Einkarekstur er ekki einkavæðing Hulda Bjarnadóttir skrifar 29. júlí 2015 12:00 Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni og sumir telja þetta vera það sama. En einkarekstri má ekki rugla saman við einkavæðingu. Það er langur vegur á milli þessara hugtaka og þróunin yfir í aukinn einkarekstur mun ekki þýða að ríkið hætti að sjá okkur fyrir grunnþjónustu sem allir skattgreiðendur hafa rétt á og vilja fá. Það að heilbrigðiskerfið sé rekið með stoðþjónustu og aðstoð einkafyrirtækja er einfaldlega aðferð til að tryggja hagkvæmari og fjölbreyttari þjónustu, með minni tilkostnaði. Ríkið mun að lokum alltaf sinna því allra nauðsynlegasta. Það gerir skattgreiðandinn einfaldlega kröfu um.Kerfi er ekki bygging Og talandi um það. Hver segir að spítalaþjónusta sé bygging sem ríkið á og rekur? Er ekki einmitt nauðsynlegt að huga áfram að leiðum sem geta nýst sjúklingum og aðstandendum hvað best. Teljum við okkur hafa efni á þvi að stækka yfirbygginguna eða viljum við vera opin fyrir nýjum og hagkvæmari leiðum þar sem ríkið greiðir minna, sinnir skyldum sínum og sjúklingurinn greiðir sama verð þar sem þjónustan er þegin. Hinn endinn á þörf fyrir þjónustu er einmitt biðlistarnar sem verða til við takmörkun fjármagns og aðstöðuleysi af hálfu ríkisins. Af hverju ætti rík þjóð á borð við okkar að sætta sig við biðlista yfirhöfuð? Er það bara að verða venjan frekar en undantekningin? Og að sumir hafi ekki aðgengi að heimilislækni. Þannig er staðan á Íslandi í dag.Stýrt þjónustustig ríkisins Það er þó segin saga að þegar kemur að því að ræða einkarekstur verður fókusinn oftar en ekki á hagnað og laun þeirra sem sinna þjónustunni utan þeirrar byggingar sem kallast ríkisspítali. Það er þó löngu vitað að mörgum þjónustuþáttum er hægt að sinna utan spítalans, með minni tilkostnaði. Ríkið á og getur með ýmsu móti stýrt þjónustustigi til þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Án þess að það fari allt í gegnum eina gátt sem kallast spítali. Við erum eftirbátar Norðurlandaþjóða sem nýta sér einkarekstur margfalt meira en við. Og jú, vissulega geta einhverjir hagnast á því að vera með fyrirtæki í einkarekstri þar sem ríkið er einn stærsti viðskiptavinurinn. En á bak við fjölbreyttari þjónustu eru oftast nær framtaksamir og duglegir einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu og oft á tíðum að leggja allt sitt undir. Og það þýðir að sama skapi að áhætta viðkomandi er töluverð – allt getur farið á versta veg. Það setur þrýsting á rekstraraðilann að veita framúrskarandi þjónustu svo að viðskiptavinurinn snúi aftur. Samkeppnin býr þannig til umhverfi sem hvetur alla til dáða og þeir sem hagnast mest eru sjúklingarnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einkarekstur og einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hafa verið talsvert í umræðunni og sumir telja þetta vera það sama. En einkarekstri má ekki rugla saman við einkavæðingu. Það er langur vegur á milli þessara hugtaka og þróunin yfir í aukinn einkarekstur mun ekki þýða að ríkið hætti að sjá okkur fyrir grunnþjónustu sem allir skattgreiðendur hafa rétt á og vilja fá. Það að heilbrigðiskerfið sé rekið með stoðþjónustu og aðstoð einkafyrirtækja er einfaldlega aðferð til að tryggja hagkvæmari og fjölbreyttari þjónustu, með minni tilkostnaði. Ríkið mun að lokum alltaf sinna því allra nauðsynlegasta. Það gerir skattgreiðandinn einfaldlega kröfu um.Kerfi er ekki bygging Og talandi um það. Hver segir að spítalaþjónusta sé bygging sem ríkið á og rekur? Er ekki einmitt nauðsynlegt að huga áfram að leiðum sem geta nýst sjúklingum og aðstandendum hvað best. Teljum við okkur hafa efni á þvi að stækka yfirbygginguna eða viljum við vera opin fyrir nýjum og hagkvæmari leiðum þar sem ríkið greiðir minna, sinnir skyldum sínum og sjúklingurinn greiðir sama verð þar sem þjónustan er þegin. Hinn endinn á þörf fyrir þjónustu er einmitt biðlistarnar sem verða til við takmörkun fjármagns og aðstöðuleysi af hálfu ríkisins. Af hverju ætti rík þjóð á borð við okkar að sætta sig við biðlista yfirhöfuð? Er það bara að verða venjan frekar en undantekningin? Og að sumir hafi ekki aðgengi að heimilislækni. Þannig er staðan á Íslandi í dag.Stýrt þjónustustig ríkisins Það er þó segin saga að þegar kemur að því að ræða einkarekstur verður fókusinn oftar en ekki á hagnað og laun þeirra sem sinna þjónustunni utan þeirrar byggingar sem kallast ríkisspítali. Það er þó löngu vitað að mörgum þjónustuþáttum er hægt að sinna utan spítalans, með minni tilkostnaði. Ríkið á og getur með ýmsu móti stýrt þjónustustigi til þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Án þess að það fari allt í gegnum eina gátt sem kallast spítali. Við erum eftirbátar Norðurlandaþjóða sem nýta sér einkarekstur margfalt meira en við. Og jú, vissulega geta einhverjir hagnast á því að vera með fyrirtæki í einkarekstri þar sem ríkið er einn stærsti viðskiptavinurinn. En á bak við fjölbreyttari þjónustu eru oftast nær framtaksamir og duglegir einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu og oft á tíðum að leggja allt sitt undir. Og það þýðir að sama skapi að áhætta viðkomandi er töluverð – allt getur farið á versta veg. Það setur þrýsting á rekstraraðilann að veita framúrskarandi þjónustu svo að viðskiptavinurinn snúi aftur. Samkeppnin býr þannig til umhverfi sem hvetur alla til dáða og þeir sem hagnast mest eru sjúklingarnir.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun