Smurt ofan á húsnæðislánin Finnur Árnason skrifar 27. júlí 2015 07:00 Viðamesta aðgerð stjórnvalda á kjörtímabilinu er lækkun lána skuldsettra heimila, sem kostar ríkissjóð um 80 milljarða. Meginhluti húsnæðislána er verðtryggður. Því skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lág, hvert prósentustig kostar þau 13-14 milljarða í auknum skuldum. Aukist verðbólga um 1% varanlega þurrkast ávinningur, vegna þessarar viðamiklu aðgerðar, út á 5-6 árum. Nefnd landbúnaðarráðherra tók nýlega ákvörðun um að hækka verð á smjöri um 11,6%. Ákvörðunin var kynnt á laugardegi, 18. júlí, og mun hækkunin taka gildi 1. ágúst ef ráðherra endurskoðar hana ekki. Kynningunni fylgdi að smjör hefði ekki hækkað frá október 2013. Athygli vekur að lítill hluti hækkunarinnar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neytendur. Því er eðlilegt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða. Undanfarið hafa verið meiri átök á vinnumarkaði en um margra ára skeið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa flestir séð til lands og samið. Samningar eru til langs tíma og markmiðið að auka kaupmátt. Samningarnir eru framþungir, þ.e. launahækkanir eru meiri á fyrri hluta samningsins en á síðari hluta. Því skiptir miklu að aðhalds sé gætt í verðlagsmálum og verðbólgu haldið í skefjum. Þar sem kostnaðarauki á fyrri hluta samningsins er meiri, skapar það aukna hættu á þrýstingi á verðlag. Fyrstu 12-18 mánuðir samningstímans eru viðkvæmir og skipta sköpum. Hver ákvörðun fyrirtækja og stjórnvalda skiptir því miklu, því einungis ábyrg ákvörðunartaka mun skila kaupmáttaraukningu. Með framangreint í huga er ákvörðun stjórnvalda um að hækka smjör um 11,6% óskiljanleg. Hún er óábyrg og vanhugsuð. Tímasetningin gat ekki verið verri. Það eitt að stjórnvöld taki ákvörðun um verðlagningu á einstakri vöru sjálfstæðs fyrirtækis er tímaskekkja. Tilvist verðlagsnefndar búvara er því að sjálfsögðu barn síns tíma. Alvarlegra er að stjórnvöld sýni ekki meiri ábyrgð en svo, að þau taki ákvörðun um að hækka verð á stakri nauðsynjavöru um þrefalda almenna verðlagsþróun á mjög viðkvæmum tímapunkti. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um hækkun á mjólkurvörum. Þannig sýna þau gott fordæmi. Fordæmi sem stuðlar að því að árangur náist af samningum vinnumarkaðarins. Fordæmi sem mun eiga stóran þátt í að auka kaupmátt íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Viðamesta aðgerð stjórnvalda á kjörtímabilinu er lækkun lána skuldsettra heimila, sem kostar ríkissjóð um 80 milljarða. Meginhluti húsnæðislána er verðtryggður. Því skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lág, hvert prósentustig kostar þau 13-14 milljarða í auknum skuldum. Aukist verðbólga um 1% varanlega þurrkast ávinningur, vegna þessarar viðamiklu aðgerðar, út á 5-6 árum. Nefnd landbúnaðarráðherra tók nýlega ákvörðun um að hækka verð á smjöri um 11,6%. Ákvörðunin var kynnt á laugardegi, 18. júlí, og mun hækkunin taka gildi 1. ágúst ef ráðherra endurskoðar hana ekki. Kynningunni fylgdi að smjör hefði ekki hækkað frá október 2013. Athygli vekur að lítill hluti hækkunarinnar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neytendur. Því er eðlilegt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða. Undanfarið hafa verið meiri átök á vinnumarkaði en um margra ára skeið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa flestir séð til lands og samið. Samningar eru til langs tíma og markmiðið að auka kaupmátt. Samningarnir eru framþungir, þ.e. launahækkanir eru meiri á fyrri hluta samningsins en á síðari hluta. Því skiptir miklu að aðhalds sé gætt í verðlagsmálum og verðbólgu haldið í skefjum. Þar sem kostnaðarauki á fyrri hluta samningsins er meiri, skapar það aukna hættu á þrýstingi á verðlag. Fyrstu 12-18 mánuðir samningstímans eru viðkvæmir og skipta sköpum. Hver ákvörðun fyrirtækja og stjórnvalda skiptir því miklu, því einungis ábyrg ákvörðunartaka mun skila kaupmáttaraukningu. Með framangreint í huga er ákvörðun stjórnvalda um að hækka smjör um 11,6% óskiljanleg. Hún er óábyrg og vanhugsuð. Tímasetningin gat ekki verið verri. Það eitt að stjórnvöld taki ákvörðun um verðlagningu á einstakri vöru sjálfstæðs fyrirtækis er tímaskekkja. Tilvist verðlagsnefndar búvara er því að sjálfsögðu barn síns tíma. Alvarlegra er að stjórnvöld sýni ekki meiri ábyrgð en svo, að þau taki ákvörðun um að hækka verð á stakri nauðsynjavöru um þrefalda almenna verðlagsþróun á mjög viðkvæmum tímapunkti. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um hækkun á mjólkurvörum. Þannig sýna þau gott fordæmi. Fordæmi sem stuðlar að því að árangur náist af samningum vinnumarkaðarins. Fordæmi sem mun eiga stóran þátt í að auka kaupmátt íslenskra heimila.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun