Munu verkföllin draga úr jöfnuði? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boðaðra verkfalla er kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa samþykkt. Haldi fram sem horfir er líklegt að samningar um verulegar nafnlaunahækkanir verði niðurstaðan. Verkfallsrétturinn veitir launþegum sterka samningsstöðu þar sem fæst fyrirtæki þola að starfsemi þeirra stöðvist í lengri tíma. Til marks um það hafa Samtök atvinnulífsins þegar lagt fram tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna yfir þrjú ár, en því tilboði var hafnað. Til samanburðar er það mat Seðlabanka Íslands að svigrúm til launahækkana nemi um 11% á sama tímabili. Launahækkanir umfram svigrúm munu óhjákvæmilega leiða til aukinnar verðbólgu. Nýverið birtist grein eftir aðalhagfræðing Seðlabankans þar sem áhrif 30% nafnlaunahækkunar á næstu þremur árum voru áætluð. Niðurstaðan var sú að verðlag myndi hækka um 15% til viðbótar við nýjustu spá bankans. Verðbólga færi þannig yfir 7% á ári samanborið við 2,5% á ári ef samið væri um launahækkanir innan þess svigrúms sem er til staðar.Tekjulágir berskjaldaðir Yfirskrift baráttudags verkalýðsins í ár var „jöfnuður býr til betra samfélag“ og endurómaði það sjónarmið í ræðum forsvarsmanna flestra verkalýðsfélaga á deginum. Hið þversagnakennda er að kröfugerðir verkalýðsfélaganna eru til þess fallnar að draga úr jöfnuði á sama tíma og forsvarsmenn þeirra gera kröfu um aukinn jöfnuð. Ástæða þess er að tekjulægri einstaklingar eru berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en þeir tekjuhærri. Tekjulágir verja hærri hluta launa sinna í neyslu, sem verður sífellt kostnaðarsamari eftir því sem verðlag hækkar. Tekjuháir hafa aftur á móti svigrúm til að leggja fyrir og fjárfesta í eignum sem veita þeim vörn gagnvart verðbólgu. Verðbólga kemur sér því verr fyrir þá tekjulægri og dregur þannig úr jöfnuði. Neikvæð áhrif verðbólgu á jöfnuð eru mikil hérlendis samanborið við önnur ríki. Samkvæmt útgjaldatölum frá Hagstofu Íslands ver tekjulægsti fjórðungur Íslendinga ríflega helmingi hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu en sá tekjuhæsti. Aðstöðumunur þessara hópa þegar kemur að því að verja sig gagnvart verðbólgu er því mikill. Auk þess er verðtrygging útbreidd hérlendis. Geta tekjuhærri einstaklinga til að verja sig með beinum hætti gagnvart verðbólgu, til dæmis með fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum, er því meiri en í mörgum öðrum ríkjum. Barátta forstöðumanna verkalýðsfélaga fyrir auknum jöfnuði með ríflegum nafnlaunahækkunum getur vart talist skynsamleg. Slíkar hækkanir munu leiða til aukinnar verðbólgu sem vinnur gegn því markmiði. Standi vilji til að auka jöfnuð í samfélaginu væri líklegra til árangurs að líta til þeirra aðferða sem önnur norræn ríki hafa beitt. Þar hafa hóflegar nafnlaunahækkanir og lág verðbólga stutt við markmið um aukinn jöfnuð og stöðugt vaxandi kaupmátt á undanförnum áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Nær öll verkalýðsfélög landsins standa nú í verkfallsaðgerðum eða hafa boðað slíkar aðgerðir á komandi vikum. Ástæða boðaðra verkfalla er kröfur um allt að 50% nafnlaunahækkanir á þriggja ára tímabili, sem hvorki viðsemjendur verkalýðsfélaganna hjá hinu opinbera né á almennum vinnumarkaði hafa samþykkt. Haldi fram sem horfir er líklegt að samningar um verulegar nafnlaunahækkanir verði niðurstaðan. Verkfallsrétturinn veitir launþegum sterka samningsstöðu þar sem fæst fyrirtæki þola að starfsemi þeirra stöðvist í lengri tíma. Til marks um það hafa Samtök atvinnulífsins þegar lagt fram tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna yfir þrjú ár, en því tilboði var hafnað. Til samanburðar er það mat Seðlabanka Íslands að svigrúm til launahækkana nemi um 11% á sama tímabili. Launahækkanir umfram svigrúm munu óhjákvæmilega leiða til aukinnar verðbólgu. Nýverið birtist grein eftir aðalhagfræðing Seðlabankans þar sem áhrif 30% nafnlaunahækkunar á næstu þremur árum voru áætluð. Niðurstaðan var sú að verðlag myndi hækka um 15% til viðbótar við nýjustu spá bankans. Verðbólga færi þannig yfir 7% á ári samanborið við 2,5% á ári ef samið væri um launahækkanir innan þess svigrúms sem er til staðar.Tekjulágir berskjaldaðir Yfirskrift baráttudags verkalýðsins í ár var „jöfnuður býr til betra samfélag“ og endurómaði það sjónarmið í ræðum forsvarsmanna flestra verkalýðsfélaga á deginum. Hið þversagnakennda er að kröfugerðir verkalýðsfélaganna eru til þess fallnar að draga úr jöfnuði á sama tíma og forsvarsmenn þeirra gera kröfu um aukinn jöfnuð. Ástæða þess er að tekjulægri einstaklingar eru berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en þeir tekjuhærri. Tekjulágir verja hærri hluta launa sinna í neyslu, sem verður sífellt kostnaðarsamari eftir því sem verðlag hækkar. Tekjuháir hafa aftur á móti svigrúm til að leggja fyrir og fjárfesta í eignum sem veita þeim vörn gagnvart verðbólgu. Verðbólga kemur sér því verr fyrir þá tekjulægri og dregur þannig úr jöfnuði. Neikvæð áhrif verðbólgu á jöfnuð eru mikil hérlendis samanborið við önnur ríki. Samkvæmt útgjaldatölum frá Hagstofu Íslands ver tekjulægsti fjórðungur Íslendinga ríflega helmingi hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna í neyslu en sá tekjuhæsti. Aðstöðumunur þessara hópa þegar kemur að því að verja sig gagnvart verðbólgu er því mikill. Auk þess er verðtrygging útbreidd hérlendis. Geta tekjuhærri einstaklinga til að verja sig með beinum hætti gagnvart verðbólgu, til dæmis með fjárfestingu í verðtryggðum skuldabréfum, er því meiri en í mörgum öðrum ríkjum. Barátta forstöðumanna verkalýðsfélaga fyrir auknum jöfnuði með ríflegum nafnlaunahækkunum getur vart talist skynsamleg. Slíkar hækkanir munu leiða til aukinnar verðbólgu sem vinnur gegn því markmiði. Standi vilji til að auka jöfnuð í samfélaginu væri líklegra til árangurs að líta til þeirra aðferða sem önnur norræn ríki hafa beitt. Þar hafa hóflegar nafnlaunahækkanir og lág verðbólga stutt við markmið um aukinn jöfnuð og stöðugt vaxandi kaupmátt á undanförnum áratugum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar