Forréttindaníska Hildur Björnsdóttir skrifar 4. september 2015 09:33 „Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
„Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun