Ekki lama RÚV Björg Eva Erlendsdóttir og Friðrik Rafnsson og Mörður Árnason skrifa 10. desember 2015 07:00 Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur Ríkisútvarpið hluta af tilveru sinni, menningarþátttöku, lýðræðisstarfi, sýn til umheimsins, og vill að þetta almannaútvarp fylgi okkur inn í framtíðina. Landsmenn vilja líka að til séu aðrar öflugar stöðvar og miðlar. Á fjölbreyttum fjölmiðlavettvangi á Ríkisútvarpið að vera í senn kjölfesta og leiðarvísir, stöð með ákveðnar skyldur við samfélagið en ekki bara hluthafa sína, stöð sem býr að sterkri hefð en er nógu öflug og framsækin til að geta fylgt hjartslætti nýrra tíma. Það sem almannaútvarp Íslands þarf til að sinna hlutverki sínu er fjárhagslegur stöðugleiki og friður um grundvallargildin. Hingað til hefur gengið á ýmsu í fjármálunum en helstu samtök þjóðarinnar, pólitísk, fagleg og menningarleg, hafa staðið þétt á bak við það úrvalslið sem býr til Ríkisútvarpið á hverjum degi – útvarpið í 85 ár, sjónvarpið í næstum 50 ár. Nú blása aðrir vindar. Í stjórnarflokkunum tveimur eru öfl sem telja rétt að draga úr starfi Ríkisútvarpsins og vilja það jafnvel feigt, nema þá sem smástöð fyrir sérvitringa. Ástæður eru að hluta hugmyndafræðilegar og að hluta virðast þær tengjast einhvers konar hefndarhug sem enginn botnar í. Þessi öfl hamast nú gegn frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um að upphæð útvarpsgjaldsins verði áfram sú sama og verið hefur. Takist þeim að stöðva frumvarpið verður Ríkisútvarpið af verulegum tekjum, 4–500 milljónum króna. Engin ráð eru þá í sjónmáli önnur en harkalegur niðurskurður í launaútgjöldum, uppsagnir og stórskert dagskrá. Rekstur almannaútvarps þolir ekki slíkt högg. Hættan er sú að smám saman yrði dagskrá sjónvarps og útvarps svo dapurleg að áhorfendum og áheyrendum fækkaði, tekjur af auglýsingum drægjust saman og almennur stuðningur minnkaði. Stöðin mundi smám saman lamast – hætta að skipta máli – án þess að aðrir hefðu vilja og bolmagn til að gera okkur öllum það gagn sem Ríkisútvarpið gerir á hverjum degi. Við, stjórnarmenn í Ríkisútvarpinu, heitum á almenning að koma Ríkisútvarpinu til hjálpar og gera ráðherrum og þingmönnum ljóst að það má ekki lama almannaútvarpið.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun