Vodafone: Upplýsingagjöf hvorki til skoðunar né rannsóknar innan Kauphallar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 16:30 Vodafone kemur dreifikerfinu til varnar. Vísir/Daníel Vodafone segir upplýsingagjöf frá félaginu vegna samnings við RÚV, um uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps, hafa verið vandaða og skýra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjarskiptafélaginu vegna umfjöllunar um skýrslu nefndar sem tók út rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er samningur Ríkisútvarpsins við Vodafone gagnrýndur og því meðal annars haldið fram að ósamræmi í umfjöllun um samninginn innan RÚV og tilkynninga sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Vodafone segir upplýsingagjöf sína vegna kostnaðar við samninginn hafa verið vandaða og skýra. Því var haldið fram á Eyjunni á þriðjudag að samningur RÚV og Vodafone væri til skoðunar innan Kauphallarinnar, þá hvort rangar upplýsingar hafi verið gefnar þegar tilkynnt var um samninginn í ársbyrjun 2013. Vodafone segist hafa fengið staðfestingu á því hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins sé hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Í tilkynningu segir Vodafone að samningurinn kveði á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur dreifikerfis sjónvarps og að DVB-T/T2-tæknin, sem fær ekki háa einkunn í skýrslunni, sé útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag.Sjá einnig: 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsinsSjá tilkynningu Vodafone í heild sinni hér fyrir neðan:Vodafone tók þátt í forvali fyrir lokað útboð RÚV, sem fólst í að koma á stafrænum útsendingum í stað hliðrænna á landinu öllu í samkeppni við meðal annars Símann og TeleNor. Á endanum stóð valið á milli tilboða tveggja félaga, Vodafone og TeleNor. Tilboð Vodafone var metið hagstæðast og því gengið til samninga í kjölfarið um 15 ára óuppsegjanlegan samning, sem fól í sér skyldur til umtalsverðra fjárfestinga og rekstrarkostnaðar fyrir Vodafone. Sendastöðum var til að mynda fjölgað um 70% á uppbyggingartímabilinu, um allt land, en megin þungi fjárfestinga og kostnaðar Vodafone féll til á árunum 2013 og 2014. Upplýsingagjöf félagsins um umræddan samning var vönduð og skýr. Vodafone hefur fengið staðfest hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins er hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Nauðsynlegt er að taka fram að fyrrnefndur samningur kveður á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps. Vodafone sér ennfremur um rekstur langbylgjurása RÚV og rekur tæplega 200 FM senda um allt land. Í tilefni af umræðu um meinta úrelta tækni skal tekið fram að DVB-T/T2 tæknin er útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag, sér í lagi hjá fjölmiðlum í almannaeigu enda gerir hún ekki kröfu til viðbótar kostnaðar hjá notendum. DVB-T2 staðallinn var upphaflega útfærður árið 2008. Fyrsta DVB-T2 kerfið fór í loftið í Bretlandi árið 2010 og fjölgar enn stöðugt þeim löndum sem nýta sér DVB-T2 tæknina. Útboð RÚV árið 2012 setti skilyrði um 99,8% dreifingu með DVB tækni og allir þátttakendur útboðsins buðu miðað við þær forsendur. Tengdar fréttir „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33 Jafn margir áskrifendur að Netflix og Mogganum 18,4 prósent heimila er með áskrift að Netflix og 3,6 prósent með Hulu Plus. 29. október 2015 13:01 Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Vodafone segir upplýsingagjöf frá félaginu vegna samnings við RÚV, um uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps, hafa verið vandaða og skýra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjarskiptafélaginu vegna umfjöllunar um skýrslu nefndar sem tók út rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er samningur Ríkisútvarpsins við Vodafone gagnrýndur og því meðal annars haldið fram að ósamræmi í umfjöllun um samninginn innan RÚV og tilkynninga sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Vodafone segir upplýsingagjöf sína vegna kostnaðar við samninginn hafa verið vandaða og skýra. Því var haldið fram á Eyjunni á þriðjudag að samningur RÚV og Vodafone væri til skoðunar innan Kauphallarinnar, þá hvort rangar upplýsingar hafi verið gefnar þegar tilkynnt var um samninginn í ársbyrjun 2013. Vodafone segist hafa fengið staðfestingu á því hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins sé hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Í tilkynningu segir Vodafone að samningurinn kveði á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur dreifikerfis sjónvarps og að DVB-T/T2-tæknin, sem fær ekki háa einkunn í skýrslunni, sé útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag.Sjá einnig: 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsinsSjá tilkynningu Vodafone í heild sinni hér fyrir neðan:Vodafone tók þátt í forvali fyrir lokað útboð RÚV, sem fólst í að koma á stafrænum útsendingum í stað hliðrænna á landinu öllu í samkeppni við meðal annars Símann og TeleNor. Á endanum stóð valið á milli tilboða tveggja félaga, Vodafone og TeleNor. Tilboð Vodafone var metið hagstæðast og því gengið til samninga í kjölfarið um 15 ára óuppsegjanlegan samning, sem fól í sér skyldur til umtalsverðra fjárfestinga og rekstrarkostnaðar fyrir Vodafone. Sendastöðum var til að mynda fjölgað um 70% á uppbyggingartímabilinu, um allt land, en megin þungi fjárfestinga og kostnaðar Vodafone féll til á árunum 2013 og 2014. Upplýsingagjöf félagsins um umræddan samning var vönduð og skýr. Vodafone hefur fengið staðfest hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins er hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Nauðsynlegt er að taka fram að fyrrnefndur samningur kveður á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps. Vodafone sér ennfremur um rekstur langbylgjurása RÚV og rekur tæplega 200 FM senda um allt land. Í tilefni af umræðu um meinta úrelta tækni skal tekið fram að DVB-T/T2 tæknin er útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag, sér í lagi hjá fjölmiðlum í almannaeigu enda gerir hún ekki kröfu til viðbótar kostnaðar hjá notendum. DVB-T2 staðallinn var upphaflega útfærður árið 2008. Fyrsta DVB-T2 kerfið fór í loftið í Bretlandi árið 2010 og fjölgar enn stöðugt þeim löndum sem nýta sér DVB-T2 tæknina. Útboð RÚV árið 2012 setti skilyrði um 99,8% dreifingu með DVB tækni og allir þátttakendur útboðsins buðu miðað við þær forsendur.
Tengdar fréttir „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33 Jafn margir áskrifendur að Netflix og Mogganum 18,4 prósent heimila er með áskrift að Netflix og 3,6 prósent með Hulu Plus. 29. október 2015 13:01 Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33
Jafn margir áskrifendur að Netflix og Mogganum 18,4 prósent heimila er með áskrift að Netflix og 3,6 prósent með Hulu Plus. 29. október 2015 13:01
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent