Lífið

Kaupir TaylorSwift.porn og TaylorSwift.adult

Birgir Olgeirsson skrifar
Taylor Swift
Taylor Swift Vísir/getty
Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift hefur keypt lénin TaylorSwift.porn og TaylorSwift.adult.

Þessar netslóðir eru til sölu á vegum samtakanna ICANN sem hafa yfirumsjón með netinu en fjöldi nýrra léna standa almenningi til boða þann 1. júní næstkomandi. ICANN hefur hins vegar veitt nokkrum fyrirtækjum og stjörnum forkaupsrétt á lénum sem tengjast þeim. Lénin hafa endingar á borð við .porn, .adult og .sucks.

Til að mynda hefur tæknirisinn Microsoft keypt lénin Office.porn og Office.adult, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu.

Árið 2011 ákvað ICANN að fjölga rótarlénum í 22 og en í júní næstkomandi verða þau orðin nærri því 550 talsins. ICANN segir að með tilkomu .porn og .adult þá muni foreldrar eiga auðveldara með að fylgjast með og loka fyrir síður sem börnin þeirra mega ekki sækja.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Taylor Swift beitir fyrirbyggjandi aðferðum til að vernda nafn sitt og tónlist. Hún hefur til að mynda fengið einkarétt á orðasamböndum sem koma fyrir í lögum hennar á borð við „Party like it´s 1989“, „This sick beat“, „cause we never go out of style“ og „nice to meet you where you been?“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×