Framtíð hjúkrunar á Íslandi er áhyggjuefni Berglind Guðrún Chu skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Nú er allt dottið í dúnalogn í fjölmiðlum varðandi komandi gerðardóm sem verður settur á hjúkrunarfræðinga starfandi hjá ríkinu. Það er sama sem engin umfjöllun lengur um verðandi uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða. Þrátt fyrir að öll fyrri umræða, sem var þónokkur að mínu mati, leiddi til þess að manni varð þungt um hjarta þá er skortur á sams konar umræðu að valda því sama. Stór hópur hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp, til dæmis á sviði hjartahjúkrunar, gjörgæsluhjúkrunar og skurðhjúkrunar. Á minni deild er sömu sögu að segja. Langflestir hjúkrunarfræðingar með reynslu, þekkingu og fagmennsku að baki hafa sagt upp á smitsjúkdómadeildinni og ef af þessu verður þá verður sú deild ekki starfhæf. Ég veit um þónokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að leita í önnur störf. Ég veit einnig um hjúkrunarfræðinga sem eru orðnir svo þreyttir á álaginu að þeir eru að yfirgefa starfsgreinina. Ekki má heilbrigðiskerfið við því miðað við fyrri umræðu um fjölda hjúkrunarfræðinga sem eru að komast á eftirlaun næstu þrjú árin og endurnýjun stéttarinnar sem hefur ekki undan. Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka. Mun ég allt í einu þurfa að sinna kannski tíu manns á hefðbundinni morgunvakt í stað þeirra sex sem ég gerði áður? Hvað verður um öryggi sjúklinga þá? Hvað ætlar ríkið að gera? Hvað ætlar Landspítali að gera? Það er okkur starfsmönnunum og þegnum þessa lands ekki ljóst. Komið hefur til tals að fá utanaðkomandi vinnuafl, verktaka og hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Það finnst mér ótrúlegt þar sem kjör okkar eru almennt lakari en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar frá Danmörku og Noregi lýst yfir stuðningi vegna kjarabaráttu okkar. Finnst mér alveg ótrúlegt að þessi kjarabarátta í þessu litla landi hafi frést út í heim en er mjög þakklát þeim stuðningi sem við höfum fengið. Þar sem ég hef 16 ára starfsreynslu á Landspítala þá man ég eftir því þegar síðast þurfti að grípa til erlends vinnuafls og verktaka. Ég hugsa til þess tíma með hryllingi. Þessir hjúkrunarfræðingar voru með mun hærri laun og skiluðu ekki af sér betri þjónustu en við hin á gólfinu. Þvert á móti var eingöngu verið að sinna því nauðsynlegasta og skortur var á fagmennsku, gæðum og metnaði þar sem þeir höfðu engum sérstökum skyldum að gegna gagnvart vinnustaðnum. Ég er einnig aðjúnkt við Hjúkrunardeild HÍ og hef áhyggjur af nemunum okkar. Ég hef komið að skipulagningu og kennslu þriðja árs hjúkrunarnema sem hafa verið frá um 60-90 manns hvert ár. Þessir nemar þurfa að fá verklega kennslu sem er mikilvægur hluti námsins. Þar fyrst fá þeir að spreyta sig og sjá og fylgja reyndum hjúkrunarfræðingum í starfi. Hvað verður um þá? Verður hægt að koma þeim út á deildir þegar engir hjúkrunarfræðingar verða til að taka á móti þeim? Eigum við að láta erlenda hjúkrunarfræðinga kenna nemunum okkar? Hvað verður um gæði kennslunnar, velti ég fyrir mér. Eins og þið sjáið eru áhyggjuefnin mörg og þessu máli er langt í frá lokið. Ég biðla til stjórnvalda og yfirmanna Landspítalans um að finna lausnir sem eru mannsæmandi fyrir okkar flottu og vel menntuðu hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú er allt dottið í dúnalogn í fjölmiðlum varðandi komandi gerðardóm sem verður settur á hjúkrunarfræðinga starfandi hjá ríkinu. Það er sama sem engin umfjöllun lengur um verðandi uppsagnir reyndra hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að um stóran hóp sé að ræða. Þrátt fyrir að öll fyrri umræða, sem var þónokkur að mínu mati, leiddi til þess að manni varð þungt um hjarta þá er skortur á sams konar umræðu að valda því sama. Stór hópur hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp, til dæmis á sviði hjartahjúkrunar, gjörgæsluhjúkrunar og skurðhjúkrunar. Á minni deild er sömu sögu að segja. Langflestir hjúkrunarfræðingar með reynslu, þekkingu og fagmennsku að baki hafa sagt upp á smitsjúkdómadeildinni og ef af þessu verður þá verður sú deild ekki starfhæf. Ég veit um þónokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að leita í önnur störf. Ég veit einnig um hjúkrunarfræðinga sem eru orðnir svo þreyttir á álaginu að þeir eru að yfirgefa starfsgreinina. Ekki má heilbrigðiskerfið við því miðað við fyrri umræðu um fjölda hjúkrunarfræðinga sem eru að komast á eftirlaun næstu þrjú árin og endurnýjun stéttarinnar sem hefur ekki undan. Hjúkrunarfræðingarnir sem eru búnir að segja upp eru í mikilli óvissu og ég heyri að þeir hafa áhyggjur af framtíðinni. Okkur sem eftir sitjum líður ekkert betur því framtíð Landspítalans hefur bein áhrif á okkur líka. Mun ég allt í einu þurfa að sinna kannski tíu manns á hefðbundinni morgunvakt í stað þeirra sex sem ég gerði áður? Hvað verður um öryggi sjúklinga þá? Hvað ætlar ríkið að gera? Hvað ætlar Landspítali að gera? Það er okkur starfsmönnunum og þegnum þessa lands ekki ljóst. Komið hefur til tals að fá utanaðkomandi vinnuafl, verktaka og hjúkrunarfræðinga erlendis frá. Það finnst mér ótrúlegt þar sem kjör okkar eru almennt lakari en gengur og gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig hafa hjúkrunarfræðingar frá Danmörku og Noregi lýst yfir stuðningi vegna kjarabaráttu okkar. Finnst mér alveg ótrúlegt að þessi kjarabarátta í þessu litla landi hafi frést út í heim en er mjög þakklát þeim stuðningi sem við höfum fengið. Þar sem ég hef 16 ára starfsreynslu á Landspítala þá man ég eftir því þegar síðast þurfti að grípa til erlends vinnuafls og verktaka. Ég hugsa til þess tíma með hryllingi. Þessir hjúkrunarfræðingar voru með mun hærri laun og skiluðu ekki af sér betri þjónustu en við hin á gólfinu. Þvert á móti var eingöngu verið að sinna því nauðsynlegasta og skortur var á fagmennsku, gæðum og metnaði þar sem þeir höfðu engum sérstökum skyldum að gegna gagnvart vinnustaðnum. Ég er einnig aðjúnkt við Hjúkrunardeild HÍ og hef áhyggjur af nemunum okkar. Ég hef komið að skipulagningu og kennslu þriðja árs hjúkrunarnema sem hafa verið frá um 60-90 manns hvert ár. Þessir nemar þurfa að fá verklega kennslu sem er mikilvægur hluti námsins. Þar fyrst fá þeir að spreyta sig og sjá og fylgja reyndum hjúkrunarfræðingum í starfi. Hvað verður um þá? Verður hægt að koma þeim út á deildir þegar engir hjúkrunarfræðingar verða til að taka á móti þeim? Eigum við að láta erlenda hjúkrunarfræðinga kenna nemunum okkar? Hvað verður um gæði kennslunnar, velti ég fyrir mér. Eins og þið sjáið eru áhyggjuefnin mörg og þessu máli er langt í frá lokið. Ég biðla til stjórnvalda og yfirmanna Landspítalans um að finna lausnir sem eru mannsæmandi fyrir okkar flottu og vel menntuðu hjúkrunarfræðinga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun