Hjúkrun er arðbær forvörn Ólafur G. Skúlason skrifar 24. júlí 2015 07:00 Frá upphafi skipulagðrar heilbrigðisþjónustu hefur hjúkrun verið lykilþáttur í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð sjúklinga. Góð hjúkrun hefur bætt bæði líðan og lífsgæði fólks og um leið almenna hagsæld. Öflug hjúkrun er þjóðfélagslega hagkvæm og þegar horft er til framtíðar ætti að tryggja að áhersla sé lögð á hjúkrun, bæði innan sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar, eða hins opinbera, eins og það kallast öllu jafna. Mestur sparnaður næst fram í heilbrigðiskerfinu með því að fyrirbyggja að landsmenn þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Því ætti að leggja meiri áherslu á forvarnir og heilsueflingu en nú er gert. Þetta eru þeir grunnþættir sem öll stefnumótun og skipulagning í heilbrigðisþjónustunni ætti að byggja á til framtíðar. Hjúkrunarfræðingar hafa ætíð lagt mikla áherslu á bæði heilsueflingu og forvarnir og eru sú heilbrigðisstétt sem einna mest vinnur að eflingu þessara þátta. Innan heilsugæslunnar vinna skólahjúkrunarfræðingar ötullega í grunnskólum landsins að því að auka heilbrigði skólabarna og fræða þau um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamlega og andlega heilsu. Þar auka hjúkrunarfræðingarnir þekkingu skólabarna á heilbrigði og forvörnum með það að markmiði að þau geti sjálf tekið ákvarðanir sem leiða til aukins heilbrigðis. Með því að tryggja framhaldsskólanemum sömu þjónustu með áherslum sem henta eldri hópi er unnt að taka forvarnir á næsta stig. Þannig væri hægt að vinna enn frekar að fyrirbyggingu lífsstílstengdra sjúkdóma s.s. offitu og hjartasjúkdóma, auk þess sem nemendur gætu leitað til hjúkrunarfræðinga vegna andlegrar vanlíðunar og geðsjúkdóma. Innan sjúkrahúsþjónustu vinna hjúkrunarfræðingar mikið og öflugt starf. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að sjúklingum farnast betur, fylgikvillum meðferða fækkar, legutími styttist og endurinnlögnum fækkar þegar hjúkrun er veitt af hjúkrunarfræðingum, sem komast yfir það starf sem þeim er ætlað að sinna. Aukin áhersla á göngudeildarþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar fylgja eftir sjúklingum með langvinna sjúkdóma hefur skilað sér í því að endurinnlögnum þeirra hefur fækkað verulega. Með þessum góða árangri sem skapast hefur vegna starfa hjúkrunarfræðinga hefur sparast fjármagn fyrir ríkissjóð og sjúklingunum farnast betur og komast fyrr út í samfélagið þar sem þeir taka þátt í verðmætasköpun atvinnulífsins. Það er því ljóst að hjúkrunarfræðingar og störf þeirra eru samfélaginu hagkvæm auk þess sem þjónusta þeirra bætir lífsgæði þeirra sem ekki læknast en það er í raun og veru efni í annan pistil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Frá upphafi skipulagðrar heilbrigðisþjónustu hefur hjúkrun verið lykilþáttur í þeim góða árangri sem náðst hefur í meðferð sjúklinga. Góð hjúkrun hefur bætt bæði líðan og lífsgæði fólks og um leið almenna hagsæld. Öflug hjúkrun er þjóðfélagslega hagkvæm og þegar horft er til framtíðar ætti að tryggja að áhersla sé lögð á hjúkrun, bæði innan sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar, eða hins opinbera, eins og það kallast öllu jafna. Mestur sparnaður næst fram í heilbrigðiskerfinu með því að fyrirbyggja að landsmenn þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Því ætti að leggja meiri áherslu á forvarnir og heilsueflingu en nú er gert. Þetta eru þeir grunnþættir sem öll stefnumótun og skipulagning í heilbrigðisþjónustunni ætti að byggja á til framtíðar. Hjúkrunarfræðingar hafa ætíð lagt mikla áherslu á bæði heilsueflingu og forvarnir og eru sú heilbrigðisstétt sem einna mest vinnur að eflingu þessara þátta. Innan heilsugæslunnar vinna skólahjúkrunarfræðingar ötullega í grunnskólum landsins að því að auka heilbrigði skólabarna og fræða þau um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamlega og andlega heilsu. Þar auka hjúkrunarfræðingarnir þekkingu skólabarna á heilbrigði og forvörnum með það að markmiði að þau geti sjálf tekið ákvarðanir sem leiða til aukins heilbrigðis. Með því að tryggja framhaldsskólanemum sömu þjónustu með áherslum sem henta eldri hópi er unnt að taka forvarnir á næsta stig. Þannig væri hægt að vinna enn frekar að fyrirbyggingu lífsstílstengdra sjúkdóma s.s. offitu og hjartasjúkdóma, auk þess sem nemendur gætu leitað til hjúkrunarfræðinga vegna andlegrar vanlíðunar og geðsjúkdóma. Innan sjúkrahúsþjónustu vinna hjúkrunarfræðingar mikið og öflugt starf. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að sjúklingum farnast betur, fylgikvillum meðferða fækkar, legutími styttist og endurinnlögnum fækkar þegar hjúkrun er veitt af hjúkrunarfræðingum, sem komast yfir það starf sem þeim er ætlað að sinna. Aukin áhersla á göngudeildarþjónustu þar sem hjúkrunarfræðingar fylgja eftir sjúklingum með langvinna sjúkdóma hefur skilað sér í því að endurinnlögnum þeirra hefur fækkað verulega. Með þessum góða árangri sem skapast hefur vegna starfa hjúkrunarfræðinga hefur sparast fjármagn fyrir ríkissjóð og sjúklingunum farnast betur og komast fyrr út í samfélagið þar sem þeir taka þátt í verðmætasköpun atvinnulífsins. Það er því ljóst að hjúkrunarfræðingar og störf þeirra eru samfélaginu hagkvæm auk þess sem þjónusta þeirra bætir lífsgæði þeirra sem ekki læknast en það er í raun og veru efni í annan pistil.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar