Landlæknar og launakjör Birgir Guðjónsson skrifar 7. janúar 2015 00:00 Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar