Aldrei fleiri bílar innkallaðir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2015 07:00 Það sem af er ári hafa yfir 16 þúsund bifreiðar verið innkallaðar vegna galla af umboðunum. vísir/vilhelm Það sem af er ári hafa 16.099 bifreiðar verið innkallaðar af bílaumboðum vegna galla. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu, sem sér um að birta innkallanir fyrir umboðin, hefur þeim fjölgað síðustu árin og stefnir í metár að þessu sinni . Til samanburðar voru á síðasta ári, 2014, alls innkallaðar 6.394 bifreiðar og 5.427 árið 2013. Ástæðurnar geta verið nokkrar að sögn Eddu Ólafsdóttur, fulltrúa hjá Neytendastofu; aukið gæðaeftirlit og framleiðendur innkalla bifreiðar nú um leið og galli uppgötvast. Auk þess getur galli verið víðtækur, líkt og nýlegt dæmi um gallaða loftpúða sýnir, þar sem um var að ræða einn framleiðanda loftpúða í margar tegundir bifreiða. Slík innköllun hefur því víðtæk áhrif. Edda segir það undir bílaumboðunum sjálfum komið með hvaða hætti nauðsynleg viðgerð fari fram. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir tilkynningaskyldu vegna galla vera ríkari í dag en áður og kerfið allt gegnsærra. Oftast sé um smá viðvik að ræða sem eru leyst samdægurs og bifreiðinni er skilað í viðgerð til umboðsins. „En það fer eftir eðli innköllunarinnar hvort hún telst vera neyð eða eitthvað sem getur snert öryggi bílsins. Ef svo er þá innköllum við með ábyrgðarbréfi á eigandann.“ Loftur segir reynt að haga því þannig að innköllun sé gerð eftir að búið sé að útbúa verklýsingar og útvega varahluti til að hægt sé að afgreiða málið með skjótum hætti. Björgvin Njáll Ingólfsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Toyota, segir innkallanir hafa verið frekar áberandi undanfarið. „Ég held það sé mjög margt sem hjálpast að, aukin vitund neytenda um að hlutirnir eigi að vera í lagi og aukið eftirlit bæði af hálfu opinberra aðila sem og annarra líkt og FÍB og Neytendasamtakanna. Slíkt eftirlit á sér stað alþjóðlega, ekki bara hér á landi. Auk þess er gæðavitund orðin mun ríkari og bílaframleiðendur gera mun meiri kröfur en verið hefur,“ segir Björgvin. Þeir eru báðir sammála um að algengast sé að viðgerðirnar taki um tvær til fjórar klukkustundir. Taki viðgerð lengri tíma er reynt að útvega bifreiðar fyrir fólk, séu þær fyrir hendi hjá umboðinu. „Við hjá Toyota skutlum fólki fram og til baka ef það kemur með bílana,“ segir Björgvin og Loftur segir það sama gilda hjá BL. Þó er óljóst hvort slíkar viðgerðir séu alltaf eiganda bifreiðarinnar að kostnaðarlausu, en oftast er það þannig. Hjá Toyota eru allar viðgerðir ókeypis þegar bifreiðar eru innkallaðar vegna galla, þrátt fyrir að bílarnir séu komnir úr ábyrgð. Hjá BL er viðgerðin gerð ókeypis á bílum sem eru innan ábyrgðartíma og segir Loftur að nánast í öllum tilfellum sé viðgerðin eigendum að kostnaðarlausu en það sé mat framleiðanda hverju sinni hvort bilun telst þess eðlis að gera beri við hana þótt bíllinn sé dottinn úr ábyrgð. Komi upp deilumál milli neytenda og seljenda er varða samningsbundna skyldu sem rís af sölu- og þjónustusamningum geta neytendur lagt fram kvörtun til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og fengið úrlausn á málinu. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Það sem af er ári hafa 16.099 bifreiðar verið innkallaðar af bílaumboðum vegna galla. Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu, sem sér um að birta innkallanir fyrir umboðin, hefur þeim fjölgað síðustu árin og stefnir í metár að þessu sinni . Til samanburðar voru á síðasta ári, 2014, alls innkallaðar 6.394 bifreiðar og 5.427 árið 2013. Ástæðurnar geta verið nokkrar að sögn Eddu Ólafsdóttur, fulltrúa hjá Neytendastofu; aukið gæðaeftirlit og framleiðendur innkalla bifreiðar nú um leið og galli uppgötvast. Auk þess getur galli verið víðtækur, líkt og nýlegt dæmi um gallaða loftpúða sýnir, þar sem um var að ræða einn framleiðanda loftpúða í margar tegundir bifreiða. Slík innköllun hefur því víðtæk áhrif. Edda segir það undir bílaumboðunum sjálfum komið með hvaða hætti nauðsynleg viðgerð fari fram. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL, segir tilkynningaskyldu vegna galla vera ríkari í dag en áður og kerfið allt gegnsærra. Oftast sé um smá viðvik að ræða sem eru leyst samdægurs og bifreiðinni er skilað í viðgerð til umboðsins. „En það fer eftir eðli innköllunarinnar hvort hún telst vera neyð eða eitthvað sem getur snert öryggi bílsins. Ef svo er þá innköllum við með ábyrgðarbréfi á eigandann.“ Loftur segir reynt að haga því þannig að innköllun sé gerð eftir að búið sé að útbúa verklýsingar og útvega varahluti til að hægt sé að afgreiða málið með skjótum hætti. Björgvin Njáll Ingólfsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Toyota, segir innkallanir hafa verið frekar áberandi undanfarið. „Ég held það sé mjög margt sem hjálpast að, aukin vitund neytenda um að hlutirnir eigi að vera í lagi og aukið eftirlit bæði af hálfu opinberra aðila sem og annarra líkt og FÍB og Neytendasamtakanna. Slíkt eftirlit á sér stað alþjóðlega, ekki bara hér á landi. Auk þess er gæðavitund orðin mun ríkari og bílaframleiðendur gera mun meiri kröfur en verið hefur,“ segir Björgvin. Þeir eru báðir sammála um að algengast sé að viðgerðirnar taki um tvær til fjórar klukkustundir. Taki viðgerð lengri tíma er reynt að útvega bifreiðar fyrir fólk, séu þær fyrir hendi hjá umboðinu. „Við hjá Toyota skutlum fólki fram og til baka ef það kemur með bílana,“ segir Björgvin og Loftur segir það sama gilda hjá BL. Þó er óljóst hvort slíkar viðgerðir séu alltaf eiganda bifreiðarinnar að kostnaðarlausu, en oftast er það þannig. Hjá Toyota eru allar viðgerðir ókeypis þegar bifreiðar eru innkallaðar vegna galla, þrátt fyrir að bílarnir séu komnir úr ábyrgð. Hjá BL er viðgerðin gerð ókeypis á bílum sem eru innan ábyrgðartíma og segir Loftur að nánast í öllum tilfellum sé viðgerðin eigendum að kostnaðarlausu en það sé mat framleiðanda hverju sinni hvort bilun telst þess eðlis að gera beri við hana þótt bíllinn sé dottinn úr ábyrgð. Komi upp deilumál milli neytenda og seljenda er varða samningsbundna skyldu sem rís af sölu- og þjónustusamningum geta neytendur lagt fram kvörtun til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og fengið úrlausn á málinu.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira