Stórir sem smáir sigrar Sæunn Stefánsdóttir skrifar 13. maí 2015 07:00 Fyrir rúmum áratug kynnti hópur iðjuþjálfa, fólks með reynslu af geðsjúkdómum og fólks úr atvinnulífi, hugmyndafræði um valdeflingu í verki í þjónustu við fólk með geðraskanir. Hugmyndafræðin og þjónustuúrræði byggð á henni voru kynnt stjórnmálamönnum og embættismönnum hjá ríki og borg sem og hverjum þeim sem vildi heyra. Það varð mér til happs að kynnast þessum frumkvöðlum og ég, eins og aðrir sem á vegi þeirra urðu, hreifst af eldmóði þeirra, manneskjulegri sýn á lífið og bjartsýni sama á hverju gekk. Fyrir áratug var hugmyndafræðin um valdeflingu í verki ekki ríkjandi stefna eins og nú er orðið. Brautryðjendurnir áttu þann draum að koma á fót virknimiðstöð sem myndi bjóða fólki upp á umhverfi sem stuðlaði að bata þess, yki virkni, byði upp á störf við hæfi og styddi síðan við fyrstu skref þess á atvinnumarkaði. Fyrir 10 árum varð draumurinn að veruleika með stofnun Hlutverkaseturs sem í dag fagnar afmæli sínu. Hlutverkasetur býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæðin en eru utan vinnumarkaðar. Starfsmenn og notendur Hlutverkaseturs vinna saman að því markmiði að viðhalda eða efla sjálfsmynd gegnum námskeið, verkefni, fræðslu og umræður.Hlutverk sem gefa lífi tilgang og þýðingu Krafan um gæði og árangur er í rík í starfi Hlutverkaseturs enda um að ræða starfsemi sem byggir mestmegnis á framlögum opinberra aðila. Það er óhætt að segja að starfið hafi gefið góða raun en það er ekki síst fyrir tilstilli þess samfélags sem verður til á hverjum tíma í Hlutverkasetri. Notendur þjónustunnar og starfsfólk mynda samfélag ásamt mörgum fyrrverandi notendum þar sem fólk kemur til að hjálpa sér sjálft og um leið að hjálpa öðrum. Sigrar, stórir sem smáir hafa verið margir, sigrar einstaklinga á sínum veikindum og aðstæðum. Starfsfólk, notendur og stjórn Hlutverkaseturs þakka þann stuðning og traust sem hið opinbera sýnir með samstarfssamningi við Vinnumálastofnun, atvinnulífið með samstarfssamningi við Virk og sveitarfélagið Reykjavíkurborg með samstarfssamningi sínum. Þá á Hlutverkasetur afar gott samstarf við systurstofnanir, geðsvið LSH, velferðarsvið borgarinnar, starfsendurhæfingarstöðvar og félagasamtök sem er okkur afar dýrmætt. Vinir og velunnarar Hlutverkaseturs, verið hjartanlega velkomin til 10 ára afmælisfagnaðarins í dag milli 15 og 17 í Borgartún 1, sem og á þá mánaðarlegu viðburði á afmælisári Hlutverkaseturs sem framundan eru. Virk samfélagsþátttaka, að sinna hlutverkum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni er leiðarljós Hlutverkaseturs og verður dagskrá afmælisársins einnig í þeim anda. Verið með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum áratug kynnti hópur iðjuþjálfa, fólks með reynslu af geðsjúkdómum og fólks úr atvinnulífi, hugmyndafræði um valdeflingu í verki í þjónustu við fólk með geðraskanir. Hugmyndafræðin og þjónustuúrræði byggð á henni voru kynnt stjórnmálamönnum og embættismönnum hjá ríki og borg sem og hverjum þeim sem vildi heyra. Það varð mér til happs að kynnast þessum frumkvöðlum og ég, eins og aðrir sem á vegi þeirra urðu, hreifst af eldmóði þeirra, manneskjulegri sýn á lífið og bjartsýni sama á hverju gekk. Fyrir áratug var hugmyndafræðin um valdeflingu í verki ekki ríkjandi stefna eins og nú er orðið. Brautryðjendurnir áttu þann draum að koma á fót virknimiðstöð sem myndi bjóða fólki upp á umhverfi sem stuðlaði að bata þess, yki virkni, byði upp á störf við hæfi og styddi síðan við fyrstu skref þess á atvinnumarkaði. Fyrir 10 árum varð draumurinn að veruleika með stofnun Hlutverkaseturs sem í dag fagnar afmæli sínu. Hlutverkasetur býður upp á umgjörð, hvatningu og stuðning fyrir þá sem vilja viðhalda virkni á markvissan hátt eða auka lífsgæðin en eru utan vinnumarkaðar. Starfsmenn og notendur Hlutverkaseturs vinna saman að því markmiði að viðhalda eða efla sjálfsmynd gegnum námskeið, verkefni, fræðslu og umræður.Hlutverk sem gefa lífi tilgang og þýðingu Krafan um gæði og árangur er í rík í starfi Hlutverkaseturs enda um að ræða starfsemi sem byggir mestmegnis á framlögum opinberra aðila. Það er óhætt að segja að starfið hafi gefið góða raun en það er ekki síst fyrir tilstilli þess samfélags sem verður til á hverjum tíma í Hlutverkasetri. Notendur þjónustunnar og starfsfólk mynda samfélag ásamt mörgum fyrrverandi notendum þar sem fólk kemur til að hjálpa sér sjálft og um leið að hjálpa öðrum. Sigrar, stórir sem smáir hafa verið margir, sigrar einstaklinga á sínum veikindum og aðstæðum. Starfsfólk, notendur og stjórn Hlutverkaseturs þakka þann stuðning og traust sem hið opinbera sýnir með samstarfssamningi við Vinnumálastofnun, atvinnulífið með samstarfssamningi við Virk og sveitarfélagið Reykjavíkurborg með samstarfssamningi sínum. Þá á Hlutverkasetur afar gott samstarf við systurstofnanir, geðsvið LSH, velferðarsvið borgarinnar, starfsendurhæfingarstöðvar og félagasamtök sem er okkur afar dýrmætt. Vinir og velunnarar Hlutverkaseturs, verið hjartanlega velkomin til 10 ára afmælisfagnaðarins í dag milli 15 og 17 í Borgartún 1, sem og á þá mánaðarlegu viðburði á afmælisári Hlutverkaseturs sem framundan eru. Virk samfélagsþátttaka, að sinna hlutverkum sem gefa lífinu tilgang og þýðingu, jákvæðni og kímni er leiðarljós Hlutverkaseturs og verður dagskrá afmælisársins einnig í þeim anda. Verið með!
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar