Breskt og íslenskt: Draumablanda Stuart Gill skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Discovery Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa alltaf eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vettvang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bretlandi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem farþegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bretlands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglubundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flugvöllum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda.Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferðamannastraumi. Reyndar er umferðin milli landanna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður duglegir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flugvalla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þrautbetri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands, og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bretlands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hagsbóta á marga vísu; skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengurinn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar.Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bretlandi hefur verið að aukast á síðustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þessari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum breskum matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaupum í Smáralind fimmtudaginn 5. febrúar og mun standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekkmenn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragðdæmum frá Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Discovery Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa alltaf eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vettvang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bretlandi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem farþegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bretlands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglubundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flugvöllum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda.Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferðamannastraumi. Reyndar er umferðin milli landanna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður duglegir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flugvalla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þrautbetri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands, og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bretlands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hagsbóta á marga vísu; skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengurinn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar.Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bretlandi hefur verið að aukast á síðustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þessari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum breskum matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaupum í Smáralind fimmtudaginn 5. febrúar og mun standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekkmenn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragðdæmum frá Bretlandi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun