Er ekki kominn tími til að leggja IHF niður? 6. febrúar 2015 11:00 Pólverjar klappa fyrir serbnesku dómurunum sem hjálpuðu Katar í úrslit á HM. vísir/epa Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Christer Ahl, fyrrum formaður dómaranefndar IHF, vandar sínum gömlu félögum ekki kveðjurnar. „Þetta átti að vera mót þar sem fókusinn væri á bestu mönnunum og skemmtuninni sem svona móti fylgir. En að þessu sinni höfðu IHF og Katarar haft samráð á mörgum sviðum og fókusinn var því á málaliðunum í landsliði Katar. Þeir fengu oftar en ekki forgjöf og ósamræmi í dómgæslu réð á stundum úrslitum í þeirra leikjum,“ skrifar Ahl í pistli sem var birtur á dögunum. Hann gagnrýnir einnig að Katar hafi fengið að halda þetta mót yfir höfuð. Ahl segir reglur IHF líka vafasamar og þessar vafasömu reglur hafi Katar nýtt sér til þess að kaupa nýtt lið. Hann segir dómara frá Katar einnig hafa eyðilagt leiki á mótinu.Dómararnir eyðilögðu mikilvæga leiki „Þeir voru algjörlega vanhæfir og fengu að eyðileggja nokkra mikilvæga leiki. Til að mynda leik Brasilíu og Króatíu. Þar komu dómararnir í veg fyrir að Brasilía kæmist í átta liða úrslit,“ skrifar Ahl og gefur svo í skyn að yfirmaður dómaramála hlyti að hafa fengið skipanir að ofan að setja þessa dómara á leikinn. Eins og Kjartan Steinbach, forveri Ahl í starfi, kom inn á þegar Fréttablaðið ræddi við hann á dögunum, þá var engu líkara en dómararnir hefðu reynt að flauta Katar alla leið í úrslit mótsins. Ahl er á sama máli. „Það var engu líkara en það væri verið að reyna að ryðja veginn fyrir þá. Það var grunsamlegt að allir þeir dómarar sem hafa það orðspor að standa í lappirnar undir pressu fengu ekki að koma nálægt leikjum Katar í útsláttarkeppninni. Ekki eins sterkir dómarar dæmdu þá leiki og hlutlausir sáu að dómararnir höfðu mikið að gera með útkomu leikjanna. Fyrir vikið voru Austurríkismenn, Þjóðverjar og Pólverjar brjálaðir eftir leikina.“Christer Ahl.Er hægt að taka HM í handbolta alvarlega? Ahl talar í pistli sínum einnig um HM 2007 þar sem hann segir IHF hafa „skuldað“ Þjóðverjum gullverðlaun. Hann segir margt hafa verið gert til þess að hjálpa Þjóðverjum að fá gullið. Hann segist einnig hafa fengið hótanir eftir úrslitaleikinn á HM 2009 þar sem Frakkland vann Króatíu. Þá var honum hótað fyrir að setja dómara á leikinn sem væru þekktir fyrir að vera sanngjarnir og hlutlausir á leikinn. Ahl gagnrýnir einnig harkalega nýju línuna sem var sett upp í Katar en þá var leikmönnum kastað af velli fyrir litlar sem engar sakir. Þessar nýju áherslur voru kynntar fyrir liðunum degi fyrir mótið. „Svo virðist sem aðeins lið Katar hafi verið vel undirbúið fyrir þessar nýju áherslur enda var liðið tilbúið fyrir þær. Katar fékk líka fæstar refsingar á mótinu.“ Ahl segir mótið vera skrípaleik. Hvernig ákveðnar þjóðir, eins og Ísland og Þýskaland, fengu sæti, allt í kringum lið Katar og svo dómararnir og dómaraáherslurnar. „Það er ekki hægt annað en að hugsa hvort hægt sé að taka HM í handbolta alvarlega lengur. Kannski er kominn tími til að leggja þetta mót niður og láta sérsamböndin í álfunum sjá um mótin og undankeppni Ólympíuleikanna. Þá má líka hugsa hvort ekki sé kominn tími til að leggja IHF niður.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Kjartan Steinbach: Dómararnir hjálpuðu Katar í úrslit Fyrrverandi formaður dómaranefndar Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, segir að dómgæslan í leikjum Katar á heimsmeistaramótinu hafi verið heimamönnum í hag í útsláttarkeppninni. 3. febrúar 2015 07:30