Rammaáætlun út af sporinu Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Tilefni þessarar greinar eru nýlegar fréttir um að Orkuveita Suðurnesja hafi í hyggju að ráðast í rannsóknaboranir til undirbúnings jarðhitavirkjunar til raforkuframleiðslu í Eldvörpum á Reykjanesi. Milli jarðvarmavirkjana að Svartsengi og á Reykjanesi eru aðeins 14 km og þar á milli liggja Eldvörp. Milli þessara svæða liggur brotabelti Mið-Atlantshafshryggjarins og því eru mikil tengsl milli þessara jarðhitasvæða. Þau eru ekki sjálfstæðar einingar. Sem heild er svæðið þegar ofnýtt með virkjununum að Reykjanesi og Svartsengi. Vinnslan er ekki sjálfbær og frekari vinnsla á miðju svæðinu að Eldvörpum yrði til þess að bæta gráu ofan á svart. Annað jarðhitasvæði á Reykjanesskaga sem þegar er ofnýtt er Hengilssvæðið með Nesjavallavirkjun og þó einkum Hellisheiðarvirkjun. Eftir aðeins örfárra ára nýtingu fellur raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar nú um 2% árlega sem er í andstöðu við þau skilyrði sem sett eru í rammaáætlun um sjálfbæra vinnslu jarðvarma, en þau eru eftirfarandi: „Fyrir sérhvert jarðhitasvæði, og sérhverja vinnsluaðferð, er til ákveðið hámarksvinnslustig, E0, sem er þannig háttað að með lægra vinnslustigi en E0 er unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu frá kerfinu yfir mjög langt tímabil (100-300 ár). Sé vinnsluálag meira en E0, er ekki unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu svo lengi. Jarðvarmavinnsla minni en eða jöfn E0 er skilgreind sem sjálfbær vinnsla en vinnsla umfram E0 er ekki sjálfbær.“ Ekki er þetta þröng skilgreining á sjálfbærni því kolabirgðir heimsins eru nýttar þannig að þær munu nýtast í 300 til 500 ár en eru þó ekki taldar sjálfbærar. Hellisheiðarvirkjun féll á þessu prófi á fyrstu starfsárum sínum. Orkuvinnsla Hellisheiðarvirkjunar er ekki sjálfbær. Hún er námuvinnsla.Vinnslusvæði of mörg Rammaáætlun um jarðvarma fór út af sporinu þegar hún skipti litlum landsvæðum, eins og Reykjanesi/Svartsengi annars vegar og Hengli hins vegar, upp í marga virkjunarkosti en hvort þeirra er í eðli sínu aðeins einn virkjunarkostur. Þegar kemur að stórfelldri nýtingu jarðvarma, eins og raforkuvinnsla óhjákvæmilega er, með borholum sem geta teygt sig allt að þrjá kílómetra niður í jörðina og mörg hundruð eða þúsundir metra til hliðar frá borsvæðunum þarf hver virkjun helgunarsvæði sem nær 10 km út frá virkjuninni og sambærilega virkjun mætti ekki setja nær en í 20 km fjarlægð. Í rammaáætlun eru fjögur svæði sem öll eru vel innan hrings með 10 km radíus frá Eldvörpum skilgreind þannig: Í nýtingu eru Svartsengi og Reykjanes, í nýtingarflokk falla Stóra-Sandvík og Eldvörp. Á Hengilssvæðinu eru skilgreind tíu vinnslusvæði sem eru í innan við 10 km fjarlægð frá Henglinum: Þegar nýtt eru: Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, í nýtingarflokki eru: Hverahlíð, Gráuhnúkar og Meitillinn, í biðflokk fara: Innstidalur, Þverárdalur og Ölfusdalur, í verndarflokk fara: Bitra og Grændalur. Þessi skilgreining virkjanakosta er markleysa því kostirnir eru þegar nýttir meira og minna með þeim virkjunum sem fyrir eru, samanber Hverahlíð, Innstadal, Gráuhnúka og Eldvörp, og það sem meira er, svæðin sem heild eru ofnýtt.Framleiðsla raforku úr jarðvarma án nýtingar laghitans er orkusóun Við Krýsuvík eru skilgreindir tveir virkjunarkostir í nýtingarflokki: Sandfell og Sveifluháls og í biðflokki aðrir tveir: Trölladyngja og Austurengjar. Þetta er sama markleysan og á fyrrgreindum tveim svæðum. Á Krýsuvíkursvæðinu er aðeins rúm fyrir eina sjálfbæra jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu. Hæg og vel skipulögð uppbygging myndi leiða í ljós hve stór hún má vera. Í tengslum við fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir í Neðri-Þjórsá hefur verið staðhæft að samkvæmt rammaáætlun séu hundruð MW jarðvarma í nýtingarflokki á Reykjanesi. Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að það sé rangt, aðeins sé rúm fyrir eina nýja u.þ.b. 50-100 MW jarðvarmarafstöð á Krýsuvíkursvæðinu. Hins vegar má til lengri tíma litið nýta hundruð MW af varma til húshitunar ef orkunni hefur ekki verið sóað til raforkuframleiðslu án nýtingar lághitans. Það er góð orkustefna að framleiða rafmagn með jarðhita sem aukaafurð með lághitanýtingu í hitaveitum en það er orkusóun að láta raforkuframleiðsluna hafa forgang og stýra álaginu á jarðhitasvæðin. Þetta á einkum við á svæðum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja þar sem orkuþörf til hitunar vex um tugi MW árlega á sama tíma og gengið er á jarðhitann með því að senda árlega meiri varmaorku út í loftið um kæliturna en sem nemur framleiddri raf- og varmaorku og menga andrúmsloftið óhóflega í leiðinni. Rammaáætlunin fór út af sporinu í kjölfar byggingar Kárahnjúkavirkjunar og afar neikvæðrar umræðu þar um. Áherslan var þá lögð á jarðvarmavirkjanir sem nú senda frá sér meiri brennistein út í andrúmslofið en öll hin Norðurlöndin samanlögð og sóa jarðvarma með því að framleiða rafmagn með 10 til 15% nýtingu á jarðvarmanum í stað þess að geyma hann til þess að mæta ört vaxandi orkuþörf komandi kynslóða til húshitunar á þéttbýlasta svæði landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar eru nýlegar fréttir um að Orkuveita Suðurnesja hafi í hyggju að ráðast í rannsóknaboranir til undirbúnings jarðhitavirkjunar til raforkuframleiðslu í Eldvörpum á Reykjanesi. Milli jarðvarmavirkjana að Svartsengi og á Reykjanesi eru aðeins 14 km og þar á milli liggja Eldvörp. Milli þessara svæða liggur brotabelti Mið-Atlantshafshryggjarins og því eru mikil tengsl milli þessara jarðhitasvæða. Þau eru ekki sjálfstæðar einingar. Sem heild er svæðið þegar ofnýtt með virkjununum að Reykjanesi og Svartsengi. Vinnslan er ekki sjálfbær og frekari vinnsla á miðju svæðinu að Eldvörpum yrði til þess að bæta gráu ofan á svart. Annað jarðhitasvæði á Reykjanesskaga sem þegar er ofnýtt er Hengilssvæðið með Nesjavallavirkjun og þó einkum Hellisheiðarvirkjun. Eftir aðeins örfárra ára nýtingu fellur raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar nú um 2% árlega sem er í andstöðu við þau skilyrði sem sett eru í rammaáætlun um sjálfbæra vinnslu jarðvarma, en þau eru eftirfarandi: „Fyrir sérhvert jarðhitasvæði, og sérhverja vinnsluaðferð, er til ákveðið hámarksvinnslustig, E0, sem er þannig háttað að með lægra vinnslustigi en E0 er unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu frá kerfinu yfir mjög langt tímabil (100-300 ár). Sé vinnsluálag meira en E0, er ekki unnt að viðhalda óbreyttri orkuvinnslu svo lengi. Jarðvarmavinnsla minni en eða jöfn E0 er skilgreind sem sjálfbær vinnsla en vinnsla umfram E0 er ekki sjálfbær.“ Ekki er þetta þröng skilgreining á sjálfbærni því kolabirgðir heimsins eru nýttar þannig að þær munu nýtast í 300 til 500 ár en eru þó ekki taldar sjálfbærar. Hellisheiðarvirkjun féll á þessu prófi á fyrstu starfsárum sínum. Orkuvinnsla Hellisheiðarvirkjunar er ekki sjálfbær. Hún er námuvinnsla.Vinnslusvæði of mörg Rammaáætlun um jarðvarma fór út af sporinu þegar hún skipti litlum landsvæðum, eins og Reykjanesi/Svartsengi annars vegar og Hengli hins vegar, upp í marga virkjunarkosti en hvort þeirra er í eðli sínu aðeins einn virkjunarkostur. Þegar kemur að stórfelldri nýtingu jarðvarma, eins og raforkuvinnsla óhjákvæmilega er, með borholum sem geta teygt sig allt að þrjá kílómetra niður í jörðina og mörg hundruð eða þúsundir metra til hliðar frá borsvæðunum þarf hver virkjun helgunarsvæði sem nær 10 km út frá virkjuninni og sambærilega virkjun mætti ekki setja nær en í 20 km fjarlægð. Í rammaáætlun eru fjögur svæði sem öll eru vel innan hrings með 10 km radíus frá Eldvörpum skilgreind þannig: Í nýtingu eru Svartsengi og Reykjanes, í nýtingarflokk falla Stóra-Sandvík og Eldvörp. Á Hengilssvæðinu eru skilgreind tíu vinnslusvæði sem eru í innan við 10 km fjarlægð frá Henglinum: Þegar nýtt eru: Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun, í nýtingarflokki eru: Hverahlíð, Gráuhnúkar og Meitillinn, í biðflokk fara: Innstidalur, Þverárdalur og Ölfusdalur, í verndarflokk fara: Bitra og Grændalur. Þessi skilgreining virkjanakosta er markleysa því kostirnir eru þegar nýttir meira og minna með þeim virkjunum sem fyrir eru, samanber Hverahlíð, Innstadal, Gráuhnúka og Eldvörp, og það sem meira er, svæðin sem heild eru ofnýtt.Framleiðsla raforku úr jarðvarma án nýtingar laghitans er orkusóun Við Krýsuvík eru skilgreindir tveir virkjunarkostir í nýtingarflokki: Sandfell og Sveifluháls og í biðflokki aðrir tveir: Trölladyngja og Austurengjar. Þetta er sama markleysan og á fyrrgreindum tveim svæðum. Á Krýsuvíkursvæðinu er aðeins rúm fyrir eina sjálfbæra jarðvarmavirkjun til raforkuframleiðslu. Hæg og vel skipulögð uppbygging myndi leiða í ljós hve stór hún má vera. Í tengslum við fyrirhugaðar vatnsaflsvirkjanir í Neðri-Þjórsá hefur verið staðhæft að samkvæmt rammaáætlun séu hundruð MW jarðvarma í nýtingarflokki á Reykjanesi. Hér að framan hafa verið færð rök fyrir því að það sé rangt, aðeins sé rúm fyrir eina nýja u.þ.b. 50-100 MW jarðvarmarafstöð á Krýsuvíkursvæðinu. Hins vegar má til lengri tíma litið nýta hundruð MW af varma til húshitunar ef orkunni hefur ekki verið sóað til raforkuframleiðslu án nýtingar lághitans. Það er góð orkustefna að framleiða rafmagn með jarðhita sem aukaafurð með lághitanýtingu í hitaveitum en það er orkusóun að láta raforkuframleiðsluna hafa forgang og stýra álaginu á jarðhitasvæðin. Þetta á einkum við á svæðum Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja þar sem orkuþörf til hitunar vex um tugi MW árlega á sama tíma og gengið er á jarðhitann með því að senda árlega meiri varmaorku út í loftið um kæliturna en sem nemur framleiddri raf- og varmaorku og menga andrúmsloftið óhóflega í leiðinni. Rammaáætlunin fór út af sporinu í kjölfar byggingar Kárahnjúkavirkjunar og afar neikvæðrar umræðu þar um. Áherslan var þá lögð á jarðvarmavirkjanir sem nú senda frá sér meiri brennistein út í andrúmslofið en öll hin Norðurlöndin samanlögð og sóa jarðvarma með því að framleiða rafmagn með 10 til 15% nýtingu á jarðvarmanum í stað þess að geyma hann til þess að mæta ört vaxandi orkuþörf komandi kynslóða til húshitunar á þéttbýlasta svæði landsins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun