Sagan af Blackberry stjórnarmaðurinn skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er alltaf áhugasamur um markaðsrisa sem fljóta sofandi að feigðarósi. Kanadíski snjallsímaframleiðandinn Blackberry er eitt allra besta dæmið um þetta á síðari árum. Blackberry er í dag með um 0.4% markaðshludeild á heimsvísu á snjallsímamarkaði, en var með um 21% og langstærstir á markaðnum þegar best lét í ársbyrjun 2009. Tekjur félagsins hafa sömuleiðis fallið og verða á þessu ári líklega innan við sjötti hlutinn af því sem þær voru árið 2011 þegar félagið velti 19 milljörðum bandaríkjadala. Starfsmönnum hefur sömuleiðis fækkað, þeir eru í dag rétt ríflega 6 þúsund en voru um 20 þúsund þegar best lét. Sama gildir svo að sjálfsögðu um hlutabréf í félaginu, en markaðsvirði þess í dag er um 4 milljarðar dala sem er innan við 5% af því sem það var þegar frægðarsólin reis sem hæst. Blackberry símar eru enn til og eru vafalaust ágætir til síns brúks. Það eru þó ekki nema örfá ár síðan enginn þótti maður með mönnum eða kona meðal kvenna nema að hafa Blackberry síma í höndunum. Þeir voru traustir og urðu sjaldan fyrir hnjaski, líftími rafhlöðunnar var langur, lyklaborðið þótti þægilegt fyrir vinnandi fólk og síðast en ekki síst var hann öruggur með eindæmum enda hugbúnaðurinn sagður hafa verið hannaður fyrir kanadíska herinn. Því er kannski ekki nema vona að forsvarsmenn Blackberry hafi sofið rólegir þegar tilkynnt var að Apple hyggðist hefja innreið á farsímamarkaðinn. Raunar segir sagan að eftir að iPhone-inn var kynntur til sögunnar hafi Blackberry mönnum raunar orðið nokkur létt: hver myndi annars nenna að bagsa við snertilyklaborð? iPhone-inn fraus líka í tíma og ótíma, batterílífið var afleitt og atvinnurekendur höfðu áhyggjur af því að viðkvæmar upplýsingar gætu auðveldlega lekið út af símanum. Allir þekkja svo framhald sögunnar. Apple og tæki sem nota Android stýrikerfið eru í dag nánast einráð á snjallsímamarkaði. Blackberry berst á meðan fyrir tilveru sinni. Sennilega verða rústirnar keyptar af stærri keppinauti. Sagan af Blackberry er ágætis dæmisaga fyrir stjórnendur stórra fyrirtækja. Fólk þarf að vera á tánum ef ekki á illa að fara. Þeir taka það til sín sem eiga.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Tækni Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent