Lyfjamisnotkun í frjálsíþróttum! Birgir Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2015 12:00 Fregnir um útbreidda lyfjamisnotkun í frjálsíþróttum hafa farið um heiminn sem eldur í sinu og gætu verið réttar en málið er ekki einfalt. Vegið er að Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu IAAF fyrir að hafa legið á upplýsingum en slíkt er fráleitt. Svör við jákvæðum sýnum berast til nokkurra aðila og enginn einn getur legið á slíku. Jákvæð sýni finnast að sjálfsögðu aðeins hjá þeim alþjóðasérsamböndum sem leita þeirra kerfisbundið. IAAF hefur verið leiðandi í lyfjaeftirliti. Það hóf fyrst prófun utan keppni og fyrst blóðtökur til gerðar líffræðilegs vegabréfs, þ.e. biologic passport, og var einn af „hvataaðilum“ og stofnendum Heimsstofnunar gegn lyfjamisnotkun, þ.e. WADA, árið 1999. Rannsókn á sýni er flókin nákvæmnisaðgerð samkvæmt vel skilgreindum aðferðum og er aðeins gerð á sérhæfðum rannsóknarstofum sem eru undir sífelldu gæðaeftirliti. Þegar ný lyf koma fram eins og t.d. í BALCO-málinu í Bandaríkjunum getur tekið nokkurn tíma að þróa aðferð til greiningar. Niðurstaðan verður ekki aðeins að sannfæra vísindasamfélagið heldur miklu fremur lögfræðinga og dómstóla því þar er ákvörðun tekin um sekt eða sýknu. Viðkomandi læknanefnd eða stjórn sérsambands getur aðeins verið ákærandi. Við málarekstur geta orðið harkaleg átök enda miklir fjármunir í veði sem og orðstír bæði keppandans og jafnvel styrktaraðila sem geta verið alþekkt fyrirtæki á alþjóðavettvangi. Alþjóðleg fyrirtæki sem styrktaraðilar hafa þó ekki látið nafn sitt birtast á málskjölum eins og hugdjarfur íslenskur forstjóri gerði til varnar skjólstæðingi sínum og hafði fullan sigur til sýknunar þrátt fyrir borðleggjandi gögn og álit Alþjóðaólympíunefndarinnar um brot sem gat varðað tveimur árum. Lyf það sem um ræðir í þessu frjálsíþróttamáli er Erythropoetin EPO sem er blóðaukandi efni og kom fyrst á markað 1989 og er afar gagnlegt sjúklingum með ákveðna blóðsjúkdóma. Það var strax öllum augljóst að það yrði misnotað af íþróttamönnum í þolgreinum til að auka blóðrauða (Hgb) og þannig súrefnisflutning í blóði. EPO var fyrst lyfja sett á bannlista Alþjóðaólympíunefndarinnar þótt ekki væru til aðferðir til að mæla ólöglega notkun. Greiningaraðferð hefur verið staðfest en efnið finnst aðeins við nýlega töku þó blóðaukandi áhrif vari lengi. Ástralskir lífeðlisfræðingar að nafni M.J. Ashenden og R. Parisotto hafa manna mest unnið að rannsóknum á EPO og telja sig nú geta túlkað blóðrannsóknir um notkun en slíkt hefur ekki verið staðfest. Mér skilst að þessar ásakanir séu frá þeim komnar. Benda má á að Lance Armstrong greindist aldrei jákvæður í prófum þrátt fyrir að hafa síðar viðurkennt langvarandi notkun. Í Bandaríkjunum hafa verið farnar fleiri leiðir og t.d. lögfest bann við eign og dreifingu stera. Lyfjaeftirlitið og saksóknari hafa sótt að mönnum með vitnaleiðslum sem grunaðir hafa verið um lyfjamisnotkun. Stórstjarnan Marion Jones fékk t.d. 6 mánaða tugthúsdóm fyrir að ljúga að saksóknara um lyfjanotkun sína. Á Íslandi var einstaklingur sem hafði farið sér að voða vegna steranotkunar hins vegar hylltur af fremstu ráðamönnum þjóðarinnar. Saga lyfjaeftirlits á Íslandi er meiriháttar DJÓK. Félagarnir Ashenden og Parisotto hafa sennilega rétt fyrir sér um útbreidda misnotkun EPO í þolgreinum íþrótta en hafa því miður ekki getað sannað það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir um útbreidda lyfjamisnotkun í frjálsíþróttum hafa farið um heiminn sem eldur í sinu og gætu verið réttar en málið er ekki einfalt. Vegið er að Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu IAAF fyrir að hafa legið á upplýsingum en slíkt er fráleitt. Svör við jákvæðum sýnum berast til nokkurra aðila og enginn einn getur legið á slíku. Jákvæð sýni finnast að sjálfsögðu aðeins hjá þeim alþjóðasérsamböndum sem leita þeirra kerfisbundið. IAAF hefur verið leiðandi í lyfjaeftirliti. Það hóf fyrst prófun utan keppni og fyrst blóðtökur til gerðar líffræðilegs vegabréfs, þ.e. biologic passport, og var einn af „hvataaðilum“ og stofnendum Heimsstofnunar gegn lyfjamisnotkun, þ.e. WADA, árið 1999. Rannsókn á sýni er flókin nákvæmnisaðgerð samkvæmt vel skilgreindum aðferðum og er aðeins gerð á sérhæfðum rannsóknarstofum sem eru undir sífelldu gæðaeftirliti. Þegar ný lyf koma fram eins og t.d. í BALCO-málinu í Bandaríkjunum getur tekið nokkurn tíma að þróa aðferð til greiningar. Niðurstaðan verður ekki aðeins að sannfæra vísindasamfélagið heldur miklu fremur lögfræðinga og dómstóla því þar er ákvörðun tekin um sekt eða sýknu. Viðkomandi læknanefnd eða stjórn sérsambands getur aðeins verið ákærandi. Við málarekstur geta orðið harkaleg átök enda miklir fjármunir í veði sem og orðstír bæði keppandans og jafnvel styrktaraðila sem geta verið alþekkt fyrirtæki á alþjóðavettvangi. Alþjóðleg fyrirtæki sem styrktaraðilar hafa þó ekki látið nafn sitt birtast á málskjölum eins og hugdjarfur íslenskur forstjóri gerði til varnar skjólstæðingi sínum og hafði fullan sigur til sýknunar þrátt fyrir borðleggjandi gögn og álit Alþjóðaólympíunefndarinnar um brot sem gat varðað tveimur árum. Lyf það sem um ræðir í þessu frjálsíþróttamáli er Erythropoetin EPO sem er blóðaukandi efni og kom fyrst á markað 1989 og er afar gagnlegt sjúklingum með ákveðna blóðsjúkdóma. Það var strax öllum augljóst að það yrði misnotað af íþróttamönnum í þolgreinum til að auka blóðrauða (Hgb) og þannig súrefnisflutning í blóði. EPO var fyrst lyfja sett á bannlista Alþjóðaólympíunefndarinnar þótt ekki væru til aðferðir til að mæla ólöglega notkun. Greiningaraðferð hefur verið staðfest en efnið finnst aðeins við nýlega töku þó blóðaukandi áhrif vari lengi. Ástralskir lífeðlisfræðingar að nafni M.J. Ashenden og R. Parisotto hafa manna mest unnið að rannsóknum á EPO og telja sig nú geta túlkað blóðrannsóknir um notkun en slíkt hefur ekki verið staðfest. Mér skilst að þessar ásakanir séu frá þeim komnar. Benda má á að Lance Armstrong greindist aldrei jákvæður í prófum þrátt fyrir að hafa síðar viðurkennt langvarandi notkun. Í Bandaríkjunum hafa verið farnar fleiri leiðir og t.d. lögfest bann við eign og dreifingu stera. Lyfjaeftirlitið og saksóknari hafa sótt að mönnum með vitnaleiðslum sem grunaðir hafa verið um lyfjamisnotkun. Stórstjarnan Marion Jones fékk t.d. 6 mánaða tugthúsdóm fyrir að ljúga að saksóknara um lyfjanotkun sína. Á Íslandi var einstaklingur sem hafði farið sér að voða vegna steranotkunar hins vegar hylltur af fremstu ráðamönnum þjóðarinnar. Saga lyfjaeftirlits á Íslandi er meiriháttar DJÓK. Félagarnir Ashenden og Parisotto hafa sennilega rétt fyrir sér um útbreidda misnotkun EPO í þolgreinum íþrótta en hafa því miður ekki getað sannað það.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun