Siðferðileg skylda? Skjóðan skrifar 12. ágúst 2015 12:00 Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira