Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. október 2015 13:01 Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. Vísir/GVA Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan. Alþingi Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir því að útvarpsgjaldi verði 17.800 krónur og renni óskipt til félagsins frá og með næstu áramótum og hækki með verðlagi. Það er 1.400 krónum meira en fjárlagafrumvarp næsta árs gerir nú ráð fyrir. Á fimm ára áætlunartíma eru þetta því tæplega 5,8 milljarða króna hækkun á opinberu framlagi sem stofnunin gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um rekstur RÚV.Lóðin þarf að seljast Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki má neitt út af bregða vegna byggingarréttarsölu á lóð fyrirtækisins. Reiknað er með 1.500 milljóna króna tekjum af sölunni.Alþingi gerir ekki ráð fyrir jafn háum framlögum til RÚV af skattfé og fyrirtækið sjálft.Vísir/GVAÞriðja forsenda þess að RÚV nái að koma sér á kjöl er að ríkissjóður létti skuldabréfi í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af fyrirtækinu. Óhagstæð vaxtakjör Skuldin nemur 3,2 milljörðum króna en þar sem hún var tilkomin áður en rekstrarformi RÚV var breytt í ohf, eða opinbert hlutafélag, hvílir á því ríkisábyrgð. Skuldabréfið er til ársins 2025, verðtryggt og með fasta 5 prósent vexti. Það er mat nefndarinnar sem skrifaði skýrsluna að vaxtakjör séu óhagstæð. „Markaðsvextir skuldabréfa Íbúðalánasjóðs, sem jafnframt bera ríkisábyrgð, eru nú um 2,6%. RÚV er því að greiða um 77 m.kr. á ári í vexti umfram núverandi markaðsvexti láns með ríkisábyrgð,“ segir í skýrslunni. Hækki útvarpsgjaldið ekki og taki ríkissjóður ekki yfir skuld fyrirtækisins við LSR má reikna með að taprekstur RÚV verði orðinn milljarður króna á tímabilinu 2019-2020. Enn verri staða blasir við verði ekki hægt að nýta sölu byggingaréttar til niðurgreiðslu skulda.Heildartekjur BBC á hvern íbúa eru lægri en hjá RÚV.Vísir/EPAMeð hæstu heildartekjurnarÍ skýrslunni segir að RÚV sé með um fjórðungi hærri heildartekjur á íbúa en meðaltal samanburðarlanda. Inni í þeim tölum eru bæði ríkisframlag og aðrar tekjur, svo sem auglýsingatekjur. „Til að bera saman tekjur systurstofnana er varasamt að bera saman útvarpsgjald eða afnotagjald þar sem reglur um slíkt eru afar mismunandi. Sum ríki innheimta gjald af hverju heimili, sum hafa afslætti fyrir ýmsa hópa,“ segir í skýrslunni um þennan samanburð. Norska ríkisútvarpið NRK er með svipaðar heildartekjur á íbúa og RÚV. Heildartekjur Breska ríkisútvarpsins á íbúa er lægri, sem og tekjur danska, finnska og sænska ríkisútvarpsins. Skýrsluna í heild má lesa hér að neðan.
Alþingi Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira