Breskt og íslenskt: Draumablanda Stuart Gill skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Discovery Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa alltaf eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vettvang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bretlandi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem farþegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bretlands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglubundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flugvöllum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda.Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferðamannastraumi. Reyndar er umferðin milli landanna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður duglegir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flugvalla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þrautbetri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands, og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bretlands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hagsbóta á marga vísu; skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengurinn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar.Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bretlandi hefur verið að aukast á síðustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þessari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum breskum matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaupum í Smáralind fimmtudaginn 5. febrúar og mun standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekkmenn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragðdæmum frá Bretlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Nýlega reynsluók ég nýjum Land Rover Discovery Sport eftir Kaldadal, í djúpum snjó við rætur Langjökuls. Þetta var draumablanda: Frábær breskur bíll og stórbrotið íslenskt landslag. Það er ekki að undra að fleiri ferðamenn komi til Íslands frá Bretlandi en frá nokkru öðru landi. Við Bretar þráum að prófa alltaf eitthvað nýtt, kannski eitthvað óhefðbundið, eitthvað sem felur í sér svolitla ögrun. Umfram allt elskum við fallega náttúru. Ísland hefur upp á allt þetta að bjóða, og meira til. Það kemur því ekki á óvart að framleiðandi Land Rover skyldi hafa valið Ísland sem vettvang alheimskynningar á hinum nýja Discovery Sport. Breskir ferðamenn ferðast nú til Íslands frá níu flugvöllum í Bretlandi, fleirum en nokkru öðru landi sem flogið er frá til Íslands, og sem farþegar skemmtiferðaskipa. Stærsta flugfélag Bretlands – sem er jafnframt það fjórða stærsta í Evrópu – easyJet, heldur úti reglubundnu flugi til Íslands frá sex af þessum níu flugvöllum, allan ársins hring. Við Bretar erum nefnilega ekki bara sumargestir; við sækjum líka til Íslands í myrkri og kulda.Fagnaðarefni Um ein milljón ferðamanna kom til Íslands á árinu 2014, þar af yfir fimmtungur Bretar. Margir þeirra voru að koma hingað í annað eða þriðja sinn. Á morgun, föstudag, mun svo enn ein flugleiðin bætast við þegar Icelandair hefur flug til Birmingham. Það er fagnaðarefni og mun stuðla að enn meiri ferðamannastraumi. Reyndar er umferðin milli landanna sannarlega ekki bara í eina átt. Íslendingar eru ekki síður duglegir að sækja Bretland heim. Þeir nýta sér flug til þessara níu flugvalla í landinu til að versla, fara í frí, sinna viðskiptaerindum og sækja nám. Þar sem efnahagur beggja landa hefur reynst þrautbetri en margra annarra eru horfur á að viðskiptatengslin haldi áfram að eflast. Hagvöxtur í Bretlandi er nú sá mesti síðan árið 2007. En það bíða fleiri tækifæri til að efla efnahag beggja landa. Eftir því sem umheimurinn breytist verða orkuöryggi og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum mikilvægari fyrir okkur öll. Í Bretlandi höfum við sett okkur skýr markmið um að draga úr losun koltvíoxíðs. Í þessu skyni höfum við nú þegar lagt rafstrengi til Frakklands, Írlands og Hollands, og áform eru uppi um að bæta við slíkum tengingum til Noregs og Danmerkur. Ég vona innilega að einn góðan veðurdag verði slíkri tengingu líka komið á milli Bretlands og Íslands, en það yrði lengsti rafmagns-sæstrengur heims. Sú tenging yrði báðum löndum til hagsbóta á marga vísu; skapa fjárfestingar og störf beggja vegna hafsins og ríkulegt tekjustreymi til Íslands. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu er annars vegar, en ég hef þá bjargföstu trú að þau viðfangsefni séu öll leysanleg og ég ber þá von í brjósti að sæstrengurinn muni verða áþreifanlegt tákn um traust tengsl landa okkar.Breskir dagar Tækifærin liggja víðar. Nú er komið að því að vekja athygli Íslendinga á breskri matvöru. Matvælaútflutningur frá Bretlandi hefur verið að aukast á síðustu árum og nemur nú andvirði um 3.900 milljarða króna árlega. Við vonumst til að geta fylgt þessari þróun eftir á Íslandi með því að beina kastljósinu að völdum breskum matvörum á Breskum dögum næstu tíu daga. Átakinu verður hleypt af stokkunum í Hagkaupum í Smáralind fimmtudaginn 5. febrúar og mun standa yfir í verslunum Hagkaupa um land allt til 15. þessa mánaðar. Íslendingar eru smekkmenn á mat – ég held ég hafi hvergi í heiminum bragðað betri fisk eða lambakjöt – en ég vona að við getum freistað ykkar með bragðdæmum frá Bretlandi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar