Var öllu til tjaldað en Swift hélt veisluna ásamt nýja kærastanum, Calvin Harris. Er mál manna að vart hafi verið þverfótað fyrir nafntoguðum einstaklingum og þá aðallega þeim allra heitustu í bransanum um þessar mundir, svo sem módelinu Gigi Hadid, Martha Hunt, Ed Sheeran og fleirum.
