur þessarar þjónustuveitu, sveitarfélög, njóti bestu kjara. En sveitarfélög, það erum við, íbúar þessa lands. Við höfum kosið að hafa þetta skipulag. Meðhöndlun úrgangs er ekki bara einhver þjónusta, heldur grunnþjónusta, sem allir þurfa á að halda. Löggjafinn hefur staðfest hlutverk sveitarfélaga með ábyrgðarákvæðum í áðurnefndum lögum um úrgang. Svo kom allt í einu Samkeppniseftirlitið og taldi að Sorpa bryti lög um samkeppni með því að veita eigendum sínum betri kjör en öðrum. Eðlilega gerði Sorpa athugasemdir við þessa skoðun og var málinu skotið til dómstóla. Samkeppni hvað? Ef einum aðila er gert að veita tiltekna þjónustu, hvar er samkeppnin? Samkeppni og markaður ríkja þar sem það á við, og er það vel. Á Íslandi og reyndar víða í veröldinni er sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs.Misskilningur Sums staðar, eins og t.d. á Írlandi, hafa menn reynt að hafa meðhöndlun t.d. heimilisúrgangs „á markaði“ eins og það heitir. Hver sem hafði áhuga gat þá keppt við aðra um að fá að taka úrgang og nýta sér til hagsbóta. Það leiddi til ringulreiðar og verri þjónustu fyrir íbúa og var því breytt og sveitarfélögum veitt forræði yfir skipulagi á meðhöndlun úrgangs. Forræði þýðir ekki sjálfkrafa að sveitarfélag geri þetta sjálft. Í höfuðborg Írlands, Dublin, var sorphirðuþjónustan boðin út, en í Reykjavík ákvað borgin fyrir löngu að veita hana og gerir það enn. Í þessu ljósi er það undarlegt svo ekki sé meira sagt, að samkeppnisyfirvöld og nú dómstóll hér á landi hafi séð samkeppni þar sem hún er ekki fyrirhuguð og hafi úrskurðað að hefta eigi eðlilegar og hagkvæmar vinnuaðferðir. Eigum við, íbúar sveitarfélaga á þjónustusvæði Sorpu, að borga fyrir misskilning þessara aðila, ekki bara með dýrari þjónustu heldur með sektargjöldum í ofanálag? Ég vona að þessi skilningur á samkeppni og markaðshugsun breiðist ekki út á kostnað hagkvæmni. Það verður að leiðrétta þennan misskilning sem allra fyrst.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar