Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Kjartan Magnússon skrifar 15. júlí 2015 10:30 Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Kjartan Magnússon Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. Upphaflega var rætt um járnbraut frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu og norður til Akureyrar en í seinni tíð hefur einkum verið rætt um hraðlest til Keflavíkurflugvallar sem og sporvagna (léttlestir) og jafnvel neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Hingað til hafa þó allar slíkar hugmyndir gufað upp þegar kaldir kostnaðarútreikningar hafa tekið við af rómantísku tyllidagaskvaldri pólitíkusa. Spurningin „Hvað kostar þetta og hver á að borga?“ verður ekki umflúin í þessu efni frekar en öðru. Hingað til höfum við Íslendingar því þurft að láta lestina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum duga og nú síðast Hafnarlestina sem hóf akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að mæla með þessum skemmtilegu lestum þótt báðar séu á hjólum. Arðbært verkefni? Um síðustu aldamót var skrifuð skýrsla um lagningu járnbrautar til Keflavíkurflugvallar og rekstur hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan var sú að rekstur hraðlestarinnar gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki væri gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði, sem var á þávirði metinn 22-30 milljarðar króna. Vonuðust aðstandendur hugmyndarinnar til þess að ríkið (skattgreiðendur) myndi greiða fjárfestingu verkefnisins. Sú hugmynd hlaut sem betur fer ekki undirtektir hjá þáverandi fjármálaráðherra. Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkrar lestar ofmetið í skýrslunni. Var m.a. bent á að í henni væri reiknað með því að um leið og lestin hæfi starfsemi, myndu flugfarþegar nánast hætta að ferðast með rútum út á Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraunhæft þar sem flugrútan stendur afar vel að vígi í samkeppni við aðra ferðamáta. Ekki síst vegna þess að hún ekur flugfarþegum alla leið heim á hótel og sækir þá þangað áður en haldið er út á flugvöll að nýju. Nú hefur rykið verið dustað af hraðlestinni til Keflavíkur og samkvæmt nýjum útreikningum aðstandenda hugmyndarinnar er verkefnið metið arðbært. Ólíkt því sem talið var fyrir fimmtán árum er ekki talin þörf á stuðningi frá hinu opinbera svo það verði að veruleika, hvorki varðandi rekstur né fjárfestingu. Hafa ákveðnar forsendur í dæminu vissulega breyst á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega þrefaldast á tímabilinu. Reiknað er með að kostnaður við verkefnið verði rúmlega eitt hundrað milljarðar króna. Of snemmt er að segja til um hvernig ganga muni að afla fjár til verkefnisins á almennum markaði en það er að sjálfsögðu raunhæfasti mælikvarðinn á hvort verkefnið sé arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru um það erlendis að kostnaður við slík hraðlestarverkefni hafi farið langt fram úr áætlunum og almenningur verið látinn gjalda fyrir það dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér. Reynslan sýnir að slík stórverkefni eru áhættusöm og því er mikilvægt að hið opinbera komi ekki á neinn hátt að fjármögnun þess. Sjálfsagt er að óska aðstandendum hugmyndarinnar góðs gengis, svo fremi að verkefnið sé fjármagnað á heilbrigðum markaðsforsendum en ekki pilsfaldakapítalisma þar sem allri áhættu er velt yfir á skattgreiðendur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun