Óttast um öryggi barnanna sinna Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 07:00 Feriane segist hafa flúið til að tryggja öryggi barna sinna. Hér er hún ásamt vini sínum, Adam, sem er einnig hælisleitandi og sá um að túlka fyrir hana, yngsta barni sínu, sem fæddist hér á landi í ágúst 2013, og lögmanni sínum, Leifi Runólfssyni. Fréttablaðið/Valli „Þessi bið er svo erfið. Að vita ekki hvað verður. Hvort við fáum að vera hér eins og okkur langar. Hvort börnin mín eigi örugga framtíð,“ segir hælisleitandinn Feriane Amrouni. Hún sótti um hæli hér á landi 5. febrúar 2013. Hún kom til landsins frá heimalandi sínu, Alsír, með millilendingu í Frakklandi. Með henni í för voru tvö börn hennar, fædd 2008 og 2012, en auk þess var hún komin um þrjá mánuði á leið með þriðja barn sitt. Í Frakklandi fékk hún Schengen C-áritun inn á Schengen-svæðið sem var útgefin af frönskum yfirvöldum. Síðan þá hefur hún beðið svara um það hvort hún fái hæli hérlendis. Í júní 2013 tók Útlendingastofnun þá ákvörðun að hún skyldi send til Frakklands aftur ásamt börnum sínum. Sú ákvörðun var kærð samdægurs til innanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa ekki borist nein svör fyrir utan að innanríkisráðuneytið sendi henni bréf 15. janúar síðastliðinn þar sem kom fram að kærunefnd útlendingamála sem tók við málaflokknum í janúar væri með málið til meðferðar. Hún hefur því beðið í tvö ár í óvissu um það hvort hún megi setjast að hér á landi með börn sín þrjú. Á þeim tíma hafa þau búið í Keflavík. Eldri börnin eru í skóla og leikskóla og eru farin að tala íslensku.Tvö ár í bið Feriane hefur beðið í tvö ár eftir svörum frá stjórnvöldum um hvort hún og börnin hennar fái að búa hér á landi. Fréttablaðið/Valli „Ég er hrædd um að verða send úr landi. Mig langar ekki að búa í Frakklandi, aðstæður hælisleitenda þar eru ekki góðar. Þeir búa margir á götunni þar og ég þarf að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir Feriane þar sem hún er stödd á skrifstofu lögfræðings síns, Leifs Runólfssonar. Með henni í för er yngsta dóttir hennar og annar hælisleitandi, Adam Pasha, sem túlkar fyrir hana þar sem hún talar ekki nógu góða ensku né íslensku. Feriane segist hafa búið við ofríki eiginmanns síns í Alsír. Hann hafi verið öfgatrúarmaður og viljað að hún klæddist búrku og héldi sig inni á heimilinu. Áður en hún eignaðist börn starfaði hún sem blaðamaður og langaði að fara að vinna aftur úti en maðurinn hennar hafi ekki viljað það. „Við bjuggum við slæmar aðstæður. Ég átti bara að vera heima og mátti ekki fara út án samþykkis hans. Ég hefði ekki getað beðið um skilnað því að í Alsír þá fær maðurinn börnin við skilnaðinn. Þá hefði ég bara endað á götunni og ekki fengið að vera með börnunum mínum. Ástandið þarna er slæmt og mig langaði að búa á öruggum stað með börnin mín. Maðurinn minn vildi ekki fara til Íslands en ég seldi allt sem ég átti til þess að koma hingað.“ Hún flaug með eldri börnin tvö til Frakklands og þaðan til Íslands. Hún sótti strax um hæli hérlendis en nokkrum mánuðum síðar kom úrskurður um að senda ætti umsóknir hennar um hæli til Frakklands. Síðan þá hefur ekkert gerst í hennar málum. „Okkur líður vel á Íslandi. Elsta barnið er í skóla og miðbarnið í leikskóla. Þau tala íslensku og hér langar okkur að vera. Við erum búin að kynnast góðu fólki. Mig langar að fara að vinna, það er meira að segja tvisvar búið að bjóða mér vinnu en ég hef ekki getað tekið henni því ég má ekki vinna meðan staðan er svona,“ segir hún. „Mig dreymir um að fara í háskólanám hér og læra sálfræði. Fá að búa börnunum mínum örugga framtíð hér.“ Eiginmaður Feriane kom hingað til lands í fyrra til þess að reyna að fá hana aftur með sér út. Hann var hér á landi í tvo mánuði og fór þá aftur til Alsírs. „Ég vil ekki fara til baka. Ég get átt á hættu að verða sett í fangelsi og að börnin verði tekin af mér. Ég get ekki hugsað það til enda. Ég bið um miskunn stjórnvalda um að við fáum einhver svör og fáum að vera hér,“ segir hún alvarleg. Feriane er með gilda pappíra og vegabréf en vegna þess að hún kom fyrst til Frakklands eiga yfirvöld þar að fjalla um mál hennar. „Það eru samt undanþágur í Dyflinnarsamningnum sem segja til dæmis að það megi ekki senda fólk þangað sem það er ekki öruggt. Hún er með þrjú börn og eitt fætt hér. Hún óttast það að fara til Frakklands og vill ekki búa þar,“ segir Leifur Runólfsson lögfræðingur hennar. Aðspurður hvers vegna hann haldi að mál hennar hafi tafist svo lengi segir hann það vera sinnuleysi stjórnvalda gagnvart þessum málaflokki. „Innanríkisráðuneytið hefur verið afskaplega hægfara í þessum málum. Það er ekkert sem bendir til annars en að hún sé að segja sannleikann og hafi alltaf gert það,“ segir Leifur og bendir á að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni eigi hún að fara þangað sem hún fékk áritun. Það séu hins vegar undantekningarákvæði í reglugerðinni þar sem meðal annars kemur fram að ekki megi senda fólk þangað sem það sé ekki öruggt og tryggja þurfi öryggi barna. Leifur fer með mál fleiri hælisleitenda og hafa sumir þeirra beðið eftir svörum álíka lengi og Feriane, einn í þrjú ár. Tengdar fréttir Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir 3. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Þessi bið er svo erfið. Að vita ekki hvað verður. Hvort við fáum að vera hér eins og okkur langar. Hvort börnin mín eigi örugga framtíð,“ segir hælisleitandinn Feriane Amrouni. Hún sótti um hæli hér á landi 5. febrúar 2013. Hún kom til landsins frá heimalandi sínu, Alsír, með millilendingu í Frakklandi. Með henni í för voru tvö börn hennar, fædd 2008 og 2012, en auk þess var hún komin um þrjá mánuði á leið með þriðja barn sitt. Í Frakklandi fékk hún Schengen C-áritun inn á Schengen-svæðið sem var útgefin af frönskum yfirvöldum. Síðan þá hefur hún beðið svara um það hvort hún fái hæli hérlendis. Í júní 2013 tók Útlendingastofnun þá ákvörðun að hún skyldi send til Frakklands aftur ásamt börnum sínum. Sú ákvörðun var kærð samdægurs til innanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa ekki borist nein svör fyrir utan að innanríkisráðuneytið sendi henni bréf 15. janúar síðastliðinn þar sem kom fram að kærunefnd útlendingamála sem tók við málaflokknum í janúar væri með málið til meðferðar. Hún hefur því beðið í tvö ár í óvissu um það hvort hún megi setjast að hér á landi með börn sín þrjú. Á þeim tíma hafa þau búið í Keflavík. Eldri börnin eru í skóla og leikskóla og eru farin að tala íslensku.Tvö ár í bið Feriane hefur beðið í tvö ár eftir svörum frá stjórnvöldum um hvort hún og börnin hennar fái að búa hér á landi. Fréttablaðið/Valli „Ég er hrædd um að verða send úr landi. Mig langar ekki að búa í Frakklandi, aðstæður hælisleitenda þar eru ekki góðar. Þeir búa margir á götunni þar og ég þarf að tryggja öryggi barnanna minna,“ segir Feriane þar sem hún er stödd á skrifstofu lögfræðings síns, Leifs Runólfssonar. Með henni í för er yngsta dóttir hennar og annar hælisleitandi, Adam Pasha, sem túlkar fyrir hana þar sem hún talar ekki nógu góða ensku né íslensku. Feriane segist hafa búið við ofríki eiginmanns síns í Alsír. Hann hafi verið öfgatrúarmaður og viljað að hún klæddist búrku og héldi sig inni á heimilinu. Áður en hún eignaðist börn starfaði hún sem blaðamaður og langaði að fara að vinna aftur úti en maðurinn hennar hafi ekki viljað það. „Við bjuggum við slæmar aðstæður. Ég átti bara að vera heima og mátti ekki fara út án samþykkis hans. Ég hefði ekki getað beðið um skilnað því að í Alsír þá fær maðurinn börnin við skilnaðinn. Þá hefði ég bara endað á götunni og ekki fengið að vera með börnunum mínum. Ástandið þarna er slæmt og mig langaði að búa á öruggum stað með börnin mín. Maðurinn minn vildi ekki fara til Íslands en ég seldi allt sem ég átti til þess að koma hingað.“ Hún flaug með eldri börnin tvö til Frakklands og þaðan til Íslands. Hún sótti strax um hæli hérlendis en nokkrum mánuðum síðar kom úrskurður um að senda ætti umsóknir hennar um hæli til Frakklands. Síðan þá hefur ekkert gerst í hennar málum. „Okkur líður vel á Íslandi. Elsta barnið er í skóla og miðbarnið í leikskóla. Þau tala íslensku og hér langar okkur að vera. Við erum búin að kynnast góðu fólki. Mig langar að fara að vinna, það er meira að segja tvisvar búið að bjóða mér vinnu en ég hef ekki getað tekið henni því ég má ekki vinna meðan staðan er svona,“ segir hún. „Mig dreymir um að fara í háskólanám hér og læra sálfræði. Fá að búa börnunum mínum örugga framtíð hér.“ Eiginmaður Feriane kom hingað til lands í fyrra til þess að reyna að fá hana aftur með sér út. Hann var hér á landi í tvo mánuði og fór þá aftur til Alsírs. „Ég vil ekki fara til baka. Ég get átt á hættu að verða sett í fangelsi og að börnin verði tekin af mér. Ég get ekki hugsað það til enda. Ég bið um miskunn stjórnvalda um að við fáum einhver svör og fáum að vera hér,“ segir hún alvarleg. Feriane er með gilda pappíra og vegabréf en vegna þess að hún kom fyrst til Frakklands eiga yfirvöld þar að fjalla um mál hennar. „Það eru samt undanþágur í Dyflinnarsamningnum sem segja til dæmis að það megi ekki senda fólk þangað sem það er ekki öruggt. Hún er með þrjú börn og eitt fætt hér. Hún óttast það að fara til Frakklands og vill ekki búa þar,“ segir Leifur Runólfsson lögfræðingur hennar. Aðspurður hvers vegna hann haldi að mál hennar hafi tafist svo lengi segir hann það vera sinnuleysi stjórnvalda gagnvart þessum málaflokki. „Innanríkisráðuneytið hefur verið afskaplega hægfara í þessum málum. Það er ekkert sem bendir til annars en að hún sé að segja sannleikann og hafi alltaf gert það,“ segir Leifur og bendir á að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni eigi hún að fara þangað sem hún fékk áritun. Það séu hins vegar undantekningarákvæði í reglugerðinni þar sem meðal annars kemur fram að ekki megi senda fólk þangað sem það sé ekki öruggt og tryggja þurfi öryggi barna. Leifur fer með mál fleiri hælisleitenda og hafa sumir þeirra beðið eftir svörum álíka lengi og Feriane, einn í þrjú ár.
Tengdar fréttir Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir 3. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir 3. febrúar 2015 07:00