Hvernig líður okkur í vinnunni? Elínborg Angantýsdóttir skrifar 22. júlí 2015 07:00 Sem ungur hjúkrunarfræðingur efaðist ég ekki um að hafa valið rétta starfið fyrir lífstíð. Í dag hefði ég valið á annan hátt. Heilbrigðiskerfinu okkar hefur hnignað mjög síðustu 20 ár vegna sparnaðar og hagræðingar. Verst hefur mér þótt hversu mjög hefur verið sparað í starfsfólki. Fyrir hrun var byrjað að fækka starfsfólki á vöktunum og eftir hrun var haldið áfram að fækka.Svo var farið að spara klukkustund hér og klukkustund þar og vaktirnar styttar. Þrátt fyrir að nægur tími og umhyggja sé það sem oftast skiptir skjólstæðingana hvað mestu máli. Í dag kvíða margir heilbrigðisstarfsmenn vinnudögunum enda náum við sjaldan að hlaupa nógu hratt til að sinna þörfum heimilisfólksins eins vel og við vildum. En að hafa starfsfólk sem vinnur meira og hleypur hraðar fyrir léleg laun kemur sér vel fyrir ráðamenn sem halda áfram að herða sparnaðarólina. Við svona vinnuálag og virðingarleysi fer óánægjan að krauma og vinnugleðin þverr. Gæðastundum fækkar, mórallinn verður neikvæður, bök bresta, veikindadögum fjölgar og góðir starfsmenn kulna í starfi. Faglærðu hjúkrunarfólki hjúkrunarheimila fækkar, sem er mjög slæmt að öðru starfsfólki ólöstuðu. Á sumarleyfistíma fastra starfsmanna eru ófaglærðar ungar skólastúlkur í meirihluta. Þær eru reynslulausar en koma með ferskan blæ, kappsemi, dugnað, jákvæðni, falleg bros og hafa góð áhrif á alla í kringum sig. Dagurinn í dag hefur verið erfiður, deildin þung og heimilismenn þurfa mikla hjúkrun. Okkar viðfangsefni er lifandi fólk. Ekki pakkar í hillum eða seðlar í skúffum. Ég gleypi í mig morgunmat klukkan hálftólf og sé fram á að sleppa hádegismatnum. Það mun spara tíma og koma sér vel fyrir deildina. Eftir stutt rapport spyr ég ungu stúlkurnar hvernig þeim líði í vinnunni. Svörin flæða fram og ég skrifa þau hjá mér; það er alltof mikið að gera, mér líður svo illa að geta ekki sinnt öllu eins vel og ég vildi, þegar ég kem heim – vá þá er ég svo þreytt og get ekki hætt að hugsa um vinnuna, það er svo leiðinlegt að þurfa að segja bíddu aðeins þegar fólkið biður um eitthvað, mér finnst sumir aðstandendur halda að við séum ekki að vinna vel. Ein þeirra bætir við: ég vildi óska þess að hjúkrunarfræðingarnir hefðu meiri tíma fyrir sín störf, þær hafa alltof mikið að gera og það er slæmt fyrir alla. Þegar ég kem heim sest ég niður og byrja að skrifa. Starf mitt hefur markað líf mitt og ég er ekki lengur ung. Að vinna sem hjúkrunarfræðingur við þessar aðstæður gerir mig sorgmædda og mér finnst eins og gamli neistinn í hjartanu hafi horfið með niðurskurðinum. Álag á hjúkrunarheimilum er alls staðar svipað. Mér þykir vænt um minn ágæta vinnustað. Þar er mjög gott starfsfólk sem vinnur vel. En ég deili á þá sem forgangsraða fjármunum þjóðfélagsins án þess að huga betur að þeim sem minna mega sín. Það hlýtur að vera hægt að spara annars staðar. Mér er næst að halda að þrátt fyrir mikla umfjöllun geri hvorki ráðamenn né almenningur sér grein fyrir ástandinu í heilbrigðiskerfinu sem er oft óboðlegt bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Stjórnendur og millistjórnendur heilbrigðiskerfisins ættu að standa betur með þeim sem vinna á gólfinu, þeirra skyldur eru ekki bara að framfylgja skipunum að ofan um sparnað. Þetta fólk getur sagt hingað og ekki lengra og stuðlað að því að snúa þróuninni við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Sem ungur hjúkrunarfræðingur efaðist ég ekki um að hafa valið rétta starfið fyrir lífstíð. Í dag hefði ég valið á annan hátt. Heilbrigðiskerfinu okkar hefur hnignað mjög síðustu 20 ár vegna sparnaðar og hagræðingar. Verst hefur mér þótt hversu mjög hefur verið sparað í starfsfólki. Fyrir hrun var byrjað að fækka starfsfólki á vöktunum og eftir hrun var haldið áfram að fækka.Svo var farið að spara klukkustund hér og klukkustund þar og vaktirnar styttar. Þrátt fyrir að nægur tími og umhyggja sé það sem oftast skiptir skjólstæðingana hvað mestu máli. Í dag kvíða margir heilbrigðisstarfsmenn vinnudögunum enda náum við sjaldan að hlaupa nógu hratt til að sinna þörfum heimilisfólksins eins vel og við vildum. En að hafa starfsfólk sem vinnur meira og hleypur hraðar fyrir léleg laun kemur sér vel fyrir ráðamenn sem halda áfram að herða sparnaðarólina. Við svona vinnuálag og virðingarleysi fer óánægjan að krauma og vinnugleðin þverr. Gæðastundum fækkar, mórallinn verður neikvæður, bök bresta, veikindadögum fjölgar og góðir starfsmenn kulna í starfi. Faglærðu hjúkrunarfólki hjúkrunarheimila fækkar, sem er mjög slæmt að öðru starfsfólki ólöstuðu. Á sumarleyfistíma fastra starfsmanna eru ófaglærðar ungar skólastúlkur í meirihluta. Þær eru reynslulausar en koma með ferskan blæ, kappsemi, dugnað, jákvæðni, falleg bros og hafa góð áhrif á alla í kringum sig. Dagurinn í dag hefur verið erfiður, deildin þung og heimilismenn þurfa mikla hjúkrun. Okkar viðfangsefni er lifandi fólk. Ekki pakkar í hillum eða seðlar í skúffum. Ég gleypi í mig morgunmat klukkan hálftólf og sé fram á að sleppa hádegismatnum. Það mun spara tíma og koma sér vel fyrir deildina. Eftir stutt rapport spyr ég ungu stúlkurnar hvernig þeim líði í vinnunni. Svörin flæða fram og ég skrifa þau hjá mér; það er alltof mikið að gera, mér líður svo illa að geta ekki sinnt öllu eins vel og ég vildi, þegar ég kem heim – vá þá er ég svo þreytt og get ekki hætt að hugsa um vinnuna, það er svo leiðinlegt að þurfa að segja bíddu aðeins þegar fólkið biður um eitthvað, mér finnst sumir aðstandendur halda að við séum ekki að vinna vel. Ein þeirra bætir við: ég vildi óska þess að hjúkrunarfræðingarnir hefðu meiri tíma fyrir sín störf, þær hafa alltof mikið að gera og það er slæmt fyrir alla. Þegar ég kem heim sest ég niður og byrja að skrifa. Starf mitt hefur markað líf mitt og ég er ekki lengur ung. Að vinna sem hjúkrunarfræðingur við þessar aðstæður gerir mig sorgmædda og mér finnst eins og gamli neistinn í hjartanu hafi horfið með niðurskurðinum. Álag á hjúkrunarheimilum er alls staðar svipað. Mér þykir vænt um minn ágæta vinnustað. Þar er mjög gott starfsfólk sem vinnur vel. En ég deili á þá sem forgangsraða fjármunum þjóðfélagsins án þess að huga betur að þeim sem minna mega sín. Það hlýtur að vera hægt að spara annars staðar. Mér er næst að halda að þrátt fyrir mikla umfjöllun geri hvorki ráðamenn né almenningur sér grein fyrir ástandinu í heilbrigðiskerfinu sem er oft óboðlegt bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Stjórnendur og millistjórnendur heilbrigðiskerfisins ættu að standa betur með þeim sem vinna á gólfinu, þeirra skyldur eru ekki bara að framfylgja skipunum að ofan um sparnað. Þetta fólk getur sagt hingað og ekki lengra og stuðlað að því að snúa þróuninni við.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun