Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Gunnar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 22:29 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry. Vísir/Stefán Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45