Leitum sameiginlegra lausna Kolbeinn Árnason skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Óskir Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa snúið að því að stjórnvöld taki tillit til íslenskra viðskiptahagsmuna en fela ekki í sér kröfu um breytingar á utanríkisstefnu Íslands. Við teljum að það sé sjálfsögð krafa að stjórnvöld efni til umræðu um aðgerðir sem snerta jafn mikilvæga hagsmuni þjóðarinnar og íslenskur sjávarútvegur gerir. Við gerum okkur grein fyrir því að málið er ekki einfalt og snertir víða hagsmuni. Hins vegar er það svo að áhrifin hitta okkur Íslendinga sérlega harkalega fyrir vegna þess hve samofnir hagsmunir Íslendinga og sjávarútvegsins eru. Þær viðskiptaþvinganir sem Rússar eru beittir af hálfu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerta fá svið. Þær ganga út á það að Rússum verði ekki seld hergögn, að eignir ákveðinna einstaklinga séu frystar og að komið sé í veg fyrir fjármögnun sumra fjármálastofnana í Rússlandi. Ekkert þessara atriða snerta Ísland. Viðbrögð Rússa við þessum aðgerðum eru að loka á innflutning á matvælum og það hittir Íslendinga hins vegar mjög illa fyrir. Mér er það til efs að nokkurt annað land verði fyrir jafn alvarlegum efnahagslegum afleiðingum þessara viðskiptaþvingana sem önnur lönd hönnuðu á grundvelli sinna hagsmuna. Þannig sáum við nýlega fréttir af því að þýska fyrirtækið Siemens var að gera 40 ára þjónustusamning við rússnesk járnbrautafyrirtæki, áfram selja Rússar gas til Evrópu og svo mætti áfram telja. Hagsmunir Íslendinga í þessu máli tengjast ekki einungis hagsmunum nokkurra fyrirtækja í sjávarútvegi. Þeir varða þjóðarhag. Í húfi er fjöldi starfa, gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, afkoma sveitarfélaga víða um land, afkoma fyrirtækja sem skila samfélaginu stórum hluta tekna sinna sem við byggjum velferð okkar á. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki horfa ekki bara til næsta ársreiknings, þau hafa á undanförnum árum lagt í gríðarlega fjárfestingar á skipum og vinnslum til að geta eflst og stækkað. Til hliðar við þær fjárfestingar hafa tæknigreinar eflst og ýmiss konar vöruþróun til að nýta hráefni sem best og skapa þannig aukin verðmæti sem svo nýtast samfélaginu. Þessi sjónarmið hafa fyrirtækin að leiðarljósi í starfi sínu og óska eftir því að það geri stjórnvöld líka. Við hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi höfum ekki áhuga á að því að leggjast í skotgrafahernað við einstaka menn eða ráðuneyti, við gerum okkur vel grein fyrir því hve flókin staða þetta er. Við óskum hins vegar eftir því að unnið sé í friðsemd að því að gera sem best úr stöðunni og hægt er úr því sem komið er með hagsmuni íslensks samfélags að leiðarljósi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun