Leitum sameiginlegra lausna Kolbeinn Árnason skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun