Vanvirki og kjarklausi yfirmaðurinn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Í síðustu grein í þessari þriggja greina röð var fjallað um hvað einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti. Í þessari grein verður skoðað nánar hvað einkennir yfirmann sem er vanvirkur þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Þessi yfirmaður er ekki endilega reiður eða hatursfullur eða uppfullur af minnimáttarkennd. Vel kann einnig að vera að hann láti sér annt um starfsfólk sitt. Það sem háir þessari týpu af yfirmanni er að hann hefur ekki færni eða getu til að taka á samskiptamálum sem upp koma. Stundum skortir hann einfaldlega kjark til að takast á við tilfinningaleg vandamál. Finni þeir sig í aðstæðum þar sem tilfinningar ráða ríkjum, fyllast þeir óöryggi, verða klaufalegir og vita ekki hvað á að segja eða gera. Sumum fallast hendur ef einhver í návist þeirra sýnir tilfinningaleg viðbrögð, t.d. brestur í grát eða brotnar saman. Þá er aðgerðaleysið stundum réttlætt með því að segja að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. „Svona yfirmanni“ kann jafnvel að finnast starfsmaðurinn sem kvartar vera með tómt vesen. Yfirmaður sem er lítill mannþekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfir óheilindum, hatri í garð annars (annarra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfirmanni sem hér er lýst. Yfirmaðurinn verður þá eins konar leppur þessa starfsmanns og finnst þá auðveldara að leyfa honum að taka stjórnina. Sé kvartað yfir framkomu þessa starfsmanns þá hunsar yfirmaðurinn jafnvel kvörtunina. Með því að loka eyrunum er loku fyrir það skotið að málið verði skoðað og leitt til lykta. Þar með er yfirmaðurinn óbeint að styðja „gerandann“ og veita honum leyfi til að halda meintri háttsemi sinni áfram. Þannig getur það gerst að yfirmaðurinn sé óbeinn þátttakandi jafnvel í „einelti“ þar sem hann neitaði að taka málið til athugunar og setja það í viðeigandi ferli. Einelti í sinni víðustu mynd þrífst vel undir stjórn yfirmanns sem er vanvirkur: veikgeðja og atkvæðalítill þegar kemur að samskiptamálum.Skortir burði til að taka á málum Það er afar íþyngjandi þegar stjórnandi sem er slakur í samskiptum vermir yfirmannsstól stofnunar eða fyrirtækis árum saman. Jafnvel þótt stjórnandinn sjálfur hafi ekki gerst sekur um slæma framkomu gagnvart starfsmanni er líklegt að á vinnustaðnum þrífist alls kyns óværa þar sem yfirmanninn skortir burði til að taka á málum með viðeigandi hætti. Nái neikvæð menning að festa sig í sessi (vondur mórall) verður vinnustaðurinn smám saman eitraður. Mannaskipti eru þá oft tíð. Nýir starfsmenn, bjartsýnir og ferskir, eru kannski ráðnir til starfa. Þegar þeir finna að staðurinn er sýktur hverfa einhverjir þeirra á braut. Sumir neyðast e.t.v. til að vera um kyrrt þar sem ekki er endilega hlaupið að því að fá aðra vinnu. Þetta er sérstaklega erfitt ef um er að ræða sérhæft starfsfólk sem sinnir sérhæfðum störfum. Aðrir reyna að þrauka því að þeim hugnast ekki að láta vanhæfan stjórnanda og vondan móral hrekja sig á brott. Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um yfirmenn sem eru gerendur eineltis og yfirmenn sem eru vanvirkir þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Yfirmaður, hversu vanhæfur og slæmur sem hann er, veit auðvitað að hann þarf að eiga einhverja stuðningsmenn, svona „já-menn“. Yfirmaðurinn velur sér það fólk sem hann finnur og veit að hann getur stjórnað. Hann velur sér fólk sem ber helst óttablandna virðingu fyrir honum og þá sem honum finnst ekki ógna sér eða stöðu sinni á neinn hátt. Fylgismenn yfirmannsins kjósa e.t.v. að sjá hann í öðru og jákvæðara ljósi en hinir sem eru ekki „útvaldir“. Einhverjir sem eru í innsta hring gætu einnig verið búnir að meta stöðuna þannig að betra sé að vera þarna megin borðs og tryggja þannig að þeir verði ekki sjálfir skotmarkið. Með því að ganga í „rétta“ liðið verður lífið í vinnunni þolanlegra og óöryggið minna? Í þriðju og síðustu greininni í þessum greinaflokki verður fjallað um hvað einkennir góðan yfirmann og stjórnanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í síðustu grein í þessari þriggja greina röð var fjallað um hvað einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti. Í þessari grein verður skoðað nánar hvað einkennir yfirmann sem er vanvirkur þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Þessi yfirmaður er ekki endilega reiður eða hatursfullur eða uppfullur af minnimáttarkennd. Vel kann einnig að vera að hann láti sér annt um starfsfólk sitt. Það sem háir þessari týpu af yfirmanni er að hann hefur ekki færni eða getu til að taka á samskiptamálum sem upp koma. Stundum skortir hann einfaldlega kjark til að takast á við tilfinningaleg vandamál. Finni þeir sig í aðstæðum þar sem tilfinningar ráða ríkjum, fyllast þeir óöryggi, verða klaufalegir og vita ekki hvað á að segja eða gera. Sumum fallast hendur ef einhver í návist þeirra sýnir tilfinningaleg viðbrögð, t.d. brestur í grát eða brotnar saman. Þá er aðgerðaleysið stundum réttlætt með því að segja að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. „Svona yfirmanni“ kann jafnvel að finnast starfsmaðurinn sem kvartar vera með tómt vesen. Yfirmaður sem er lítill mannþekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfir óheilindum, hatri í garð annars (annarra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfirmanni sem hér er lýst. Yfirmaðurinn verður þá eins konar leppur þessa starfsmanns og finnst þá auðveldara að leyfa honum að taka stjórnina. Sé kvartað yfir framkomu þessa starfsmanns þá hunsar yfirmaðurinn jafnvel kvörtunina. Með því að loka eyrunum er loku fyrir það skotið að málið verði skoðað og leitt til lykta. Þar með er yfirmaðurinn óbeint að styðja „gerandann“ og veita honum leyfi til að halda meintri háttsemi sinni áfram. Þannig getur það gerst að yfirmaðurinn sé óbeinn þátttakandi jafnvel í „einelti“ þar sem hann neitaði að taka málið til athugunar og setja það í viðeigandi ferli. Einelti í sinni víðustu mynd þrífst vel undir stjórn yfirmanns sem er vanvirkur: veikgeðja og atkvæðalítill þegar kemur að samskiptamálum.Skortir burði til að taka á málum Það er afar íþyngjandi þegar stjórnandi sem er slakur í samskiptum vermir yfirmannsstól stofnunar eða fyrirtækis árum saman. Jafnvel þótt stjórnandinn sjálfur hafi ekki gerst sekur um slæma framkomu gagnvart starfsmanni er líklegt að á vinnustaðnum þrífist alls kyns óværa þar sem yfirmanninn skortir burði til að taka á málum með viðeigandi hætti. Nái neikvæð menning að festa sig í sessi (vondur mórall) verður vinnustaðurinn smám saman eitraður. Mannaskipti eru þá oft tíð. Nýir starfsmenn, bjartsýnir og ferskir, eru kannski ráðnir til starfa. Þegar þeir finna að staðurinn er sýktur hverfa einhverjir þeirra á braut. Sumir neyðast e.t.v. til að vera um kyrrt þar sem ekki er endilega hlaupið að því að fá aðra vinnu. Þetta er sérstaklega erfitt ef um er að ræða sérhæft starfsfólk sem sinnir sérhæfðum störfum. Aðrir reyna að þrauka því að þeim hugnast ekki að láta vanhæfan stjórnanda og vondan móral hrekja sig á brott. Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um yfirmenn sem eru gerendur eineltis og yfirmenn sem eru vanvirkir þegar kemur að því að taka á samskiptamálum. Yfirmaður, hversu vanhæfur og slæmur sem hann er, veit auðvitað að hann þarf að eiga einhverja stuðningsmenn, svona „já-menn“. Yfirmaðurinn velur sér það fólk sem hann finnur og veit að hann getur stjórnað. Hann velur sér fólk sem ber helst óttablandna virðingu fyrir honum og þá sem honum finnst ekki ógna sér eða stöðu sinni á neinn hátt. Fylgismenn yfirmannsins kjósa e.t.v. að sjá hann í öðru og jákvæðara ljósi en hinir sem eru ekki „útvaldir“. Einhverjir sem eru í innsta hring gætu einnig verið búnir að meta stöðuna þannig að betra sé að vera þarna megin borðs og tryggja þannig að þeir verði ekki sjálfir skotmarkið. Með því að ganga í „rétta“ liðið verður lífið í vinnunni þolanlegra og óöryggið minna? Í þriðju og síðustu greininni í þessum greinaflokki verður fjallað um hvað einkennir góðan yfirmann og stjórnanda.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun