Kvikmyndahúsin heyja varnarbaráttu ingvar haraldsson skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Aðsókn í kvikmyndahús hefur dregist saman frá árinu 2009. vísir/gva Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósentum miðað við sama tímabili árið 2009. Þó hefur 3 prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tímabil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður er einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnisveitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netflix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta á Íslandi. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín.Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsa fyrstu sjö mánuði ársins síðustu ár.fréttablaðið/frískHallgrímur segir ólöglegt niðurhal ekki einu skýringuna á samdrætti í kvikmyndaðsókn. Framboð annarrar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu síður bitni það verulega á aðsókn að kvikmyndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur.Hallgrímur Kristinsson segir erfitt að eiga við ólöglegt niðurhal.Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja myndina þannig að það er erfitt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólöglegu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur verið á niðurleið síðustu ár. Það sem af er ári hefur gestum fækkað um 16 prósentum miðað við sama tímabili árið 2009. Þó hefur 3 prósenta aukning verið í aðsókn í ár miðað við sama tímabil í fyrra. „Almennt hefur aðsókn dregist saman,“ segir Hallgrímur Kristinsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). Þá hefur gestum á hverja sýningu líka fækkað úr 85 að meðaltali árið 2009 í 57 á þessu ári. Hins vegar hafi tekjur kvikmyndahúsanna af miðasölu að mestu staðið í stað en þær voru 1.485 milljónir króna árið 2014. Konstantín Mikaelsson, yfirmaður kvikmyndadeildar Senu, segir aðsókn hafa dregist saman um tvö til þrjú prósent á ári frá 2009. Tvær ástæður er einkum fyrir minni aðsókn að kvikmyndahúsum að sögn Konstantíns: Ólöglegt niðurhal og auknar vinsældir efnisveitna sem ekki hafi sýningarétt á efni á Íslandi á borð við Netflix, Hulu og Amazon. „Þessi grái markaður borgar enga skatta á Íslandi. Svo er það náttúrulega ólöglega niðurhalið sem er okkar helsti óvinur,“ segir Konstantín.Aðsókn og tekjur kvikmyndahúsa fyrstu sjö mánuði ársins síðustu ár.fréttablaðið/frískHallgrímur segir ólöglegt niðurhal ekki einu skýringuna á samdrætti í kvikmyndaðsókn. Framboð annarrar afþreyingar hafi aukist sem og að sjónvörp séu orðin betri. Engu síður bitni það verulega á aðsókn að kvikmyndahúsum þegar hægt sé að ná í bíómyndir ólöglega á meðan þær eru enn í bíó. „Við sjáum það að þær myndir sem eru að detta inn og eru að koma inn í góðum gæðum hafa áhrif á aðsókn,“ segir Hallgrímur.Hallgrímur Kristinsson segir erfitt að eiga við ólöglegt niðurhal.Hallgrímur nefnir sem dæmi að myndinni Aulinn ég hafi verið halað niður ólöglega með íslensku tali um þrjátíu þúsund sinnum. „Það kostaði hátt í tíu milljónir að talsetja myndina þannig að það er erfitt að eiga við þetta,“ segir hann. Hallgrímur vill að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða gegn ólöglegu niðurhali en segir að talað hafi verið fyrir daufum eyrum.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira