Aldrei meira fjármagn til uppbyggingar Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Uppbygging á ferðamannastöðum er eitt af brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir. Um þetta viðfangsefni hefur mikið verið fjallað á undanförnum árum sem kemur ekki á óvart, enda höfum við séð þreföldun í komu ferðamanna hingað til lands á síðastliðnum áratug og ekki náð að byggja upp innviði í takt við fjölgunina. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur starfað frá árinu 2011 og hefur unnið að fjölmörgum verkefnum. Frá upphafi hefur sjóðurinn úthlutað 2.300 milljónum króna, þar af tæpum 1.700 milljónum á tveimur síðustu árum. Til viðbótar við tekjur af gistináttagjaldi, sem ætlað var að standa undir þessari fjármögnun, hefur ríkisstjórnin sett aukalega 1.230 milljónir til þessa mikilvæga málaflokks á síðustu tveimur árum. Mun meira en nokkru sinni fyrr. Vandinn sem við blasir er margþættur og einskorðast ekki eingöngu við salernismál, sem nú eru mikið til umræðu. Úrbóta er víða þörf til að tryggja vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna og nauðsynlega innviði til að þjónusta þann mikla fjölda sem sækir landið heim. Frumvarpi um náttúrupassa var ætlað að leysa heildstætt þetta margþætta viðfangsefni sem snýr ekki eingöngu að innviðauppbyggingu heldur að öðrum þáttum eins og öryggismálum. Ljóst er að málið er á ábyrgð margra aðilaf, ríkis, sveitarfélaga, landeigenda og ferðaþjónustunnar sjálfrar. Því er brýnt að allir vinni saman að lausn þessara mála. Á undanförnum mánuðum hefur ráðuneyti mitt í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu og fleiri unnið að langtíma stefnumótun fyrir greinina í heild. Stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu og kynna í næsta mánuði. Vel hefur verið til vandað, litið til fordæma erlendis frá og samráð haft við hagsmunaaðila og aðra áhugasama um land allt. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og tel hana nauðsynlega til þess að styðja við áframhaldandi vöxt og framfarir ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi í þeirri mynd sem við þekkjum og glímir því kannski við ýmsa vaxtarverki. Salernismálin eru bara einn angi þeirra. Stjórnvöld eru vel meðvituð um það verkefni og því hefur auknu fjármagni verið varið til slíkra verkefna. Má geta þess að yfir 100 milljónum verður varið í að bæta salernisaðstöðu um allt land á þessu ári. Reyndar er það svo að fleira tefur uppbyggingu en skortur á fjármagni og má þar nefna skipulagsmál og annan undirbúning. Sem dæmi má nefna að af þeim 380 milljónum sem Framkvæmdasjóðurinn úthlutaði sérstaklega vorið 2014, án mótframlags, liggja tæpar 200 milljónir enn óhreyfðar vegna þess að verkefnunum er ekki lokið. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein. Verkefnin eru ærin og til þess að ljúka þeim þurfum við samstillt átak. Með öflugri stefnumótun, framtíðarsýn og samvinnu er ég sannfærð um að okkur takist vel til eins og alltaf þegar við stöndum saman.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun