Verndum heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna Starfsfólk mæðraverndar skrifar 13. maí 2015 07:00 Nú hefur verkfall BHM staðið í fimm vikur og sér ekki fyrir endann á því. Við sem stöndum að mæðravernd í heilsugæslunni höfum af þessu verulegar og vaxandi áhyggjur. Verkfall ljósmæðra sem starfa á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Þetta veldur skjólstæðingum okkar óþægindum og áhyggjum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað fyrir sýkingum í upphafi meðgöngu eins og venja er. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá konum í áhættuhópum en greining og meðferð þessara sjúkdóma snemma á meðgöngutíma geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif þeirra á heilsu og þroska ófædda barnsins. Þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra og eru einn af hornsteinum mæðraverndar. Afleiðingar þess að ekki er skimað fyrir ákveðnum sjúkdómum á meðgöngu geta verið ófyrirséðar og jafnvel valdið óafturkræfum skaða með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Á Íslandi hefur heilsufar barnshafandi kvenna og ungbarna verið með því besta sem þekkist í heiminum. Má í því sambandi benda á nýjustu skýrslu skýrslu “Save the Children” * en þar kemur fram að Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að vera móðir. Það er afleitt að starfsfólk mæðraverndar í heilsugæslu geti ekki fylgt þeim klínísku tilmælum og verklagsreglum sem byggðar hafa verið upp á síðastliðnum árum og hafa m.a. stuðlað að því að árangur í mæðravernd er eins góður og raun ber vitni. Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn. Við skorum á deiluaðila að ná samningi sem fyrst. Glötum ekki þeim góða árangri í mæðravernd sem við höfum státað af hér á landi. *Skýrsla Save the Children 2015 Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir Ragnheiður Bachmann ljósmóðir Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæðingalæknirStarfsfólk mæðraverndar, ÞróunarsviðiHeilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur verkfall BHM staðið í fimm vikur og sér ekki fyrir endann á því. Við sem stöndum að mæðravernd í heilsugæslunni höfum af þessu verulegar og vaxandi áhyggjur. Verkfall ljósmæðra sem starfa á Kvennadeild LSH hefur orðið til þess að fresta hefur þurft ómskoðunum, framköllunum fæðinga og fyrirfram ákveðnum keisaraskurðum. Þetta veldur skjólstæðingum okkar óþægindum og áhyggjum. Ljósmæður í heilsugæslunni hafa hingað til aðeins farið í hálfsdags verkfall en fari þær í frekara verkfall versnar ástandið enn. Í verkfalli lífeindafræðinga hefur ekki verið skimað fyrir sýkingum í upphafi meðgöngu eins og venja er. Ekki hefur heldur verið skimað fyrir meðgöngusykursýki eða vanstarfsemi skjaldkirtils hjá konum í áhættuhópum en greining og meðferð þessara sjúkdóma snemma á meðgöngutíma geta komið í veg fyrir alvarleg áhrif þeirra á heilsu og þroska ófædda barnsins. Þessar skimanir eru brýnar fyrir heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra og eru einn af hornsteinum mæðraverndar. Afleiðingar þess að ekki er skimað fyrir ákveðnum sjúkdómum á meðgöngu geta verið ófyrirséðar og jafnvel valdið óafturkræfum skaða með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Á Íslandi hefur heilsufar barnshafandi kvenna og ungbarna verið með því besta sem þekkist í heiminum. Má í því sambandi benda á nýjustu skýrslu skýrslu “Save the Children” * en þar kemur fram að Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að vera móðir. Það er afleitt að starfsfólk mæðraverndar í heilsugæslu geti ekki fylgt þeim klínísku tilmælum og verklagsreglum sem byggðar hafa verið upp á síðastliðnum árum og hafa m.a. stuðlað að því að árangur í mæðravernd er eins góður og raun ber vitni. Leggjum ekki heilsu barnshafandi kvenna og ófæddra barna í hættu með því að draga verkfallið á langinn. Við skorum á deiluaðila að ná samningi sem fyrst. Glötum ekki þeim góða árangri í mæðravernd sem við höfum státað af hér á landi. *Skýrsla Save the Children 2015 Karitas Ívarsdóttir ljósmóðir Ósk Ingvarsdóttir fæðingalæknir Ragnheiður Bachmann ljósmóðir Ragnheiður I. Bjarnadóttir fæðingalæknirStarfsfólk mæðraverndar, ÞróunarsviðiHeilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar