Lýðræði í spennitreyju Stefán Jón Hafstein skrifar 11. júní 2015 07:00 Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust. Þetta er eitur í beinum þeirra sem halda að „fulltrúalýðræði“ og „þingræði“ hafi verið endastöðin á langri þróun til valdeflingar almennings. Kemur þá til skjalanna bænaskrá til forseta Íslands sem meira en 50 þúsund manns hafa undirritað þar sem farið er fram á að hann stöðvi áform um svokallað makrílfrumvarp, komi til þess, og leyfi þjóðinni að hafa síðasta orðið. Náðarsamlegast. Við þurfum bænaskrá af því að við erum með úrelta stjórnarskrá. Stjórnarskráin lýsir hugmyndafræði 19. aldar sem var yfirfærð í bráðabirgðaskjal við lýðveldisstofnun 1944 og átti alltaf að endurskoða við fyrsta tækifæri. Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að almenningur geti risið upp gegn „fulltrúalýðræðinu“ nema á fjögurra ára fresti. En hún gerir ráð fyrir „öryggisventli“ sem var alveg prýðileg lausn – fyrir 60 árum. Sá ventill er forseti Íslands sem á að bera skynbragð á það hvenær myndast hefur svo breið „gjá milli þings og þjóðar” að vísa verði málum beint til fólksins. Þess vegna hafa 50 þúsund manns látið sig hafa það að skrifa undir bænaskjal í 19. aldar stíl vegna þess að önnur úrræði eru ekki fyrir hendi. Engar reglur kveða á um það hvernig forseti fer með þessar bænir. Ef hann bænheyrir þá yfirleitt.Valdið til fólksins Ég skrifaði um það í ritgerð fyrir réttum tíu árum að svarið við auðræðistilhneigingum þeirra tíma væri lýðræðisvæðing. Ég sagði að fáránlegt væri að valdið til að skjóta málum til þjóðarinnar væri á hendi eins manns á Bessastöðum, þegar nær væri að fólkið sjálft gæti tekið sér það vald að kjósa um álitamál þegar svo ber við að horfa. Stjórnlagaráð var alveg sammála og í tillögum þess er einmitt gert ráð fyrir slíku samkvæmt reglum. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að ganga eigi lengra og leyfa almannasamtökum að leggja mál fyrir þjóðþingið, svo sem í formi þingsályktunartillögu, þjóðkjörnir fulltrúar ákveði síðan sjálfir hvernig þeir fara með og hafa þá trúnað við almenning að veði. Við núverandi aðstæður gætum við til dæmis hugsað okkur að samtök sem vilja berjast gegn Evrópusambandsaðild safni undirskriftum við tiltekna tillögu sem Alþingi yrði að taka til afgreiðslu. Eða, samtök sem vilja fara öfuga leið. Manni heyrist stundum að talsmenn 19. aldar vinnubragða sem halda því fram að „stjórnarskráin hafi staðist álagið“ séu hræddir um að pöpullinn fari að svalla með lýðræðið. Betra sé að málskotsrétturinn sé sveipaður „dulúð“ forsetaembættisins og „þjóðkjörnir fulltrúar“ séu í skjóli frá þjóðinni nema á fjögurra ára fresti. Við þessu er eitt svar: Þær aldir eru liðnar.Makríll og lýðræði Stjórnarskráin er orðin að spennitreyju um lýðræðisvakningu Íslendinga. Það skiptir engu hvað manni finnst um makrílveiðar, allir ættu að geta sameinast um að færa valdið til fólksins og þar með traustið á lýðræði, valdastofnunum og stjórnmálum. En eftir því er nokkuð spurt á síðustu tímum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun