Hvernig líður okkur í vinnunni? Elínborg Angantýsdóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Sem ungur hjúkrunarfræðingur efaðist ég ekki um að hafa valið rétta starfið fyrir lífstíð. Í dag hefði ég valið á annan hátt. Heilbrigðiskerfinu okkar hefur hnignað mjög síðustu 20 ár vegna sparnaðar og hagræðingar. Verst hefur mér þótt hversu mjög hefur verið sparað í starfsfólki. Fyrir hrun var byrjað að fækka starfsfólki á vöktunum og eftir hrun var haldið áfram að fækka.Svo var farið að spara klukkustund hér og klukkustund þar og vaktirnar styttar. Þrátt fyrir að nægur tími og umhyggja sé það sem oftast skiptir skjólstæðingana hvað mestu máli. Í dag kvíða margir heilbrigðisstarfsmenn vinnudögunum enda náum við sjaldan að hlaupa nógu hratt til að sinna þörfum heimilisfólksins eins vel og við vildum. En að hafa starfsfólk sem vinnur meira og hleypur hraðar fyrir léleg laun kemur sér vel fyrir ráðamenn sem halda áfram að herða sparnaðarólina. Við svona vinnuálag og virðingarleysi fer óánægjan að krauma og vinnugleðin þverr. Gæðastundum fækkar, mórallinn verður neikvæður, bök bresta, veikindadögum fjölgar og góðir starfsmenn kulna í starfi. Faglærðu hjúkrunarfólki hjúkrunarheimila fækkar, sem er mjög slæmt að öðru starfsfólki ólöstuðu. Á sumarleyfistíma fastra starfsmanna eru ófaglærðar ungar skólastúlkur í meirihluta. Þær eru reynslulausar en koma með ferskan blæ, kappsemi, dugnað, jákvæðni, falleg bros og hafa góð áhrif á alla í kringum sig. Dagurinn í dag hefur verið erfiður, deildin þung og heimilismenn þurfa mikla hjúkrun. Okkar viðfangsefni er lifandi fólk. Ekki pakkar í hillum eða seðlar í skúffum. Ég gleypi í mig morgunmat klukkan hálftólf og sé fram á að sleppa hádegismatnum. Það mun spara tíma og koma sér vel fyrir deildina. Eftir stutt rapport spyr ég ungu stúlkurnar hvernig þeim líði í vinnunni. Svörin flæða fram og ég skrifa þau hjá mér; það er alltof mikið að gera, mér líður svo illa að geta ekki sinnt öllu eins vel og ég vildi, þegar ég kem heim – vá þá er ég svo þreytt og get ekki hætt að hugsa um vinnuna, það er svo leiðinlegt að þurfa að segja bíddu aðeins þegar fólkið biður um eitthvað, mér finnst sumir aðstandendur halda að við séum ekki að vinna vel. Ein þeirra bætir við: ég vildi óska þess að hjúkrunarfræðingarnir hefðu meiri tíma fyrir sín störf, þær hafa alltof mikið að gera og það er slæmt fyrir alla. Þegar ég kem heim sest ég niður og byrja að skrifa. Starf mitt hefur markað líf mitt og ég er ekki lengur ung. Að vinna sem hjúkrunarfræðingur við þessar aðstæður gerir mig sorgmædda og mér finnst eins og gamli neistinn í hjartanu hafi horfið með niðurskurðinum. Álag á hjúkrunarheimilum er alls staðar svipað. Mér þykir vænt um minn ágæta vinnustað. Þar er mjög gott starfsfólk sem vinnur vel. En ég deili á þá sem forgangsraða fjármunum þjóðfélagsins án þess að huga betur að þeim sem minna mega sín. Það hlýtur að vera hægt að spara annars staðar. Mér er næst að halda að þrátt fyrir mikla umfjöllun geri hvorki ráðamenn né almenningur sér grein fyrir ástandinu í heilbrigðiskerfinu sem er oft óboðlegt bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Stjórnendur og millistjórnendur heilbrigðiskerfisins ættu að standa betur með þeim sem vinna á gólfinu, þeirra skyldur eru ekki bara að framfylgja skipunum að ofan um sparnað. Þetta fólk getur sagt hingað og ekki lengra og stuðlað að því að snúa þróuninni við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sem ungur hjúkrunarfræðingur efaðist ég ekki um að hafa valið rétta starfið fyrir lífstíð. Í dag hefði ég valið á annan hátt. Heilbrigðiskerfinu okkar hefur hnignað mjög síðustu 20 ár vegna sparnaðar og hagræðingar. Verst hefur mér þótt hversu mjög hefur verið sparað í starfsfólki. Fyrir hrun var byrjað að fækka starfsfólki á vöktunum og eftir hrun var haldið áfram að fækka.Svo var farið að spara klukkustund hér og klukkustund þar og vaktirnar styttar. Þrátt fyrir að nægur tími og umhyggja sé það sem oftast skiptir skjólstæðingana hvað mestu máli. Í dag kvíða margir heilbrigðisstarfsmenn vinnudögunum enda náum við sjaldan að hlaupa nógu hratt til að sinna þörfum heimilisfólksins eins vel og við vildum. En að hafa starfsfólk sem vinnur meira og hleypur hraðar fyrir léleg laun kemur sér vel fyrir ráðamenn sem halda áfram að herða sparnaðarólina. Við svona vinnuálag og virðingarleysi fer óánægjan að krauma og vinnugleðin þverr. Gæðastundum fækkar, mórallinn verður neikvæður, bök bresta, veikindadögum fjölgar og góðir starfsmenn kulna í starfi. Faglærðu hjúkrunarfólki hjúkrunarheimila fækkar, sem er mjög slæmt að öðru starfsfólki ólöstuðu. Á sumarleyfistíma fastra starfsmanna eru ófaglærðar ungar skólastúlkur í meirihluta. Þær eru reynslulausar en koma með ferskan blæ, kappsemi, dugnað, jákvæðni, falleg bros og hafa góð áhrif á alla í kringum sig. Dagurinn í dag hefur verið erfiður, deildin þung og heimilismenn þurfa mikla hjúkrun. Okkar viðfangsefni er lifandi fólk. Ekki pakkar í hillum eða seðlar í skúffum. Ég gleypi í mig morgunmat klukkan hálftólf og sé fram á að sleppa hádegismatnum. Það mun spara tíma og koma sér vel fyrir deildina. Eftir stutt rapport spyr ég ungu stúlkurnar hvernig þeim líði í vinnunni. Svörin flæða fram og ég skrifa þau hjá mér; það er alltof mikið að gera, mér líður svo illa að geta ekki sinnt öllu eins vel og ég vildi, þegar ég kem heim – vá þá er ég svo þreytt og get ekki hætt að hugsa um vinnuna, það er svo leiðinlegt að þurfa að segja bíddu aðeins þegar fólkið biður um eitthvað, mér finnst sumir aðstandendur halda að við séum ekki að vinna vel. Ein þeirra bætir við: ég vildi óska þess að hjúkrunarfræðingarnir hefðu meiri tíma fyrir sín störf, þær hafa alltof mikið að gera og það er slæmt fyrir alla. Þegar ég kem heim sest ég niður og byrja að skrifa. Starf mitt hefur markað líf mitt og ég er ekki lengur ung. Að vinna sem hjúkrunarfræðingur við þessar aðstæður gerir mig sorgmædda og mér finnst eins og gamli neistinn í hjartanu hafi horfið með niðurskurðinum. Álag á hjúkrunarheimilum er alls staðar svipað. Mér þykir vænt um minn ágæta vinnustað. Þar er mjög gott starfsfólk sem vinnur vel. En ég deili á þá sem forgangsraða fjármunum þjóðfélagsins án þess að huga betur að þeim sem minna mega sín. Það hlýtur að vera hægt að spara annars staðar. Mér er næst að halda að þrátt fyrir mikla umfjöllun geri hvorki ráðamenn né almenningur sér grein fyrir ástandinu í heilbrigðiskerfinu sem er oft óboðlegt bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Stjórnendur og millistjórnendur heilbrigðiskerfisins ættu að standa betur með þeim sem vinna á gólfinu, þeirra skyldur eru ekki bara að framfylgja skipunum að ofan um sparnað. Þetta fólk getur sagt hingað og ekki lengra og stuðlað að því að snúa þróuninni við.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar