Carsten Lichtlein: Dagur heldur ekki langar ræður Arnar Björnsson í Katar skrifar 27. janúar 2015 15:30 Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira
Carsten Lichtlein stóð í marki Þjóðverja í sigri þeirra á Egyptum í 16 liða úrslitum. Þessi rúmlega tveggja metra kappi var stórkostlegur í leiknum, varði 20 af þeim 36 skotum sem hann fékk á sig. Þrjú af fimm vítaköstum Egypta höfnuðu í skrokknum á Lichtlein sem spilar með Gummersbach í Þýskalandi. Lichtlein er með 41% markvörslu líkt og Króatinn Filip Ivic. Daninn Jannick Green og Spánverjinn Gonzalo Pérez de Vargas eru með hærra hlutfall varðra skota. Þú áttir frábæran leik gegn Egyptum, þú hlýtur að hafa notið hans vel. „Já auðvitað. Við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum og allir eru í sjöunda himni með það. Nú bíður okkar erfiður leikur við Katara en ef við höldum einbeitingunni eigum við ágætan möguleika á að vinna," sagði Carsten Lichtlein. Þú ert búinn að spila marga eftirminnilega leiki en þessi hlýtur nú að vera eitthvað sérstakur? „Já það er ekki mikið ef markvörður fær á sig 16 mörk í leik og að vera með yfir 50% markvörslu er ekki eðlilegt (56% varsla hjá honum í leiknum). Þess vegna var þetta sérstakur leikur. Vörnin var góð og sem gerði mér verkefnið auðveldara," sagði Carsten Lichtlein. Það virðist vera mikið sjálfstraust í þýska liðinu? „Já að sjálfsögðu. Við teflum fram ungu liði sem er fullt af krafti og vörnin er sterk og þá náum við að nýta fljótu leikmennina, Uwe Gensheimer og Patrick Groetski og fáum þessi svokölluðu auðveldu mörk. Mörkin sem við skorum úr hraðaupphlaupum auðvelda okkur verkið," sagði Carsten Lichtlein. Þú hefur spilað með mörgum færum þjálfurum en hvernig er Dagur Sigurðsson? „Hann er góður, mjög rólegur og einbeittur við það sem hann er að gera. Við skoðum myndbönd og hann virðist alltaf segja það sem skiptir máli við leikmennina. Hann heldur ekki langar ræður, kemur aðalatriðunum frá sér í stuttu máli. Það þarf ekki að koma upplýsingum til okkar sem við þegar vitum. Dagur er því stuttorður en gagnorður sem er mjög gott," sagði Carsten Lichtlein. Þannig að þið standið þétt við bakið á honum? „Já að sjálfsögðu," sagði Carsten Lichtlein. Það er hægt að sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira