Kvikmyndahúsin heyja varnarbaráttu ingvar haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Aðsókn í kvikmyndahús hefur dregist saman frá árinu 2009. vísir/gva Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósentum miðað við sama tímabili árið 2009. Þó hefur 3 prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tímabil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður er einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnisveitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netflix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta á Íslandi. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín.Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsa fyrstu sjö mánuði ársins síðustu ár.fréttablaðið/frískHallgrímur segir ólöglegt niðurhal ekki einu skýringuna á samdrætti í kvikmyndaðsókn. Framboð annarrar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu síður bitni það verulega á aðsókn að kvikmyndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur.Hallgrímur Kristinsson segir erfitt að eiga við ólöglegt niðurhal.Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja myndina þannig að það er erfitt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólöglegu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósentum miðað við sama tímabili árið 2009. Þó hefur 3 prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tímabil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður er einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnisveitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netflix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta á Íslandi. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín.Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsa fyrstu sjö mánuði ársins síðustu ár.fréttablaðið/frískHallgrímur segir ólöglegt niðurhal ekki einu skýringuna á samdrætti í kvikmyndaðsókn. Framboð annarrar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu síður bitni það verulega á aðsókn að kvikmyndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur.Hallgrímur Kristinsson segir erfitt að eiga við ólöglegt niðurhal.Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja myndina þannig að það er erfitt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólöglegu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur