Faglegt æskulýðsstarf í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir og Matthías Freyr Matthíasson skrifar 22. júlí 2015 07:00 Styttri vinnudagur barna er ein af megináherslum Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Aukin samfella í skóladeginum, frístunda- og félagsstarfi auk annarrar virkni á borð við listnám eða íþróttir, er að okkar mati lykill að þessu markmiði. Fagleg, góð og hagkvæm þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra er okkur hjartans mál sem við stefnum að með öllum færum leiðum. Nýlega samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar breytt skipurit bæjarins, sem felur meðal annars í sér tilfærslu íþrótta- og tómstundamála til baka frá fjölskyldusviði til fræðslusviðs. Í því felst að rekstur frístundaheimila verður samþættur við annað starf skólanna. Rétt er að árétta að endanleg útfærsla á umræddum breytingum er ekki búin, þar sem eftir er að fjalla um þau mál jafnt á vettvangi stjórnsýslu sem kjörinna fulltrúa í viðeigandi ráðum og nefndum.Ný vinnubrögð Nýútkominni úttekt ráðgjafafyrirtækjanna Capacent og R3 á rekstri Hafnarfjarðarbæjar fylgir fjöldi tillagna um skipulags- og rekstrarbreytingar af ýmsu tagi. Úrvinnsla þessara ábendinga stendur nú fyrir dyrum innan stjórnkerfis bæjarins. Skiljanlegt er að þessi vinnubrögð geti, og hafi, valdið misskilningi, þar sem tillögurnar eru birtar í heild sinni með opnum hætti áður en endanleg ákvörðun á grunni þeirra hefur verið tekin. Með þeim hætti er aðgengi íbúa að ferlinu opnað, í samræmi við stefnu Bjartrar framtíðar um opna stjórnsýslu.Matthías Freyr Matthíasson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar í HafnarfirðiÍ fullkomnum heimi væru umræður um tillögur ráðgjafanna lausar við verðmiða og kostnaðarvitund. Staða mála er hins vegar sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðar verður að finna leið til að létta rekstur bæjarins. Markmiðið í þeim efnum er að finna svigrúm upp á 5-600 milljónir króna. Þetta verðum við að hafa hugfast í þeirri úrvinnslu á niðurstöðum rekstrarúttektar sem fram undan er. Þessi nauðsyn til að mæta slæmri fjárhagsstöðu eykur enn mikilvægi þess að ferlið sé opið gagnvart íbúum, enda brýnt að hlustað sé á vilja bæjarbúa og leitast við að mæta óskum þeirra eins og hægt er. Breytingar – ógn eða tækifæri? Björt framtíð leggur megináherslu á að tilfærsla á rekstri frístundaheimila í skólunum frá fjölskyldusviði til fræðslusviðs hafi ekki áhrif á faglegt starf nema þá til eflingar. Áfram verði forstöðumenn á hverjum stað, auk þess sem fagstjóri starfi áfram í miðlægri stjórnsýslu. Þessar áherslur eru í samræmi við vinnu þverpólitísks starfshóps sem fjallað hefur um frístundastarfið undanfarna mánuði. Skýr greinarmunur er gerður á rekstrarlegri stjórnun og faglega þættinum. Fjölmörg tækifæri fylgja breyttu skipuriti. Meðal annars er tækifæri til að draga úr starfsmannaveltu með því hugsanlega að geta boðið starfsfólki frístundaheimila lengri starfsdag og hærra starfshlutfall. Þá er tækifæri til að auka samfellu í vinnudegi barnanna okkar með því að tryggja að stoðþjónusta sé samfelld og fleira mætti nefna. Málið snýst á endanum um að efla vellíðan og þroska barna okkar. Horft verður til reynslu annarra sveitarfélaga á sambærilegu fyrirkomulagi, þ.e. að fella rekstur frístundaheimila inn í heildarstarf skólanna. Við erum t.d. meðvituð um það að gæta þarf að fjárveitingum til frístundamálanna svo þau verði ekki afgangsstærð í heildarrekstrinum.Ræðum málin til enda Frá því tillögur ráðgjafa voru birtar á vef bæjarins hafa þær verið túlkaðar með ýmsum hætti, meðal annars af hálfu minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þessar tillögur eru grunnur að ákvarðanaferlinu sem fram undan er, þær ber ekki að túlka sem endanlega niðurstöðu, fyrst þurfa þær umfjöllun. Við vonumst eftir víðtækri þátttöku í því samtali og munum sjálf hafa að leiðarljósi að finna sem best jafnvægi milli óumflýjanlegrar leiðréttingar á slæmri fjárhagsstöðu og áframhaldandi uppbyggingar á öflugri þjónustu við bæjarbúa. Það verkefni mun vafalaust kalla á útsjónarsemi og því kjósum við að nálgast það með opnum hug og bjartsýni, í anda Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Styttri vinnudagur barna er ein af megináherslum Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði. Aukin samfella í skóladeginum, frístunda- og félagsstarfi auk annarrar virkni á borð við listnám eða íþróttir, er að okkar mati lykill að þessu markmiði. Fagleg, góð og hagkvæm þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra er okkur hjartans mál sem við stefnum að með öllum færum leiðum. Nýlega samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar breytt skipurit bæjarins, sem felur meðal annars í sér tilfærslu íþrótta- og tómstundamála til baka frá fjölskyldusviði til fræðslusviðs. Í því felst að rekstur frístundaheimila verður samþættur við annað starf skólanna. Rétt er að árétta að endanleg útfærsla á umræddum breytingum er ekki búin, þar sem eftir er að fjalla um þau mál jafnt á vettvangi stjórnsýslu sem kjörinna fulltrúa í viðeigandi ráðum og nefndum.Ný vinnubrögð Nýútkominni úttekt ráðgjafafyrirtækjanna Capacent og R3 á rekstri Hafnarfjarðarbæjar fylgir fjöldi tillagna um skipulags- og rekstrarbreytingar af ýmsu tagi. Úrvinnsla þessara ábendinga stendur nú fyrir dyrum innan stjórnkerfis bæjarins. Skiljanlegt er að þessi vinnubrögð geti, og hafi, valdið misskilningi, þar sem tillögurnar eru birtar í heild sinni með opnum hætti áður en endanleg ákvörðun á grunni þeirra hefur verið tekin. Með þeim hætti er aðgengi íbúa að ferlinu opnað, í samræmi við stefnu Bjartrar framtíðar um opna stjórnsýslu.Matthías Freyr Matthíasson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar í HafnarfirðiÍ fullkomnum heimi væru umræður um tillögur ráðgjafanna lausar við verðmiða og kostnaðarvitund. Staða mála er hins vegar sú að bæjarstjórn Hafnarfjarðar verður að finna leið til að létta rekstur bæjarins. Markmiðið í þeim efnum er að finna svigrúm upp á 5-600 milljónir króna. Þetta verðum við að hafa hugfast í þeirri úrvinnslu á niðurstöðum rekstrarúttektar sem fram undan er. Þessi nauðsyn til að mæta slæmri fjárhagsstöðu eykur enn mikilvægi þess að ferlið sé opið gagnvart íbúum, enda brýnt að hlustað sé á vilja bæjarbúa og leitast við að mæta óskum þeirra eins og hægt er. Breytingar – ógn eða tækifæri? Björt framtíð leggur megináherslu á að tilfærsla á rekstri frístundaheimila í skólunum frá fjölskyldusviði til fræðslusviðs hafi ekki áhrif á faglegt starf nema þá til eflingar. Áfram verði forstöðumenn á hverjum stað, auk þess sem fagstjóri starfi áfram í miðlægri stjórnsýslu. Þessar áherslur eru í samræmi við vinnu þverpólitísks starfshóps sem fjallað hefur um frístundastarfið undanfarna mánuði. Skýr greinarmunur er gerður á rekstrarlegri stjórnun og faglega þættinum. Fjölmörg tækifæri fylgja breyttu skipuriti. Meðal annars er tækifæri til að draga úr starfsmannaveltu með því hugsanlega að geta boðið starfsfólki frístundaheimila lengri starfsdag og hærra starfshlutfall. Þá er tækifæri til að auka samfellu í vinnudegi barnanna okkar með því að tryggja að stoðþjónusta sé samfelld og fleira mætti nefna. Málið snýst á endanum um að efla vellíðan og þroska barna okkar. Horft verður til reynslu annarra sveitarfélaga á sambærilegu fyrirkomulagi, þ.e. að fella rekstur frístundaheimila inn í heildarstarf skólanna. Við erum t.d. meðvituð um það að gæta þarf að fjárveitingum til frístundamálanna svo þau verði ekki afgangsstærð í heildarrekstrinum.Ræðum málin til enda Frá því tillögur ráðgjafa voru birtar á vef bæjarins hafa þær verið túlkaðar með ýmsum hætti, meðal annars af hálfu minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þessar tillögur eru grunnur að ákvarðanaferlinu sem fram undan er, þær ber ekki að túlka sem endanlega niðurstöðu, fyrst þurfa þær umfjöllun. Við vonumst eftir víðtækri þátttöku í því samtali og munum sjálf hafa að leiðarljósi að finna sem best jafnvægi milli óumflýjanlegrar leiðréttingar á slæmri fjárhagsstöðu og áframhaldandi uppbyggingar á öflugri þjónustu við bæjarbúa. Það verkefni mun vafalaust kalla á útsjónarsemi og því kjósum við að nálgast það með opnum hug og bjartsýni, í anda Bjartrar framtíðar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun