Hvað mun friðurinn kosta? Sema Erla Serdar skrifar 22. júlí 2015 07:00 Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Að minnsta kosti 32 létu lífið og fleiri en 100 særðust í sjálfsmorðsárás sem gerð var á menningarmiðstöð í tyrkneska bænum Suruc, við landamæri Sýrlands, á mánudag. Um 300 ungmenni, þeirra á meðal ungmenni á vegum samtaka ungra sósíalista, voru saman komin í menningarmiðstöðinni þegar árásin átti sér stað. Árásin hefur því miður fengið litla umfjöllun í fjölmiðlum hér á landi en árásin hefur víða vakið mikla reiði því augljóst er að árásin beindist sérstaklega gegn ungmennunum sem höfðu unnið sér það til saka að vera á leiðinni til bæjarins Kobane í Sýrlandi, með leikföng að vopni. Þau voru á leiðinni til bæjarins til þess að aðstoða við uppbyggingu bæjarins, sem hefur verið helsti vígvöllur hermanna Íslamska ríkisins og kúrdískra uppreisnarmanna undanfarna mánuði og þarfnast nú mikillar uppbyggingar ef möguleiki á að vera á að búa þar til framtíðar. Auk þess sem árásin beindist sérstaklega að ungu fólki beindist hún einnig gegn friði og uppbyggingu í Mið-Austurlöndum, gegn lýðræði og mannréttindum og gegn frelsi einstaklingsins. Árásin minnir óheyrilega á voðaverkin í Útey þar sem 68 ungmenni létu lífið í skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, en í dag minnumst við þess að fjögur ár eru liðin frá fjöldamorðunum í Útey. Það er sorglegt að horfa aftur upp á ungt fólk vera myrt vegna hugsjóna sinna og vegna þess að þau vilja láta gott af sér leiða. Það er dapurlegt að sjá alþjóðasamfélagið standa ráðalaust frammi fyrir ógn sem drepur börn og gegn hugmyndafræði sem réttlætir slíkar árásir. Friður verður aldrei áunninn með átökum heldur með frekari jöfnuði, frelsi og réttlæti. Við munum aldrei hætta að berjast fyrir friðsælli heimi og látum hryðjuverkamenn ekki stoppa okkur eða hræða. En ljóst er að friðurinn mun kosta okkur mikið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar