Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. maí 2015 15:47 Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00