Smurt ofan á húsnæðislánin Finnur Árnason skrifar 27. júlí 2015 07:00 Viðamesta aðgerð stjórnvalda á kjörtímabilinu er lækkun lána skuldsettra heimila, sem kostar ríkissjóð um 80 milljarða. Meginhluti húsnæðislána er verðtryggður. Því skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lág, hvert prósentustig kostar þau 13-14 milljarða í auknum skuldum. Aukist verðbólga um 1% varanlega þurrkast ávinningur, vegna þessarar viðamiklu aðgerðar, út á 5-6 árum. Nefnd landbúnaðarráðherra tók nýlega ákvörðun um að hækka verð á smjöri um 11,6%. Ákvörðunin var kynnt á laugardegi, 18. júlí, og mun hækkunin taka gildi 1. ágúst ef ráðherra endurskoðar hana ekki. Kynningunni fylgdi að smjör hefði ekki hækkað frá október 2013. Athygli vekur að lítill hluti hækkunarinnar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neytendur. Því er eðlilegt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða. Undanfarið hafa verið meiri átök á vinnumarkaði en um margra ára skeið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa flestir séð til lands og samið. Samningar eru til langs tíma og markmiðið að auka kaupmátt. Samningarnir eru framþungir, þ.e. launahækkanir eru meiri á fyrri hluta samningsins en á síðari hluta. Því skiptir miklu að aðhalds sé gætt í verðlagsmálum og verðbólgu haldið í skefjum. Þar sem kostnaðarauki á fyrri hluta samningsins er meiri, skapar það aukna hættu á þrýstingi á verðlag. Fyrstu 12-18 mánuðir samningstímans eru viðkvæmir og skipta sköpum. Hver ákvörðun fyrirtækja og stjórnvalda skiptir því miklu, því einungis ábyrg ákvörðunartaka mun skila kaupmáttaraukningu. Með framangreint í huga er ákvörðun stjórnvalda um að hækka smjör um 11,6% óskiljanleg. Hún er óábyrg og vanhugsuð. Tímasetningin gat ekki verið verri. Það eitt að stjórnvöld taki ákvörðun um verðlagningu á einstakri vöru sjálfstæðs fyrirtækis er tímaskekkja. Tilvist verðlagsnefndar búvara er því að sjálfsögðu barn síns tíma. Alvarlegra er að stjórnvöld sýni ekki meiri ábyrgð en svo, að þau taki ákvörðun um að hækka verð á stakri nauðsynjavöru um þrefalda almenna verðlagsþróun á mjög viðkvæmum tímapunkti. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um hækkun á mjólkurvörum. Þannig sýna þau gott fordæmi. Fordæmi sem stuðlar að því að árangur náist af samningum vinnumarkaðarins. Fordæmi sem mun eiga stóran þátt í að auka kaupmátt íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Viðamesta aðgerð stjórnvalda á kjörtímabilinu er lækkun lána skuldsettra heimila, sem kostar ríkissjóð um 80 milljarða. Meginhluti húsnæðislána er verðtryggður. Því skiptir miklu fyrir heimilin að verðbólga sé lág, hvert prósentustig kostar þau 13-14 milljarða í auknum skuldum. Aukist verðbólga um 1% varanlega þurrkast ávinningur, vegna þessarar viðamiklu aðgerðar, út á 5-6 árum. Nefnd landbúnaðarráðherra tók nýlega ákvörðun um að hækka verð á smjöri um 11,6%. Ákvörðunin var kynnt á laugardegi, 18. júlí, og mun hækkunin taka gildi 1. ágúst ef ráðherra endurskoðar hana ekki. Kynningunni fylgdi að smjör hefði ekki hækkað frá október 2013. Athygli vekur að lítill hluti hækkunarinnar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neytendur. Því er eðlilegt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísitala neysluverðs hækkaði frá október 2013 þar til nú um 3,56%. Smjörhækkunin er rúmlega þreföld hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkunin mun valda verðbólgu, meiri en tilefni er til. Neytendur borga hærra verð fyrir smjörið og lán skuldsettra heimila hækka. Ákvörðunin veldur því tvöföldum skaða. Undanfarið hafa verið meiri átök á vinnumarkaði en um margra ára skeið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa flestir séð til lands og samið. Samningar eru til langs tíma og markmiðið að auka kaupmátt. Samningarnir eru framþungir, þ.e. launahækkanir eru meiri á fyrri hluta samningsins en á síðari hluta. Því skiptir miklu að aðhalds sé gætt í verðlagsmálum og verðbólgu haldið í skefjum. Þar sem kostnaðarauki á fyrri hluta samningsins er meiri, skapar það aukna hættu á þrýstingi á verðlag. Fyrstu 12-18 mánuðir samningstímans eru viðkvæmir og skipta sköpum. Hver ákvörðun fyrirtækja og stjórnvalda skiptir því miklu, því einungis ábyrg ákvörðunartaka mun skila kaupmáttaraukningu. Með framangreint í huga er ákvörðun stjórnvalda um að hækka smjör um 11,6% óskiljanleg. Hún er óábyrg og vanhugsuð. Tímasetningin gat ekki verið verri. Það eitt að stjórnvöld taki ákvörðun um verðlagningu á einstakri vöru sjálfstæðs fyrirtækis er tímaskekkja. Tilvist verðlagsnefndar búvara er því að sjálfsögðu barn síns tíma. Alvarlegra er að stjórnvöld sýni ekki meiri ábyrgð en svo, að þau taki ákvörðun um að hækka verð á stakri nauðsynjavöru um þrefalda almenna verðlagsþróun á mjög viðkvæmum tímapunkti. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun um hækkun á mjólkurvörum. Þannig sýna þau gott fordæmi. Fordæmi sem stuðlar að því að árangur náist af samningum vinnumarkaðarins. Fordæmi sem mun eiga stóran þátt í að auka kaupmátt íslenskra heimila.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun