Leitum sameiginlegra lausna Kolbeinn Árnason skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun