Skiptinemi á vegum Rótarý Sindri Engilbertsson skrifar 28. febrúar 2015 07:00 Fyrir tæpum fjórum árum stóð ég við kveðjuhliðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með fjölskyldunni. Mamma og systur mínar grátandi, pabbi hálfvandræðalegur, og ég, á hinu stórkostlega 15. aldursári, mjög vandræðalegur. Þetta var daginn sem Eyrún systir mín lagði upp í skiptinám sitt í Mexíkó. Ég var ekki sorgmæddur, ég var eiginlega frekar ánægður með alla athyglina sem ég vænti að njóta næsta árið! Næsta árið fékk ég sterka tilfinningu fyrir skiptinámi erlendis í gegnum systur mína og allt það sem hún sagði mér. Í gegnum upplifanir hennar komst ég í tæri við þá lífsreynslu sem skiptinám er. Árið leið og systir mín sneri aftur, kannski ekki sem stórbreytt manneskja, en greinilega reynslunni ríkari. Hugmynd kviknaði hjá mér: Gæti ég? Ætti ég? Fyrir rúmu ári stóð ég við kveðjuhliðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með fjölskyldunni. Mamma grét, systur mínar og pabbi voru hálfvandræðaleg, og ég, á hinu heldur skárra 18. aldursári, var syfjaður. Þennan dag hófst mitt árslanga skiptinám í Sviss. Ég var ekki sorgmæddur, en heldur ekki beint spenntur. Eftir heilt ár af vinnu, undirbúningi, stressi og veseni þá var erfitt að trúa því að þetta væri í raun að gerast. Ég komst heill á húfi í gegnum flugvöllinn, upp í vél, upp í loftið og svo var ég kominn til Zürich. Ég stóð við færibandið, þegar ég tók eftir litlum strák sem starði á mig gegnum glugga. Ég veifaði, hann hljóp í burtu. Fimm mínútum seinna voru þau fimm í þessum litla glugga. Ég hugsaði með mér að annaðhvort hefðu þau aldrei séð Íslending áður, eða þetta væri nýja fjölskyldan mín. Á endanum komst ég til þeirra, við kynntum okkur og án þess að vita alveg hvernig við áttum að láta byrjuðum við á byrjuninni, vandræðalegu spjalli. Ég hafði ekki lært þýsku í MR en þeir tveir mánuðir sem ég hafði lært þýsku á internetinu skiluðu sér vel: Guten Tag. Ich heisse Sindri. Mir geht es gut. Das Pferd ist gross“. Næstu þrjár vikur voru undirbúningstímabil nýrra skiptinema. Á daginn fór ég í tungumálaskóla Rótarý með öðrum skiptinemum hvaðanæva að úr heiminum, en á kvöldin var ég heima með fjölskyldunni. Þau töluðu nær enga ensku svo það var þýska eða þögn. Þetta var í ágúst, það var sól alla daga og hitinn fór ekki undir 20°. Ég eignaðist vini frá öllum heimsálfum og þýskan varð fljótt betri. Um helgar ferðuðumst við skiptinemarnir um landið (í Sviss fá skiptinemar á vegum Rótarý kort að öllum almenningssamgöngum sem þýddi að við gátum farið hvert sem var, hvenær sem var). Þessar þrjár vikur liðu hratt og þá tók við næsti hluti: Skólinn. Ég var í menntaskóla í hjarta Zürich. Viðskiptaskólanum Kantonsschule Enge. Nýtt tímabil hófst. Skyndilega var eingöngu töluð þýska, allan daginn, og það svissneska mállýskan af þýsku, sem er í raun annað tungumál. Svo enn var ég stöðugt að læra. Nýir skiptinemar komu og gamlir fóru, aftur heim, langt í burtu. Ég kynntist fyrstu fjölskyldunni sífellt betur á þeim fjórum mánuðum sem ég bjó þar. Þá hófst nýtt tímabil, með nýrri fjölskyldu á nýjum stað (í skiptinámsprógrammi Rótarý á maður að búa hjá þremur fjölskyldum yfir árið). Ég átti að mæta mánaðarlega á fund hjá mínum Rótarýklúbbi, og tvisvar var ég fenginn til að flytja hálftíma erindi um mig og um Ísland, á þýsku að sjálfsögðu. Jólin komu og fóru, ég fann fyrir heimþrá í fyrsta sinn, og ég var stöðugt að upplifa eitthvað nýtt og kynnast fleira fólki. Skiptinám er heilt ár án rútínu. Hjá mér (og líklega flestum öðrum) skiptist það í tvo hluta: „Ég er nýkominn og allt er nýtt og spennandi“ og svo yfir nótt breyttist það í: „Shit, þetta er alveg að verða búið – égverðaðgeraalltsjáalltlæraalltnúnastrax!“ Tíminn leið hratt og því lengra sem leið á dvölina, því hraðar leið hann. Áður en ég tók skrefið sjálfur hafði ég heyrt margt um skiptinám. Samt vissi ég ekki við hverju ég ætti að búast. Upphaflega langaði mig mest til Spánar eða Suður-Ameríku. Mig langaði að læra spænsku og vera í sól og hita. Ég endaði á að „vera sendur“ til þýska hluta Sviss, lands þar sem ekki er einu sinni töluð venjuleg þýska. Ég fékk bakþanka. Ég hugsaði með mér að þetta yrði ekki sú reynsla sem ég sóttist eftir. Svo kom ég út og þetta gleymdist fljótt. Það skiptir minna máli hvert maður fer en ég hélt í fyrstu. Svo lengi sem maður reynir að njóta tímans með opnum huga ætti reynslan að verða ógleymanleg. Stundum er þetta skrítið. Maður fylgist með því sem er að gerast á Íslandi og finnst skrítið að vera ekki þátttakandi í því. Þegar ég fór út bjuggu allir í fjölskyldunni enn heima, en þegar ég kom heim voru báðar systur mínar fluttar út og ég orðinn hálfgert einkabarn. Margt breytist á einu ári, þótt tíminn líði hratt. Ég mun aldrei gleyma vinunum sem ég eignaðist í Sviss, en þeir eru búsettir um allan heim og flesta hitti ég líklega aldrei aftur. Ég mun aldrei gleyma öllu sem ég upplifði og sá, og ég mun svo sannarlega aldrei sjá eftir því að hafa tekið skrefið út í óvissuna, í skiptinám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum fjórum árum stóð ég við kveðjuhliðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með fjölskyldunni. Mamma og systur mínar grátandi, pabbi hálfvandræðalegur, og ég, á hinu stórkostlega 15. aldursári, mjög vandræðalegur. Þetta var daginn sem Eyrún systir mín lagði upp í skiptinám sitt í Mexíkó. Ég var ekki sorgmæddur, ég var eiginlega frekar ánægður með alla athyglina sem ég vænti að njóta næsta árið! Næsta árið fékk ég sterka tilfinningu fyrir skiptinámi erlendis í gegnum systur mína og allt það sem hún sagði mér. Í gegnum upplifanir hennar komst ég í tæri við þá lífsreynslu sem skiptinám er. Árið leið og systir mín sneri aftur, kannski ekki sem stórbreytt manneskja, en greinilega reynslunni ríkari. Hugmynd kviknaði hjá mér: Gæti ég? Ætti ég? Fyrir rúmu ári stóð ég við kveðjuhliðið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með fjölskyldunni. Mamma grét, systur mínar og pabbi voru hálfvandræðaleg, og ég, á hinu heldur skárra 18. aldursári, var syfjaður. Þennan dag hófst mitt árslanga skiptinám í Sviss. Ég var ekki sorgmæddur, en heldur ekki beint spenntur. Eftir heilt ár af vinnu, undirbúningi, stressi og veseni þá var erfitt að trúa því að þetta væri í raun að gerast. Ég komst heill á húfi í gegnum flugvöllinn, upp í vél, upp í loftið og svo var ég kominn til Zürich. Ég stóð við færibandið, þegar ég tók eftir litlum strák sem starði á mig gegnum glugga. Ég veifaði, hann hljóp í burtu. Fimm mínútum seinna voru þau fimm í þessum litla glugga. Ég hugsaði með mér að annaðhvort hefðu þau aldrei séð Íslending áður, eða þetta væri nýja fjölskyldan mín. Á endanum komst ég til þeirra, við kynntum okkur og án þess að vita alveg hvernig við áttum að láta byrjuðum við á byrjuninni, vandræðalegu spjalli. Ég hafði ekki lært þýsku í MR en þeir tveir mánuðir sem ég hafði lært þýsku á internetinu skiluðu sér vel: Guten Tag. Ich heisse Sindri. Mir geht es gut. Das Pferd ist gross“. Næstu þrjár vikur voru undirbúningstímabil nýrra skiptinema. Á daginn fór ég í tungumálaskóla Rótarý með öðrum skiptinemum hvaðanæva að úr heiminum, en á kvöldin var ég heima með fjölskyldunni. Þau töluðu nær enga ensku svo það var þýska eða þögn. Þetta var í ágúst, það var sól alla daga og hitinn fór ekki undir 20°. Ég eignaðist vini frá öllum heimsálfum og þýskan varð fljótt betri. Um helgar ferðuðumst við skiptinemarnir um landið (í Sviss fá skiptinemar á vegum Rótarý kort að öllum almenningssamgöngum sem þýddi að við gátum farið hvert sem var, hvenær sem var). Þessar þrjár vikur liðu hratt og þá tók við næsti hluti: Skólinn. Ég var í menntaskóla í hjarta Zürich. Viðskiptaskólanum Kantonsschule Enge. Nýtt tímabil hófst. Skyndilega var eingöngu töluð þýska, allan daginn, og það svissneska mállýskan af þýsku, sem er í raun annað tungumál. Svo enn var ég stöðugt að læra. Nýir skiptinemar komu og gamlir fóru, aftur heim, langt í burtu. Ég kynntist fyrstu fjölskyldunni sífellt betur á þeim fjórum mánuðum sem ég bjó þar. Þá hófst nýtt tímabil, með nýrri fjölskyldu á nýjum stað (í skiptinámsprógrammi Rótarý á maður að búa hjá þremur fjölskyldum yfir árið). Ég átti að mæta mánaðarlega á fund hjá mínum Rótarýklúbbi, og tvisvar var ég fenginn til að flytja hálftíma erindi um mig og um Ísland, á þýsku að sjálfsögðu. Jólin komu og fóru, ég fann fyrir heimþrá í fyrsta sinn, og ég var stöðugt að upplifa eitthvað nýtt og kynnast fleira fólki. Skiptinám er heilt ár án rútínu. Hjá mér (og líklega flestum öðrum) skiptist það í tvo hluta: „Ég er nýkominn og allt er nýtt og spennandi“ og svo yfir nótt breyttist það í: „Shit, þetta er alveg að verða búið – égverðaðgeraalltsjáalltlæraalltnúnastrax!“ Tíminn leið hratt og því lengra sem leið á dvölina, því hraðar leið hann. Áður en ég tók skrefið sjálfur hafði ég heyrt margt um skiptinám. Samt vissi ég ekki við hverju ég ætti að búast. Upphaflega langaði mig mest til Spánar eða Suður-Ameríku. Mig langaði að læra spænsku og vera í sól og hita. Ég endaði á að „vera sendur“ til þýska hluta Sviss, lands þar sem ekki er einu sinni töluð venjuleg þýska. Ég fékk bakþanka. Ég hugsaði með mér að þetta yrði ekki sú reynsla sem ég sóttist eftir. Svo kom ég út og þetta gleymdist fljótt. Það skiptir minna máli hvert maður fer en ég hélt í fyrstu. Svo lengi sem maður reynir að njóta tímans með opnum huga ætti reynslan að verða ógleymanleg. Stundum er þetta skrítið. Maður fylgist með því sem er að gerast á Íslandi og finnst skrítið að vera ekki þátttakandi í því. Þegar ég fór út bjuggu allir í fjölskyldunni enn heima, en þegar ég kom heim voru báðar systur mínar fluttar út og ég orðinn hálfgert einkabarn. Margt breytist á einu ári, þótt tíminn líði hratt. Ég mun aldrei gleyma vinunum sem ég eignaðist í Sviss, en þeir eru búsettir um allan heim og flesta hitti ég líklega aldrei aftur. Ég mun aldrei gleyma öllu sem ég upplifði og sá, og ég mun svo sannarlega aldrei sjá eftir því að hafa tekið skrefið út í óvissuna, í skiptinám.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun