
Aðgengismál eru mannréttindamál
Mældu þröskuldinn heima hjá þér eða á vinnustaðnum. Er hann innan við 2,5 cm (25 mm)? Þá er hann löglegur. Útgangur á svalir eða út í garð skal vera það sama innan frá mælt. Er hann það? Þá er hann löglegur. Hvernig má það vera að 90% húsnæðis sé kolólöglegt og þar með ekki fært hreyfihömluðum í hjólastól? Eða t.d. fólki með göngugrindur eða barnavagna? Þetta er skýrt í lögum og reglum allar götur síðan 1979 að hjólastólanotendur skuli komast inn og út úr byggingum án aðstoðar.
Hvar er allur þessi eftirlitsiðnaður? Bygginganefnd, byggingafulltrúar, staðlaráð, Mannvirkjastofnun og hönnuðir mannvirkja sem eru með þetta allt á tæru að maður skyldi ætla. Erum við að borga þeim milljarða fyrir að sitja á rassinum og horfa í hina áttina þegar kemur að aðgengi að byggingum?
Hópurinn „Aðgengi skiptir máli“ á FB hefur óskað eftir við almenning, þingmenn og Mannvirkjastofnun að farið sé að lögum og reglum í þessu landi. Er það frekja? Er það tilætlunarsemi? Að farið sé að lögum og reglum. Varla. En vegna sinnuleysis allra höfum við lagt til að Brunaeftirliti verði falið að horfa á aðgengismál um leið og þeir taka út brunavarnir. Ekki nýtt apparat og kostar lítið sem ekkert til viðbótar því sem fyrir er. Vonandi fáum við virkt aðgengiseftirlit áður en langt um líður.
Ástæða þessarar „frekju“ í okkur er t.d sú að aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, verslunum og annarri þjónustu er grundvölluð á þeirri staðreynd að komast inn og út úr byggingum. Eins asnalegt og það hljómar. T.d. er grundvallaratriði fyrir mig til að geta sótt vinnu að ég komist inn og út af staðnum. Hvað með þau okkar sem eiga börn og barnabörn? Megum við ekki fylgja þeim í leikskóla, í skóla, í íþróttir, við útskriftir eða aðrar samkomur eins og „venjulegt“ fólk gerir? Að útiloka fólk frá þátttöku í lífinu með oft aumum þröskuldi er óþolandi og ekki Íslendingum sæmandi. Fyrir utan að valda félagslegri einangrun og andlegum veikindum sem leggjast ofan á önnur veikindi eða slys.
Er eðlilegt að ríki og sveitarfélög styrki starfsemi eða viðburði sem ekki eru aðgengilegir öllum? Nei, ég held við séum flest sammála um að það gangi ekki. Samt gera yfirvöld það alla daga.Þetta er ekkert flókið, þetta eru grundvallarmannréttindi og ég veit að Íslendingar upp til hópa standa með okkur. Hugarfari allra þarf að breyta! Gerum það.
Lifum heil og njótum augnabliksins.
Skoðun

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar