Drap konur án þess að fatta það Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. október 2015 13:00 Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hver seldi þér kaffið sem þú keyptir á leiðinni í vinnuna í morgun? Var það karl eða kona? Skiptir það máli? Skiptir máli hvort karl eða kona las Sjónvarpsfréttirnar í gær? Skiptir máli hvort það verður karl eða kona sem fær Íslandsbanka á silfurfati einhvern tímann á næstu misserum? Skiptir máli hvort það er karl eða kona sem skrifar þennan pistil? Árið 1935 voru risakörtur fluttar inn til Ástralíu frá Suður-Ameríku. Hundrað og tveimur var sleppt lausum í Queensland. Afleiðingarnar hefði enginn getað séð fyrir. Körtunum var ætlað að stemma stigu við pest, bjöllum sem herjuðu á sykurreyr og eyðilögðu uppskeru. En vistkerfi eru óútreiknanleg. Körturnar höfðu engin áhrif á bjöllurnar. Þær reyndust hins vegar dýra- og plöntulífi Ástralíu plága. Körturnar skipta nú hundruðum milljóna. Þær eru eitraðar og ef rándýr leggur sér þær til munns er því bráður bani búinn. Ein karta getur gert út af við heilan krókódíl. Svo óvænt og flókin var keðjuverkunin sem átti sér stað í vistkerfi Ástralíu með tilkomu risakörtunnar að líffræðingar skilja hana ekki enn til fulls. Fjöldi dýra- og plöntutegunda er í útrýmingarhættu á ákveðnum svæðum vegna hennar. Úps!Stundum virðast hlutir ekki skipta máli – hvaða skaða geta svo sem nokkrar körtur valdið? En friðsæll vængjaþytur fiðrildis á einum stað getur komið af stað stormi á öðrum. Um svipað leyti og risakörturnar tóku að dreifa sér um Ástralíu voru fyrstu bílaárekstraprófin gerð við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum. Í upphafi var aðferðafræðin nokkuð frumstæð, mannslíki var hent niður lyftugöng. En árið 1949 var tilraunabrúða tekin í notkun. Fékk hún nafnið Sam. Þekkt er að langtum fleiri karlmenn en konur starfi í bílaiðnaðinum og almennt sem verkfræðingar. Það ætti svo sem ekki að skipta neinu máli í sjálfu sér. Það reyndist hins vegar gera það. Um síðustu aldamót tóku að renna tvær grímur á menn í bílaiðnaðinum. Einsleitur hópur hvítra karlmanna gerði uppgötvun. Farartæki þeirra voru mun hættulegri konum en körlum. Hvers vegna? Jú, öryggisprófanir höfðu einfaldlega ekki verið gerðar að neinu ráði með brúðum sem endurspegluðu kvenlíkama. Úps. Það var ekki fyrr en árið 2011 sem bandarísk yfirvöld tóku að krefjast þess að ákveðnir öryggisþættir bifreiða yrðu einnig prófaðir með kvenkyns tilraunabrúðum en ekki bara gamla góða Sam. Alveg eins og árið 930Fyrirhuguð skipun dómara í Hæstarétt Íslands hefur verið nokkuð í deiglunni síðustu vikur. Í dómnefnd sem meta átti hæfni umsækjenda sátu einungis karlmenn. Fimm jakkafataklæddir miðaldra karlar töldu jakkafataklæddan miðaldra karl hæfastan í stöðuna. Af tíu dómurum Hæstaréttar er aðeins ein kona. Það eru næstum því sömu kynjahlutföll og í fimmtardómi, hæstarétti þjóðveldisaldar, sem settur var á laggirnar við stofnun Alþingis árið 930. En skiptir það einhverju máli? Svo lengi sem allir dómararnir eru hæfir erum við þá ekki bara góð? Að nánast einungis karlmenn hafi starfað í bílabransanum alla 20. öldina hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli í sjálfu sér. Þeir voru vafalaust flestir hæfir í störfin og unnu verk sín af vandvirkni og heilindum. En þetta er eins og með körturnar. Samfélagslegt vistkerfi mannsins er flókið. Erfitt er að spá um hvaða afleiðingar þáttur eins og einsleitni hefur í för með sér. Í tilfelli öryggisprófana í bílum kostaði einsleitnin fjölda kvenna lífið. Auðvitað á helmingur dómnefndar sem metur hæfni umsækjanda um stöðu hæstaréttardómara að vera konur. Hæstiréttur sjálfur ætti að vera skipaður konum til hálfs. Lögspekingar sem nú kvaka um að kynjaumræðan eigi ekki erindi við Hæstarétt eru samfélaginu jafnmikil plága og körtur eru vistkerfi Ástralíu. Hver skaðinn verður af þessum fornfálegu froskdýrum kann að vera erfitt að spá um. En sjálf vil ég ekki eiga mitt undir réttarkerfi sem lýtur sömu einsleitni og bílaiðnaður sem drap konur alla 20. öldina án þess að fatta það.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun