Máttur kvenna til Tansaníu Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 07:00 Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja og stofnana á ekki aðeins að ná til þeirra sem hér búa hverju sinni heldur ber okkur sem einni ríkustu þjóð veraldar einnig að stuðla að framþróun annars staðar – sér í lagi þar sem neyðin er sárust. Samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam á eitt prósent jarðarbúa nálega helming auðs veraldar og tuttugasti hluti á 95 prósent eignanna. Því miður er fátækt enn útbreidd eins og raunin er víða í Afríku. En rannsóknir sýna að í baráttunni gegn fátækt bítur menntunin best – með menntun fær fólk tæki til að berjast úr örbirgð til bjargálna. Í viðleitni til að leggja þeirri grundvallarbaráttu lið ræðst Háskólinn á Bifröst nú í það verkefni að flytja námskeiðið „Máttur kvenna“ út til Tansaníu og veita efnalitlum konum í þorpinu Bashay í Norður-Tansaníu ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma auga á viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu og færni til að koma þeim í framkvæmd. Rannsóknir sýna ótvírætt að besta leiðin til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýtur góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir hag heimilisins, veitir aðgang að heilbrigðisþjónustu og umfram allt stuðlar að menntun barna sem er lykillinn að árangri til framtíðar.Styrkjum konurnar á heimavelli Nálega þúsund íslenskar konur hafa farið í gegnum námskeiðið Máttur kvenna sem Háskólinn á Bifröst hefur haldið úti í áratug en því er ætlað að skóla konur til aukinnar þátttöku í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Samkvæmt endurmati íslensku kvennanna styrkti námskeiðið þær verulega sem einstaklinga, starfsmenn, frumkvöðla og atvinnurekendur. Hlutverk Háskólans á Bifröst er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og endurspeglast sú áhersla í Mætti kvenna. Og nú þegar áratugar reynsla er komin á þessa aðferð viljum við veita fleirum álíka tækifæri og prófa verkefnið í Afríku, þótt aðstæður séu vissulega öðruvísi og kennsluna þurfi að laga að háttum heimamanna. Valið á Bashay í Tansaníu kemur til vegna tengsla minna við þorpið. Þar hef ég búið og rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu (Tanzanice Farm) sem hefur skapað fjölda starfa fyrir heimamenn. Þau tengsl sem þar hafa skapast nýtast við að ná sem bestum árangri við yfirfærslu verkefnisins. Til að undirbúa fyrsta námskeiðið í Tansaníu núna í apríl kemur ung kona, Resty, frá Tansaníu til Íslands og dvelur hér í 7 vikur. Hún mun fá handleiðslu hjá kennurum Háskólans á Bifröst sem munu kynna fyrir henni verkefnið og aðferðafræði þess. Resty mun í framhaldinu aðstoða kennarana sem fara til Tansaníu við að miðla námsefninu til kvennanna og taka þátt í handleiðslu verklegrar þjálfunar. Þetta skemmtilega verkefni felur í sér samstarf ólíkra heima, frumkvæði og gagnkvæma virðingu þar sem þátttakendur munu læra hver af öðrum. Til verkefnisins í Bashay leggur Háskólinn á Bifröst fram kennara og umsýslu heima fyrir. En við getum þetta ekki ein. Og leitum því til Íslendinga. Mikilægt er að fá fyrirtæki og einstaklinga til liðs við okkur og styrkja verkefnið. Tanzanice Farm, Íslandsbanki og Bernhard Laxdal hafa þegar boðið fram stuðning og við eigum í viðræðum við fleiri góð fyrirtæki. En við vonum að fleiri fyrirtæki og einstaklingar vilji leggja málinu lið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja og stofnana á ekki aðeins að ná til þeirra sem hér búa hverju sinni heldur ber okkur sem einni ríkustu þjóð veraldar einnig að stuðla að framþróun annars staðar – sér í lagi þar sem neyðin er sárust. Samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam á eitt prósent jarðarbúa nálega helming auðs veraldar og tuttugasti hluti á 95 prósent eignanna. Því miður er fátækt enn útbreidd eins og raunin er víða í Afríku. En rannsóknir sýna að í baráttunni gegn fátækt bítur menntunin best – með menntun fær fólk tæki til að berjast úr örbirgð til bjargálna. Í viðleitni til að leggja þeirri grundvallarbaráttu lið ræðst Háskólinn á Bifröst nú í það verkefni að flytja námskeiðið „Máttur kvenna“ út til Tansaníu og veita efnalitlum konum í þorpinu Bashay í Norður-Tansaníu ókeypis menntun. Markmiðið er að búa þær tækjum til að koma auga á viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu og færni til að koma þeim í framkvæmd. Rannsóknir sýna ótvírætt að besta leiðin til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýtur góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir hag heimilisins, veitir aðgang að heilbrigðisþjónustu og umfram allt stuðlar að menntun barna sem er lykillinn að árangri til framtíðar.Styrkjum konurnar á heimavelli Nálega þúsund íslenskar konur hafa farið í gegnum námskeiðið Máttur kvenna sem Háskólinn á Bifröst hefur haldið úti í áratug en því er ætlað að skóla konur til aukinnar þátttöku í nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Samkvæmt endurmati íslensku kvennanna styrkti námskeiðið þær verulega sem einstaklinga, starfsmenn, frumkvöðla og atvinnurekendur. Hlutverk Háskólans á Bifröst er að mennta samfélagslega ábyrga leiðtoga og endurspeglast sú áhersla í Mætti kvenna. Og nú þegar áratugar reynsla er komin á þessa aðferð viljum við veita fleirum álíka tækifæri og prófa verkefnið í Afríku, þótt aðstæður séu vissulega öðruvísi og kennsluna þurfi að laga að háttum heimamanna. Valið á Bashay í Tansaníu kemur til vegna tengsla minna við þorpið. Þar hef ég búið og rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu (Tanzanice Farm) sem hefur skapað fjölda starfa fyrir heimamenn. Þau tengsl sem þar hafa skapast nýtast við að ná sem bestum árangri við yfirfærslu verkefnisins. Til að undirbúa fyrsta námskeiðið í Tansaníu núna í apríl kemur ung kona, Resty, frá Tansaníu til Íslands og dvelur hér í 7 vikur. Hún mun fá handleiðslu hjá kennurum Háskólans á Bifröst sem munu kynna fyrir henni verkefnið og aðferðafræði þess. Resty mun í framhaldinu aðstoða kennarana sem fara til Tansaníu við að miðla námsefninu til kvennanna og taka þátt í handleiðslu verklegrar þjálfunar. Þetta skemmtilega verkefni felur í sér samstarf ólíkra heima, frumkvæði og gagnkvæma virðingu þar sem þátttakendur munu læra hver af öðrum. Til verkefnisins í Bashay leggur Háskólinn á Bifröst fram kennara og umsýslu heima fyrir. En við getum þetta ekki ein. Og leitum því til Íslendinga. Mikilægt er að fá fyrirtæki og einstaklinga til liðs við okkur og styrkja verkefnið. Tanzanice Farm, Íslandsbanki og Bernhard Laxdal hafa þegar boðið fram stuðning og við eigum í viðræðum við fleiri góð fyrirtæki. En við vonum að fleiri fyrirtæki og einstaklingar vilji leggja málinu lið.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar