Stór skref með þróunarsjóði innflytjendamála Sigurjón Kjærnested skrifar 6. febrúar 2015 00:01 Á síðustu árum hafa mörg frambærileg og mikilvæg verkefni hlotið styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála, t.d. rannsóknir á stöðu húsnæðismála innflytjenda í Reykjavík, móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda, rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði og hönnun námskeiðs fyrir samfélagstúlka. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum, en sjóðurinn hefur frá árinu 2007 unnið að þeim markmiðum að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur, óháð þjóðerni og uppruna, og að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og samfélagsins alls, okkur öllum til hagsbóta.Áhersla á þróunarverkefniÁherslur þróunarsjóðsins í ár eru í samræmi við markmið og áherslur þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019, sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leggja fram á Alþingi á komandi vikum, en innflytjendaráð hefur, ásamt starfsfólki ráðuneyta og stofnana, unnið að henni í umboði og eftir fyrirmælum ráðherra. Í fyrsta lagi verður lögð áhersla á „þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra“. Ein jákvæðasta þróun undanfarinna ára í málaflokknum er sú mikla gróska sem verið hefur hjá félags- og hagsmunasamtökum innflytjenda, en slík samtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er það eindreginn vilji okkar að styðja þau áfram á næstu árum. Í öðru lagi er áhersla lögð á „þróunarverkefni sem styrkja nærþjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar og í samfélaginu almennt“. Það er metnaðarmál fyrir okkur að vinna að bættri þjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar, og höfum við fundið sterkt fyrir því sama hjá fagfólki sem vinnur á sviði innflytjendamála. Í þriðja lagi er áhersla sjóðsins á „þróunarverkefni og rannsóknir sem beinast að auknum tækifærum innflytjenda til endurmenntunar og starfstengds náms og stuðla almennt að bættri stöðu þeirra á vinnumarkaði“. Við teljum mikilvægt að sérstaklega sé hugað að þörfum innflytjenda við skipulag náms á öllum stigum, til að tryggja að þeir njóti í raun jafnra tækifæra og aðrir. Að sama skapi er mikilvægt að vinna að því að auðvelda innflytjendum að nýta menntun sína og hæfileika á vinnumarkaði, en það er alltof algengt að aðgangshindranir hérlendis komi í veg fyrir að svo sé. Síðasta áhersla sjóðsins í ár er „þróunarverkefni sem sýna hvernig fjölmenning eykur félagsauð og styrkir innviði samfélagsins“. Undanfarna mánuði og ár hefur því miður borið of mikið á neikvæðri umræðu í samfélaginu, sem á engan rétt á sér og endurspeglar ekki hversu jákvæð fjölmenning er fyrir íslensk samfélag og allt það jákvæða sem innflytjendur koma með til íslensks samfélags. Þegar fólk af ólíkum uppruna og bakgrunni tekst í sameiningu á við erfiðustu verkefni samtímans, náum við fram betra og réttlátara samfélagi. Þessa meginreglu hefur innflytjendaráð haft að leiðarljósi í störfum sínum við þróunarsjóð og framkvæmdaáætlun – og á því verður engin breyting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa mörg frambærileg og mikilvæg verkefni hlotið styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála, t.d. rannsóknir á stöðu húsnæðismála innflytjenda í Reykjavík, móðurmálskennsla fyrir börn innflytjenda, rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði og hönnun námskeiðs fyrir samfélagstúlka. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum, en sjóðurinn hefur frá árinu 2007 unnið að þeim markmiðum að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur, óháð þjóðerni og uppruna, og að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og samfélagsins alls, okkur öllum til hagsbóta.Áhersla á þróunarverkefniÁherslur þróunarsjóðsins í ár eru í samræmi við markmið og áherslur þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2015-2019, sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leggja fram á Alþingi á komandi vikum, en innflytjendaráð hefur, ásamt starfsfólki ráðuneyta og stofnana, unnið að henni í umboði og eftir fyrirmælum ráðherra. Í fyrsta lagi verður lögð áhersla á „þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra“. Ein jákvæðasta þróun undanfarinna ára í málaflokknum er sú mikla gróska sem verið hefur hjá félags- og hagsmunasamtökum innflytjenda, en slík samtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er það eindreginn vilji okkar að styðja þau áfram á næstu árum. Í öðru lagi er áhersla lögð á „þróunarverkefni sem styrkja nærþjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar og í samfélaginu almennt“. Það er metnaðarmál fyrir okkur að vinna að bættri þjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar, og höfum við fundið sterkt fyrir því sama hjá fagfólki sem vinnur á sviði innflytjendamála. Í þriðja lagi er áhersla sjóðsins á „þróunarverkefni og rannsóknir sem beinast að auknum tækifærum innflytjenda til endurmenntunar og starfstengds náms og stuðla almennt að bættri stöðu þeirra á vinnumarkaði“. Við teljum mikilvægt að sérstaklega sé hugað að þörfum innflytjenda við skipulag náms á öllum stigum, til að tryggja að þeir njóti í raun jafnra tækifæra og aðrir. Að sama skapi er mikilvægt að vinna að því að auðvelda innflytjendum að nýta menntun sína og hæfileika á vinnumarkaði, en það er alltof algengt að aðgangshindranir hérlendis komi í veg fyrir að svo sé. Síðasta áhersla sjóðsins í ár er „þróunarverkefni sem sýna hvernig fjölmenning eykur félagsauð og styrkir innviði samfélagsins“. Undanfarna mánuði og ár hefur því miður borið of mikið á neikvæðri umræðu í samfélaginu, sem á engan rétt á sér og endurspeglar ekki hversu jákvæð fjölmenning er fyrir íslensk samfélag og allt það jákvæða sem innflytjendur koma með til íslensks samfélags. Þegar fólk af ólíkum uppruna og bakgrunni tekst í sameiningu á við erfiðustu verkefni samtímans, náum við fram betra og réttlátara samfélagi. Þessa meginreglu hefur innflytjendaráð haft að leiðarljósi í störfum sínum við þróunarsjóð og framkvæmdaáætlun – og á því verður engin breyting.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar