Hvað gera ljósmæður í meðgönguvernd? Bergrún Svava Jónsdóttir og Steina Þórey Ragnarsdóttir skrifar 13. maí 2015 07:00 Ljósmóðir er eitt elsta starfsheiti kvenna á Íslandi og er löng hefð fyrir því að ljósmæður annist konur í barnseignarferlinu. Samkvæmt Alþjóðasamtökum ljósmæðra er ljósmóðir sú sem gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf ekki aðeins fyrir konur, heldur einnig fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið í heild. Í hlutverki ljósmóður felst fræðsla á meðgöngu, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið, einnig fræðsla um heilbrigði og kynheilbrigði kvenna ásamt umönnun barna. Ljósmóðir getur starfað hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á stofum eða á heilsugæslustöðvum. (Alþjóðasamtök ljósmæðra ICM, Brisbane, Ástralíu 19. júlí, 2005.) Ljósmæður sinna konum á meðgöngu, aðstoða þær í fæðingum og annast þær og nýburann á sængurlegutímanum. Í hugum margra eru störf ljósmæðra að langmestu leyti tengd barnsfæðingum en réttara er að ljósmæður sinna starfi á mun breiðari vettvangi. Samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis um meðgönguvernd á konum í eðlilegri meðgöngu að standa til boða að vera í meðgönguvernd hjá ljósmæðrum. Á flestum heilsugæslustöðvum á Íslandi eru starfandi ljósmæður í meðgönguvernd sem sinna þunguðum konum ásamt heimilislæknum. Í meðgönguverndinni kynnast þær konum vel og ná þar að skima fyrir helstu meðgöngukvillum. Þegar kemur að fæðingunni eru ljósmæður til staðar til að aðstoða konuna og veita stuðning og styrk í hríðunum og taka oftast á móti barninu þegar það kemur í heiminn. Í sængurlegunni og í heimaþjónustu aðstoða ljósmæður konur og fjölskyldur við að takast á við þau ýmsu verkefni sem fylgja breyttu fjölskyldumunstri eftir að barnið er fætt.Meðgönguvernd Í meðgönguverndinni er lagður grunnur að góðu eftirliti og koma langflestar konur í viðtal hjá ljósmóður í upphafi meðgöngu. Þar er farið yfir heilsufarssögu, fjölskyldusögu og skimað fyrir ýmsum sjúkdómum og kvillum sem gætu haft áhrif á heilsu hinnar verðandi móður og barnið sem hún gengur með. Flestar hraustar konur eru að langmestu leyti í meðgönguvernd hjá ljósmóður sem hefur aðgang að lækni á heilsugæslu en ef konur þurfa sérhæfðara eftirlit þá er þeim sinnt af ljósmæðrum í áhættumeðgönguvernd ásamt fæðingar- og kvensjúkdómalæknum. Þar ná ljósmæður að mynda góð tengsl við hina verðandi móður. Hraustar konur hitta ljósmóður 7-11 sinnum á meðgöngunni og er í hverri skoðun blóðþrýstingur mældur, skimað fyrir eggjahvítu í þvagi, hlustað eftir hjartslætti fóstursins og vöxtur fóstursins metinn, ásamt því að fræða, styðja og styrkja hina verðandi móður, bæði andlega og líkamlega. Hægt er að greina snemma ef eitthvað bregður út af og grípa inn í til þess að minnka líkur á að frávikin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir móður eða hið ófædda barn. Á flestum stöðvum, þar sem meðgönguvernd fer fram, er reynt að halda samfelldri þjónustu, þ.e.a.s. að hver kona hitti sömu ljósmóðurina í hverri skoðun. Með því næst betri árangur í að meta heilsu móður og barns auk þess að visst traust myndast á milli ljósmóðurinnar og hinnar verðandi móður, enda telja rannsóknir að samfelld þjónusta ljósmóður við konu á meðgöngu undirbúi konur frekar undir náttúrulega fæðingu. Hægt er að hvetja konur til þess að undirbúa sig á meðgöngu s.s. með jóga, nálastungum og fræðslu. Hægt er að styðja við alla þessa þætti með stuðningi ljósmæðra þar sem viðvera ljósmóður og yfirseta í fæðingum hjálpar konum að fæða án verkjalyfja og þar af leiðandi að styðja við eðlilegar fæðingar. Mikilvægt er að í meðgönguvernd sé góð samvinna á milli ljósmæðra og lækna og leita ljósmæður til heimilis- og fæðingarlækna ef eitthvað bregður út af í eðlilegu ferli meðgöngunnar. Ljósmæður eru oftast aðaltengiliður barnshafandi kvenna inn í heilbrigðiskerfið og eru með einstaklingshæfða og heildræna nálgun á fjölskylduna og er því mikilvægt að vel menntaðar ljósmæður séu til staðar fyrir konur í barnseignarferlinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ljósmóðir er eitt elsta starfsheiti kvenna á Íslandi og er löng hefð fyrir því að ljósmæður annist konur í barnseignarferlinu. Samkvæmt Alþjóðasamtökum ljósmæðra er ljósmóðir sú sem gegnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf ekki aðeins fyrir konur, heldur einnig fyrir fjölskylduna og þjóðfélagið í heild. Í hlutverki ljósmóður felst fræðsla á meðgöngu, undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið, einnig fræðsla um heilbrigði og kynheilbrigði kvenna ásamt umönnun barna. Ljósmóðir getur starfað hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á stofum eða á heilsugæslustöðvum. (Alþjóðasamtök ljósmæðra ICM, Brisbane, Ástralíu 19. júlí, 2005.) Ljósmæður sinna konum á meðgöngu, aðstoða þær í fæðingum og annast þær og nýburann á sængurlegutímanum. Í hugum margra eru störf ljósmæðra að langmestu leyti tengd barnsfæðingum en réttara er að ljósmæður sinna starfi á mun breiðari vettvangi. Samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis um meðgönguvernd á konum í eðlilegri meðgöngu að standa til boða að vera í meðgönguvernd hjá ljósmæðrum. Á flestum heilsugæslustöðvum á Íslandi eru starfandi ljósmæður í meðgönguvernd sem sinna þunguðum konum ásamt heimilislæknum. Í meðgönguverndinni kynnast þær konum vel og ná þar að skima fyrir helstu meðgöngukvillum. Þegar kemur að fæðingunni eru ljósmæður til staðar til að aðstoða konuna og veita stuðning og styrk í hríðunum og taka oftast á móti barninu þegar það kemur í heiminn. Í sængurlegunni og í heimaþjónustu aðstoða ljósmæður konur og fjölskyldur við að takast á við þau ýmsu verkefni sem fylgja breyttu fjölskyldumunstri eftir að barnið er fætt.Meðgönguvernd Í meðgönguverndinni er lagður grunnur að góðu eftirliti og koma langflestar konur í viðtal hjá ljósmóður í upphafi meðgöngu. Þar er farið yfir heilsufarssögu, fjölskyldusögu og skimað fyrir ýmsum sjúkdómum og kvillum sem gætu haft áhrif á heilsu hinnar verðandi móður og barnið sem hún gengur með. Flestar hraustar konur eru að langmestu leyti í meðgönguvernd hjá ljósmóður sem hefur aðgang að lækni á heilsugæslu en ef konur þurfa sérhæfðara eftirlit þá er þeim sinnt af ljósmæðrum í áhættumeðgönguvernd ásamt fæðingar- og kvensjúkdómalæknum. Þar ná ljósmæður að mynda góð tengsl við hina verðandi móður. Hraustar konur hitta ljósmóður 7-11 sinnum á meðgöngunni og er í hverri skoðun blóðþrýstingur mældur, skimað fyrir eggjahvítu í þvagi, hlustað eftir hjartslætti fóstursins og vöxtur fóstursins metinn, ásamt því að fræða, styðja og styrkja hina verðandi móður, bæði andlega og líkamlega. Hægt er að greina snemma ef eitthvað bregður út af og grípa inn í til þess að minnka líkur á að frávikin hafi alvarlegar afleiðingar fyrir móður eða hið ófædda barn. Á flestum stöðvum, þar sem meðgönguvernd fer fram, er reynt að halda samfelldri þjónustu, þ.e.a.s. að hver kona hitti sömu ljósmóðurina í hverri skoðun. Með því næst betri árangur í að meta heilsu móður og barns auk þess að visst traust myndast á milli ljósmóðurinnar og hinnar verðandi móður, enda telja rannsóknir að samfelld þjónusta ljósmóður við konu á meðgöngu undirbúi konur frekar undir náttúrulega fæðingu. Hægt er að hvetja konur til þess að undirbúa sig á meðgöngu s.s. með jóga, nálastungum og fræðslu. Hægt er að styðja við alla þessa þætti með stuðningi ljósmæðra þar sem viðvera ljósmóður og yfirseta í fæðingum hjálpar konum að fæða án verkjalyfja og þar af leiðandi að styðja við eðlilegar fæðingar. Mikilvægt er að í meðgönguvernd sé góð samvinna á milli ljósmæðra og lækna og leita ljósmæður til heimilis- og fæðingarlækna ef eitthvað bregður út af í eðlilegu ferli meðgöngunnar. Ljósmæður eru oftast aðaltengiliður barnshafandi kvenna inn í heilbrigðiskerfið og eru með einstaklingshæfða og heildræna nálgun á fjölskylduna og er því mikilvægt að vel menntaðar ljósmæður séu til staðar fyrir konur í barnseignarferlinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar