Hin árlega atlaga Árni Heimir Ingólfsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Þær eru æði margar, hefðirnar sem lífga upp á tilveruna ár hvert þegar líða fer að jólum. Jólasveinar koma til byggða hver á eftir öðrum, daglegt líf tekur að hverfast um jólatónleika og kökubakstur, jólageit IKEA tortímist með dularfullum hætti. Um svipað leyti fer af stað, ár eftir ár, sérkennileg umræða um tilgang og tilkostnað Ríkisútvarpsins, knúin áfram af pólitískum öflum sem eru sneydd skilningi á því sem vera má menningu þjóðarinnar til heilla og framfara. Um leið er þetta skólabókardæmi um niðurrifsaðferð sem hægrimenn hafa tamið sér. Framlag til ríkisstofnunar er skert svo mjög að hún getur ekki uppfyllt skyldur sínar; þetta veldur „slakri frammistöðu“ sem svo má nota til að rökstyðja enn grimmari niðurskurð að ári. Þannig má jafnvel leggja í rúst hin mestu þarfaþing á skömmum tíma. Margt hefur undanfarna mánuði verið ritað um tilgang Ríkisútvarpsins og óþarfi að tíunda það hér. RÚV er einn af hornsteinum samfélags okkar, hefur ákveðna sérstöðu (og lagalegar skyldur) þegar kemur að menningu, listum, sögu – öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur sem ekki hefur þegar verið ofurselt innantómri markaðshyggju. Ríkisútvarpinu ber að miðla okkur fróðleik, efna til umræðu, varðveita og dreifa til okkar á nýjan leik því efni sem þar hefur safnast saman á 85 ára sögu þess. RÚV er akkeri okkar í ólgusjó. Ef ekki væri fyrir dagskrána þar væri til dæmis fátt sem benti til þess í íslenskri ljósvakamiðlun að Ísland er eitt Norðurlandanna, að við erum þjóð í Evrópu en ekki smábær í Texas, að saga okkar nær lengra aftur en til dagsins í gær, að hér er iðkuð margs konar menning, ritaðar margs konar bækur, spiluð og sungin og samin margs konar tónlist. Að hér býr margs konar fólk.Hin nýja sýn Nú berast ill tíðindi af málefnum RÚV. Útvarpsstjóri hefur lýst því yfir að verði útvarpsgjaldið lækkað, eins og boðað hafði verið, þurfi enn eina ferðina að ráðast í blóðugan niðurskurð. Um er að ræða heilar 1.400 krónur á ári, eða þrjár krónur og 83 aura á dag. Menntamálaráðherra hefur lýst sig fylgjandi því að útvarpsgjald haldist óbreytt, en hefur takmarkaðan stuðning enda telur flokkur hans sjálfs sig hafa fundið hina einu sönnu lausn á málum Ríkisútvarpsins: Samkvæmt ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í haust ber að leggja stofnunina niður. Maður veltir því óneitanlega fyrir sér hver sé orsök þess að við Íslendingar þurfum ár hvert að horfa upp á atlögu að þjóðarfjölmiðli landsins á meðan sambærilegir miðlar í nágrannalöndum okkar fá frið til þess að sinna störfum sínum og skyldum. Er hér kannski komin útrásarhugmynd fyrir postula einkaframtaksins? Væri ekki tilvalið að formenn ríkisstjórnarflokkanna kölluðu á sinn fund sendiherra Bretlands, Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands (svo aðeins nokkur lönd séu nefnd) og skýrðu fyrir þeim þann sparnað sem fælist í því að leggja niður á einu bretti BBC, DR, NRK, YLE, Radio France og þar fram eftir götunum? Heldur einhver að slíkum málatilbúningi yrði mætt með öðru en hlátrasköllum? Og hver er þá ástæða þess að við, örþjóð á hjara veraldar sem hefur meiri þörf en aðrar stærri fyrir þá gróðrarstöð andans sem þjóðarfjölmiðill er, þurfum að láta okkur þetta lynda, ár eftir ár?
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun