Aðgengismál eru mannréttindamál Guðjón Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Í byggingareglugerð segir: „Þröskuldur við inngangsdyr/útidyr og svala- og garðdyr skal ekki vera hærri en 25 mm. Hæðarmunur milli svæðis framan við inngangsdyr/útidyr og gólfs skal ekki vera meiri en 25 mm, að meðtalinni hæð á þröskuldi. Gólf svala og veranda má mest vera 100 mm lægra en gólf byggingar, að þröskuldi meðtöldum, að því tilskildu að skábraut sé komið fyrir að utanverðu upp að þröskuldi.“ Mældu þröskuldinn heima hjá þér eða á vinnustaðnum. Er hann innan við 2,5 cm (25 mm)? Þá er hann löglegur. Útgangur á svalir eða út í garð skal vera það sama innan frá mælt. Er hann það? Þá er hann löglegur. Hvernig má það vera að 90% húsnæðis sé kolólöglegt og þar með ekki fært hreyfihömluðum í hjólastól? Eða t.d. fólki með göngugrindur eða barnavagna? Þetta er skýrt í lögum og reglum allar götur síðan 1979 að hjólastólanotendur skuli komast inn og út úr byggingum án aðstoðar. Hvar er allur þessi eftirlitsiðnaður? Bygginganefnd, byggingafulltrúar, staðlaráð, Mannvirkjastofnun og hönnuðir mannvirkja sem eru með þetta allt á tæru að maður skyldi ætla. Erum við að borga þeim milljarða fyrir að sitja á rassinum og horfa í hina áttina þegar kemur að aðgengi að byggingum? Hópurinn „Aðgengi skiptir máli“ á FB hefur óskað eftir við almenning, þingmenn og Mannvirkjastofnun að farið sé að lögum og reglum í þessu landi. Er það frekja? Er það tilætlunarsemi? Að farið sé að lögum og reglum. Varla. En vegna sinnuleysis allra höfum við lagt til að Brunaeftirliti verði falið að horfa á aðgengismál um leið og þeir taka út brunavarnir. Ekki nýtt apparat og kostar lítið sem ekkert til viðbótar því sem fyrir er. Vonandi fáum við virkt aðgengiseftirlit áður en langt um líður. Ástæða þessarar „frekju“ í okkur er t.d sú að aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, verslunum og annarri þjónustu er grundvölluð á þeirri staðreynd að komast inn og út úr byggingum. Eins asnalegt og það hljómar. T.d. er grundvallaratriði fyrir mig til að geta sótt vinnu að ég komist inn og út af staðnum. Hvað með þau okkar sem eiga börn og barnabörn? Megum við ekki fylgja þeim í leikskóla, í skóla, í íþróttir, við útskriftir eða aðrar samkomur eins og „venjulegt“ fólk gerir? Að útiloka fólk frá þátttöku í lífinu með oft aumum þröskuldi er óþolandi og ekki Íslendingum sæmandi. Fyrir utan að valda félagslegri einangrun og andlegum veikindum sem leggjast ofan á önnur veikindi eða slys. Er eðlilegt að ríki og sveitarfélög styrki starfsemi eða viðburði sem ekki eru aðgengilegir öllum? Nei, ég held við séum flest sammála um að það gangi ekki. Samt gera yfirvöld það alla daga.Þetta er ekkert flókið, þetta eru grundvallarmannréttindi og ég veit að Íslendingar upp til hópa standa með okkur. Hugarfari allra þarf að breyta! Gerum það. Lifum heil og njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í byggingareglugerð segir: „Þröskuldur við inngangsdyr/útidyr og svala- og garðdyr skal ekki vera hærri en 25 mm. Hæðarmunur milli svæðis framan við inngangsdyr/útidyr og gólfs skal ekki vera meiri en 25 mm, að meðtalinni hæð á þröskuldi. Gólf svala og veranda má mest vera 100 mm lægra en gólf byggingar, að þröskuldi meðtöldum, að því tilskildu að skábraut sé komið fyrir að utanverðu upp að þröskuldi.“ Mældu þröskuldinn heima hjá þér eða á vinnustaðnum. Er hann innan við 2,5 cm (25 mm)? Þá er hann löglegur. Útgangur á svalir eða út í garð skal vera það sama innan frá mælt. Er hann það? Þá er hann löglegur. Hvernig má það vera að 90% húsnæðis sé kolólöglegt og þar með ekki fært hreyfihömluðum í hjólastól? Eða t.d. fólki með göngugrindur eða barnavagna? Þetta er skýrt í lögum og reglum allar götur síðan 1979 að hjólastólanotendur skuli komast inn og út úr byggingum án aðstoðar. Hvar er allur þessi eftirlitsiðnaður? Bygginganefnd, byggingafulltrúar, staðlaráð, Mannvirkjastofnun og hönnuðir mannvirkja sem eru með þetta allt á tæru að maður skyldi ætla. Erum við að borga þeim milljarða fyrir að sitja á rassinum og horfa í hina áttina þegar kemur að aðgengi að byggingum? Hópurinn „Aðgengi skiptir máli“ á FB hefur óskað eftir við almenning, þingmenn og Mannvirkjastofnun að farið sé að lögum og reglum í þessu landi. Er það frekja? Er það tilætlunarsemi? Að farið sé að lögum og reglum. Varla. En vegna sinnuleysis allra höfum við lagt til að Brunaeftirliti verði falið að horfa á aðgengismál um leið og þeir taka út brunavarnir. Ekki nýtt apparat og kostar lítið sem ekkert til viðbótar því sem fyrir er. Vonandi fáum við virkt aðgengiseftirlit áður en langt um líður. Ástæða þessarar „frekju“ í okkur er t.d sú að aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, verslunum og annarri þjónustu er grundvölluð á þeirri staðreynd að komast inn og út úr byggingum. Eins asnalegt og það hljómar. T.d. er grundvallaratriði fyrir mig til að geta sótt vinnu að ég komist inn og út af staðnum. Hvað með þau okkar sem eiga börn og barnabörn? Megum við ekki fylgja þeim í leikskóla, í skóla, í íþróttir, við útskriftir eða aðrar samkomur eins og „venjulegt“ fólk gerir? Að útiloka fólk frá þátttöku í lífinu með oft aumum þröskuldi er óþolandi og ekki Íslendingum sæmandi. Fyrir utan að valda félagslegri einangrun og andlegum veikindum sem leggjast ofan á önnur veikindi eða slys. Er eðlilegt að ríki og sveitarfélög styrki starfsemi eða viðburði sem ekki eru aðgengilegir öllum? Nei, ég held við séum flest sammála um að það gangi ekki. Samt gera yfirvöld það alla daga.Þetta er ekkert flókið, þetta eru grundvallarmannréttindi og ég veit að Íslendingar upp til hópa standa með okkur. Hugarfari allra þarf að breyta! Gerum það. Lifum heil og njótum augnabliksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun