Ný náttúruverndarlög í víðtækri samvinnu Sigrún Magnúsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Það eru mikil tímamót að tekist hefur að leiða til lykta vinnu við endurskoðun náttúruverndarlaga og munu nýju lögin taka gildi á morgun, 15. nóvember. Það er jafnframt afar ánægjulegt að þverpólitísk samstaða náðist milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi við að ljúka þessu máli í sátt eftir áralangar umræður og deilur. Þau lög sem nú hafa verið samþykkt eru afrakstur mikillar vinnu sem staðið hefur lengi við að endurskoða núgildandi lög frá 1999. Hef ég lagt mikla áherslu á framgang þessa máls frá því ég tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra og átti ráðuneytið ítarlegt samráð við fjölmarga hagsmunaaðila, stofnanir ráðuneytisins og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem að þessu hafa komið og lagt hafa hönd á plóg við endurskoðun laganna. Vinnan við endurskoðun laganna hafði það skýra markmið að efla náttúruvernd í landinu og framkvæmd hennar, skýra betur leikreglur um hvers konar framkvæmdir og nýtingu sem áhrif hafa á náttúruna og ná um þær víðtækri samstöðu. Með samþykkt frumvarpsins og gildistöku nýrra náttúruverndarlaga er því tekið veigamikið skref til að styrkja vernd og bæta umgengni um náttúru landsins og útfæra þær reglur sem lúta að nýtingu hennar til framtíðar.Stýring ferðaþjónustunnar Í framhaldinu verður frekari vinna tengd nýju lögunum sett af stað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við önnur hlutaðeigandi ráðuneyti vegna bráðabirgðaákvæðis sem varðar einn mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Þar segir til um að vinna skuli frekar að ákvæðum er taki á stýringu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af reglum almannaréttar á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér. Við búum vel að því að eiga sérstæða og mikilfenglega náttúru, sem er samofin sögu okkar og menningu. Hún er jafnframt gjöful og er vaxandi ásókn í að njóta og nýta hvers konar gæði hennar. Með sanni má segja að íslensk náttúra og gæði hennar séu undirstaða velferðar í landinu, ekki síst núna með sívaxandi ferðamannastraumi. Með nýjum náttúruverndarlögum verða fjöldamargar umbætur til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru mikil tímamót að tekist hefur að leiða til lykta vinnu við endurskoðun náttúruverndarlaga og munu nýju lögin taka gildi á morgun, 15. nóvember. Það er jafnframt afar ánægjulegt að þverpólitísk samstaða náðist milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi við að ljúka þessu máli í sátt eftir áralangar umræður og deilur. Þau lög sem nú hafa verið samþykkt eru afrakstur mikillar vinnu sem staðið hefur lengi við að endurskoða núgildandi lög frá 1999. Hef ég lagt mikla áherslu á framgang þessa máls frá því ég tók við starfi umhverfis- og auðlindaráðherra og átti ráðuneytið ítarlegt samráð við fjölmarga hagsmunaaðila, stofnanir ráðuneytisins og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem að þessu hafa komið og lagt hafa hönd á plóg við endurskoðun laganna. Vinnan við endurskoðun laganna hafði það skýra markmið að efla náttúruvernd í landinu og framkvæmd hennar, skýra betur leikreglur um hvers konar framkvæmdir og nýtingu sem áhrif hafa á náttúruna og ná um þær víðtækri samstöðu. Með samþykkt frumvarpsins og gildistöku nýrra náttúruverndarlaga er því tekið veigamikið skref til að styrkja vernd og bæta umgengni um náttúru landsins og útfæra þær reglur sem lúta að nýtingu hennar til framtíðar.Stýring ferðaþjónustunnar Í framhaldinu verður frekari vinna tengd nýju lögunum sett af stað í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í samstarfi við önnur hlutaðeigandi ráðuneyti vegna bráðabirgðaákvæðis sem varðar einn mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. Þar segir til um að vinna skuli frekar að ákvæðum er taki á stýringu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af reglum almannaréttar á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér. Við búum vel að því að eiga sérstæða og mikilfenglega náttúru, sem er samofin sögu okkar og menningu. Hún er jafnframt gjöful og er vaxandi ásókn í að njóta og nýta hvers konar gæði hennar. Með sanni má segja að íslensk náttúra og gæði hennar séu undirstaða velferðar í landinu, ekki síst núna með sívaxandi ferðamannastraumi. Með nýjum náttúruverndarlögum verða fjöldamargar umbætur til að tryggja verndun og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða til framtíðar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar