Landlæknar og launakjör Birgir Guðjónsson skrifar 7. janúar 2015 00:00 Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Ölþingi Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar