Mazda MX-5 valinn bíll ársins í Japan Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 12:11 Mazda MX-5. Mazda MX-5 hefur verið valinn Bíll ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 er sjötta módelið af nýrri kynslóð Mazda bíla sem eru búnir hinni margverðlaunuðu SkyActiv vélartækni og hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinni. Þessi létti og lipri, tveggja sæta sportbíll er með drif á afturhjólunum. Við endurhönnun Mazda MX-5 var lögð áhersla á akstursánægju en um leið tókst hönnuðum Mazda að létta bílinn um heil 100 kg. Í forgangi var þó jafnframt að aðgengi væri auðvelt og bíllinn væri praktískur fyrir daglegt líf. „Við erum afar stolt og þakklát og það er sannur heiður að Mazda MX-5 skuli hljóta þessi virtu verðlaun. Þessi verðlaun eru frábær innblástur til þess að halda áfram á þeirri braut sem við erum komin á. Við munum halda áfram að búa til bíla með frábæra aksturseiginleika og stefnan tekin á að verða hinn eini sanni bíll fyrir okkar viðskiptavini og að þeir muni leita aftur og aftur til okkar.“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri Mazda við afhendingu verðlaunanna. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent
Mazda MX-5 hefur verið valinn Bíll ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 er sjötta módelið af nýrri kynslóð Mazda bíla sem eru búnir hinni margverðlaunuðu SkyActiv vélartækni og hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinni. Þessi létti og lipri, tveggja sæta sportbíll er með drif á afturhjólunum. Við endurhönnun Mazda MX-5 var lögð áhersla á akstursánægju en um leið tókst hönnuðum Mazda að létta bílinn um heil 100 kg. Í forgangi var þó jafnframt að aðgengi væri auðvelt og bíllinn væri praktískur fyrir daglegt líf. „Við erum afar stolt og þakklát og það er sannur heiður að Mazda MX-5 skuli hljóta þessi virtu verðlaun. Þessi verðlaun eru frábær innblástur til þess að halda áfram á þeirri braut sem við erum komin á. Við munum halda áfram að búa til bíla með frábæra aksturseiginleika og stefnan tekin á að verða hinn eini sanni bíll fyrir okkar viðskiptavini og að þeir muni leita aftur og aftur til okkar.“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri Mazda við afhendingu verðlaunanna.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent