Húsnæðisfélög ábyrg í eldvörnum Garðar H. Guðjónsson skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að eldvörnum virðist einkum vera áfátt hjá fólki sem býr í leiguhúsnæði grennslaðist Eldvarnabandalagið fyrir um hvernig staðið er að eldvörnum hjá nokkrum stórum leigu- og húsnæðisfélögum. Haft var samband við sex félög sem leigja út og annast rekstur á um 6.000 íbúðum víða um land. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið einkar ánægjulega á óvart. Í ljós kom að félögin standa almennt vel að eldvörnum í íbúðum sínum og sum alveg framúrskarandi vel. Það er því ljóst að það eru ekki leigjendur þessara félaga sem koma illa út í rannsóknum á eldvörnum á íslenskum heimilum. Þar sem best lætur sjá umrædd félög til þess að reykskynjarar eru í öllum aðskildum rýmum, slökkvitæki við helstu flóttaleið og eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi. Nokkur dæmi eru um að skynjararnir séu tengdir kerfum öryggisfyrirtækja. Sum félög senda leigjendum sínum árlega áminningu um mikilvægi eldvarna og þess að halda búnaðinum við, svo sem með því að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Jafnvel eru dæmi um að félögin láti leigjendum rafhlöður í té og í að minnsta kosti einu tilviki býðst félag til að aðstoða við rafhlöðuskipti ef þess gerist þörf. Dæmi eru um að stór húsnæðisfélög leiti ráðgjafar slökkviliðs um eldvarnir, ekki síst eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa. Handbók um eldvarnirDæmi eru einnig um að félög hafi sent leigjendum gagnlegar upplýsingar um eldvarnir. Þannig sendi Klettur leigufélag til að mynda öllum leigjendum sínum handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir síðastliðið vor ásamt sameiginlegu bréfi Kletts og Eldvarnabandalagsins um mikilvægi eldvarna og viðhalds eldvarnabúnaðar. Handbókin er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fleiri stór húsnæðisfélög hyggjast fara að dæmi Kletts nú með haustinu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stóru húsnæðis- og leigufélög skuli standa með svo ábyrgum hætti að eldvörnum. Vonandi taka aðrir leigusalar þau sér til fyrirmyndar. Eldvarnir og aðgátEngu að síður er ljóst að eldvörnum er mjög ábótavant á mörgum íslenskum heimilum og ástæða til að hvetja fólk til að tryggja viðunandi eldvarnir í íbúðum sínum. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1. Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum aðskildum rýmum en að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. 2. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. 3. Eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi, þó ekki svo nærri eldavél að erfitt sé að ná til þess komi upp eldur. Umfram allt þarf svo auðvitað að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar er opinn eldur, það er kertaljós og reykingar, helsta orsök eldsvoða þar sem banaslys hafa orðið síðan 2001. Rafmagn er einnig algeng orsök eldsvoða, ekki síst vegna notkunar eldavéla, þvottavéla og þurrkara. Því ber að sýna aðgát við eldamennsku og alls ekki hafa þvottavélar og þurrkara í gangi þegar heimilið er mannlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að eldvörnum virðist einkum vera áfátt hjá fólki sem býr í leiguhúsnæði grennslaðist Eldvarnabandalagið fyrir um hvernig staðið er að eldvörnum hjá nokkrum stórum leigu- og húsnæðisfélögum. Haft var samband við sex félög sem leigja út og annast rekstur á um 6.000 íbúðum víða um land. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi komið einkar ánægjulega á óvart. Í ljós kom að félögin standa almennt vel að eldvörnum í íbúðum sínum og sum alveg framúrskarandi vel. Það er því ljóst að það eru ekki leigjendur þessara félaga sem koma illa út í rannsóknum á eldvörnum á íslenskum heimilum. Þar sem best lætur sjá umrædd félög til þess að reykskynjarar eru í öllum aðskildum rýmum, slökkvitæki við helstu flóttaleið og eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi. Nokkur dæmi eru um að skynjararnir séu tengdir kerfum öryggisfyrirtækja. Sum félög senda leigjendum sínum árlega áminningu um mikilvægi eldvarna og þess að halda búnaðinum við, svo sem með því að skipta um rafhlöður í reykskynjurum. Jafnvel eru dæmi um að félögin láti leigjendum rafhlöður í té og í að minnsta kosti einu tilviki býðst félag til að aðstoða við rafhlöðuskipti ef þess gerist þörf. Dæmi eru um að stór húsnæðisfélög leiti ráðgjafar slökkviliðs um eldvarnir, ekki síst eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa. Handbók um eldvarnirDæmi eru einnig um að félög hafi sent leigjendum gagnlegar upplýsingar um eldvarnir. Þannig sendi Klettur leigufélag til að mynda öllum leigjendum sínum handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir síðastliðið vor ásamt sameiginlegu bréfi Kletts og Eldvarnabandalagsins um mikilvægi eldvarna og viðhalds eldvarnabúnaðar. Handbókin er einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins. Fleiri stór húsnæðisfélög hyggjast fara að dæmi Kletts nú með haustinu. Það er sannarlega fagnaðarefni að þessi stóru húsnæðis- og leigufélög skuli standa með svo ábyrgum hætti að eldvörnum. Vonandi taka aðrir leigusalar þau sér til fyrirmyndar. Eldvarnir og aðgátEngu að síður er ljóst að eldvörnum er mjög ábótavant á mörgum íslenskum heimilum og ástæða til að hvetja fólk til að tryggja viðunandi eldvarnir í íbúðum sínum. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1. Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Best er að hafa reykskynjara í öllum aðskildum rýmum en að lágmarki framan við eða í hverri svefnálmu og á hverri hæð. 2. Léttvatns- eða duftslökkvitæki við helstu flóttaleið. 3. Eldvarnateppi á aðgengilegum stað í eldhúsi, þó ekki svo nærri eldavél að erfitt sé að ná til þess komi upp eldur. Umfram allt þarf svo auðvitað að fara varlega. Samkvæmt upplýsingum Mannvirkjastofnunar er opinn eldur, það er kertaljós og reykingar, helsta orsök eldsvoða þar sem banaslys hafa orðið síðan 2001. Rafmagn er einnig algeng orsök eldsvoða, ekki síst vegna notkunar eldavéla, þvottavéla og þurrkara. Því ber að sýna aðgát við eldamennsku og alls ekki hafa þvottavélar og þurrkara í gangi þegar heimilið er mannlaust.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar